Vikan


Vikan - 20.07.1978, Page 38

Vikan - 20.07.1978, Page 38
STJÖRNUSPÁ llnílurinn 2l.mars 20.apiril Þú ættir ekki að sækjast eftir félagsskap ókunnugra í þessan viku. Það hefst ekkert gott af breytingum um þessar munir, og ástar- , ævintýri virðist vera að fara út um þúfur. ViutiA 2l.april 2l.mai Vertu ekki alltof gagnrýninn á viðbrögð ákveðins aðila. Þú ættir að geta lært af reynsl- -unni í sambandi við málefni, sem er ofarlegai á baugi. Tsíburarnir 22.maí 2l.júni Sýndu aðgætni í umgengni við kunningja þinn, sem er eitthvað spenntur á taugum þessa dagana. Spenna hans er eðlileg, og þú skalt vera tillitssamur. Þú verður að taka skyndiákvörðun í sam bandi við málefni heimilisins. Vikunni yrði vel varið til hóp- starfsemi um málefni, sem þér er hjartfólgið. I joni'l 24. júli 24. títfúM Þú ættir að reyna að taka lífinu með meiri ró en þú hefur gert hingað til. Allt bendir til, að þú sért undir of miklu andlegu fargi. Þú ert fulluráhuga, en varastu að ofgera þér. Það verður fremur rólegt í kringum þig fyrri hluta vikunnar, en þess meira að gera seinni partinn. Reyndu að leggja þig fram við að hjálpa persónu, sem þarf á þér að halda. Eitthvað gerist í þessari viku, sem verður þér til mikillar gleði. Þú ættir að reyna að sinna áhugamálum þínum meira en þú hefur gert fram að þessu og sleppa öllum rómantískum hugleiðingum. Þú munt hitta nýtt fólk og eignast ný áhugamál. Vertu þakklátur fyrir hverja þá breytingu, sem þér auðnast, það auðveldar líf þitt frá vanabundnum störfum. Heillalitur er blár. Þú getur glaðst yfir því, hvaða stefnu ástarmál þín eru nú að taka. Þú kemst að raun um, hvernig þér auðnast að vinna þér inn góðan aukaskilding án mikillar fyrirhafnar. Heillatala er 6. Valnsbcrinn 2l.jan. I').fcbi. Misstu ekki stjórn á skapi þinu við sam- starfsmenn þína, þótt á móti blási hjá þér í einkalifinu. Það kann ekki góðri lukku að stýra að vera með of- stopa. Vertu sem mest úti við. Hogmaðurinn 24.nói. 2l.dcs. Bréf, sem þér berst, mun létta af þér þung- um áhyggjum í sam- bandi við málefni heimilisins. Reyndu að sýna samstarfsmanni þínum þolinmæði, og hann mun verða þér vinveittari en áðúr. Fiskarnir 20.ícbr. 20.mars Þú verður fyrir óvæntu happi á fjármálasviðinu í þessari viku, og verður það þér til mikillar gleði. Þú ættir að skipu- leggja störf þín betur, svo þú eigi meiri fritima fyrir sjálfan þig. andann og brosti til hennar, eins og hann snéri aftur úr mikilli fjarlægð. „Komdu,” sagði hann. „Þér er sjálf- sagt að verða kalt.” Þegar þau komu að hliði kofans, snéri Isabel sér að Torquil til að bjóða honum góða nótt. Þess í stað lenti hún i faðmi hans, hvíldi höfuðið á öxl hans og fann kinn hans við hár sér. Þau stóðu lengi þannig og hann vaggaði henni blíðlega í örmum sér, svo tók hann um hönd hennar og kyssti hana á lófann og sleppti henni. Hann sagði hikandi — ,,Það er nokkuð, sem ég verð að segja þér. En ekki alveg strax. Það er ekki mál, sem ég brýt heilann oft um, og ég verð aðfinna orðin.” Hann snéri sér burt og ætlaði að fara, þegar hún sagði blíðlega „Torquil”. Hún faðmaði hann ákveðin að sér, dró höfuð hans niður og kyssti hann á ennið. Þegar hún leit aftur á hann, ljómaði andlit hans. Þau sáu hvorugt stóran gráan kött, sem fylgdist með þeim úr skoti við garðvegginn. Þegar þau skildu, urraði dýrið djúpt í hálsi sér og skaust út í vaxandi myrkrið. Isabel sat vafin í sloppinn sinn í hægindastólnum í svefnherbergi sinu áður en hún fór í rúmið. Hún horfði út í kalt og kyrrt tunglsljósið. Hún gat ekki ráðið við hugsanirnar, sem þyrluðust í huga hennar, og hún hallaði höfðinu að gluggakarminum í ósjálfráðri tilraun til að kyrra ólguna innra með sér. Hver var Mary-Catherine, og hver var leyndardómurinn við dauða hennar? Hvaða þátt hafði Jessie-Anne átt I liðnum atburðum, og hvernig var þessu einkennilega sambandi á milli hennar og gömlu konunnar varið? Það virtist sem svo, að Jessie-Anne væri að reyna að segja henni eitthvað, en hvað? Var það aðvörun? Svo var það Flora. Kalda, fagra, fjandsamlega Flora. Eitthvað í fari hennar kom köldu vatni til að renna milli skinns og hörunds Isabel. Andúð hennar var greinileg, og ef til vill gat áberandi eignartilfinning hennar gagn- vart Torquil útskýrt hana. En það hlaut að vera eitthvað meira en það. Svo ofboðslegur fjandskapur gat ekki átt svona einfalda skýringu. Um stund lék Isabel sér að þeirri hugmynd, að hún myndi eyða nokkru af tima sinum þarna á eyjunni í að greiða úr þessarri flækju. Kannski ætti ég bara að spyrja Torquil, hugsaði hún, og flýtti sér svo að draga i land. Því skyndilega gerði hún sér grein fyrir því, að þar gæti hún verið á hættulegum miðum. Torquil. Alvörugefin grá augu hans og .rólegt brosið svifu henni fyrir hug- skotssjónum. Eitt andartak minntist hún greinilega sterkra og bliðra arma hans um hana. Þar var bliða og ástúð, en einnig ákveðinn styrkur, bæði til likama og sálar. Ég tilheyri Clive. hugsaði hún skelf- ingu lostin. Og Torquil var ekki maður, sem hægt var að leika sér að. Hún fann til hrolls og stóð á fætur til að hita sér vatn í hitapoka. Hún tók hann með sér í rúmið, og þá skýrðist allt í einu hugur hennar og hún sagði upphátt og með sannfæringu —’ „Ég verð að komast að því, hvar Jessie- Anne býr og fara að tala við hana. Hún skilurallt.” Hún hafði ekki hugmynd um, hvaðan hún hafði þessa hugdettu, en hún, eða kannski bara sú staðreynd, að hún hafði tekið ákvörðun og vissi nú, hvert næsta skref hennar yrði, létti þungu fargi af henni. Hún kúrði sig niður í rúmið án nokkurra frekari heilabrota og sofnaði. Isabel sat enn að morgunverði einn morguninn, þegar barið var að dyrum. „Kom . .” Anugs þeyttist inn í húsið. „ ... inn ,” lauk Isabel máli sínu, gjör- samlega að þarflausu. „Það er bréf til þin,” sagði Angus og stóð á öndinni, um leið og hann dró umslag upp úr buxnavaxa sínum. „Það kom i gær, og Fergie skildi það eftir hjá ömmu af misskilningi og amma mín sagði mér að hlaupa strax yfir til þin með það og ég hljóp alla leiðina og þegar ég stökk yfir skurðinn, datt ég, og ég stóð aftur upp, þvi ég er svo duglegur og ...Má ég fá appelsinusafa?” Hann tróð umslaginu i hönd hennar og hneig niðurásófann. „Púff!" andvarpaði Isabel, og stóð upp til að gefa honum ávaxtasafann. Hún skoðaði umslagið. Það var frá Fionu Campbell systur hennar, og póst- stimpillinn gaf til kynna, að það hefði verið fimm daga á leiðinni. Hún reif bréfið upp, og settist niður til að lesa það. „...vœri svo indcelt að hitta þig, þó það yrði ekki nema i örfáa daga. ” stóð þar. ..Campbell amma er að koma í heimsókn, og hún gætir Douglas. Við Emma komum til þín á fóstudaginn, nema ég heyri frá þér. Hringdu endUega, ef það hentar þér ekki, en ef ég heyri ekkert, þá reikna ég með, að það sé í lagiað við komum. Fyrirgefðu hvað þetta er með stuttum fyrirvara, en ég kemsl ekki að heiman afturfvrr en eftir margar vikur. ” 38 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.