Vikan


Vikan - 20.07.1978, Side 44

Vikan - 20.07.1978, Side 44
lEHHHHHHHHHHIHHHHíHIHHHiiHHHHHHIH VIGDIS STOKKELIEN: Voðaskot Eitthvað óhugnanlegt lá í loftinu. Hún fann, að hætturnar steðjuðu að, hún var umkringd óvinum. Veiðarnar voru að hefjast, hún hafði aldrei getað fellt sig við öskur mannanna og frumstæðar hvatir veiðimannanna. LIN skein gegnum trjátoppana, og laufin í trjágaröinum glitruðu eins og hguar af gulli, Gegnum opinn gluggann barst römm angan af rotnandi sveppum. Geir lokaði glugganum og snéri sér að Marie og horfði á hana. Hann var klæddur fyrir veiðarnar, henni fannst svefnherbergið anga af blýi og púðri. Við húfuna hafði hann fest appelsínurautt plastband, það var gjöf til veiðiflokksins frá íþróttafélaginu. — Það ætti þá ekki að vera hætta á voðaskotum, hafði Geir sagt glottandi. — Elgir ganga ekki um með endurskins- merki. — Geir. Hann gekk til hennar, stóð við rúmið og horfði á hana. Og um leið fór heit bylgja gegnum líkama hennar, eyðilagðan líkamann. Gamalkunn tilfinning. Maginn herptist saman, brjóstvörturnar urðu stinnar, hún þráði hann. Maðurinn starði á brjóst hennar undir þunnum náttkjólnum. Svo roðnaði hann, hún misskildi það. — Komdu, hvíslaði Marie og lyfti sænginni upp. Hann beygði sig stirðlega niður yfir hana í rúminu, og þegar hún sló örmunum um háls hans, fann hún, að hver vöðvi var spenntur. Geir kyssti létt á hár hennar, svo gekk hann hratt út úr herberginu. Þegar Marie heyrði fótatak hans í stiganum fór hún að gráta. Þetta var í fyrsta skiptið siðan slysið varð, sem hún hafði vogað sér nokkuð í þessa áttina. Löngunin var sterk, hún gagntók líkama hennar. Hún lá andvaka um nætur og hlustaði á andardrátt hans, óskaði þess, að hún gæti velt sér nær honum, þráði að finna líkama hans nærri sér eins og áður. Hún vildi fá að sofna í örmum hans og vakna við brjóst hans. Hugsanir hennar voru raunar tóm markleysa, hún hafði aldrei vaknað við brjóst hans. Hana hafði dreymt um það, eftir að hún lá á sjúkrahúsinu þar sem hún gleypti i sig allar ástarsögurnar. Hún hafði verið svo þjáð, að lestur varð hreinasta erfiði. Hún valdi helst léttar sögur um ástina og þráði að komast heim til hans. FÐI þeim liðið vel saman áður? Voru það bara draumórar, að likami hennar hefði lifnað við ástaratlot hans. Hafði hann elskað hana, var hún búin að gleyma raunveruleikanum? — Fari það fjandans til. Hún sagði þetta hátt og snjallt út I tómið. Ýfirleitt veigraði hún sér við að horfast í augu við spegilmynd sina, en í dag starði hún i spegilinn. Örið skar sig eftir kinninni niður á hálsinn, rautt og hrjúft. Hárið var ekki annað en stinnir broddar. Hryggurinn skakkur, annað brjóstið reis þarafleið- andi hærra. Hitt lafði niðurá maga. „Tré, sem féll í öfuga átt — og lif lagðist í rúst". Hún tautaði orðin fyrir munni sér einsoggamla vísu. Svo hló hún og leit út um gluggann og minntist þess, að hún hafði haft augun lokuð, daginn sem umbúðirnar voru fjarlægðar. „Kona má aldrei slaka á kröfunum til sjálfrar sin." Hvar hafði hún lesið þetta? Á sjúkrahúsinu. „Tíu ráð fyrir daglega snyrtingu.” — Fari það norður og niður, sagði hún. Úti I garði þyrlaðist laufið fyrir vindinum — fauk saman í hauga, sem leystust aftur upp i fljúgandi litaflekki. það lýsti i gullnum, brúnum, rauðum og fölgrænum lilum. Bilunum hafði verið lagt við aðal- dyrnar, þarna komu veiðimennirnir. Rauðu böndin á húfunum minntu á fjaðrir. Geir leiddi flokkinn. Hann stóð beinn og ábúðarmikill úti við hliðið. Og þarna kom heimilishjálpin hennar á reiðhjóli. Geir rétti enn betur úr sér og hélt byssunni allt öðru vísi en rétt áðan, svogekk hann til móts viðstúlkuna. Stúlkan hoppaði af hjólinu. Marie sá, að hreyfingar hennar voru léttar og fjaðurmagnaðar, eins og í ballett. Vitleysan i henni. En hinir veiðimennirnir réttu líka úr baki, og einhver hló, eins og sá, sem telur sig hafa komist að leyndamáli, og einhver sagði eitthvað, sem greinilega vakti kátínu i hópnum. Stúlkan og Geir — hún gekk áleiðis heim að húsinu, hann fylgdi fast á eftir. Hlátrar mannanna fylgdu þeim. Marie greip til stafsins og haltraði fram á ganginn, hallaði sér framyfir handriðið. Þau komu innfyrir — eitt andartak stóðu þau kyrr, sólin féll inn um dyrnar á hár stúlkunnar. Það var rauðgullið og skein í sólarljósinu. Geir hallaði sér upp að dyrunum og þær lokuðust með lágum smelli. Líkami hans var spenntur og titraði af þrá. Hann dró stúlkuna ákaft að sér, og Marie heyrði lágróma mótmæli stúlk- unnar, meðan hún reyndi að haltra aftur til herbergis síns. En svo missti hún stafinn í gólfið, hann féll með miklum hávaða i gólfið. Útifyrir hlóu mennirnir hátt. Geir fór út aftur, hann hló með þeim. Þeir voru spenntir og örir af eftirvæntingu. I ISSI & PINNI Ha? Hvað er nú þetta? Jahá. Svo þið haldið að' i þið getið gabbað krókódílaveiðimann eir rx og mig? Jæja. Hefjum aðgerðirnar. Förum f grímuoúninginn og passaðu að vekja ekki geitarskegg, þegar þú dregur inn línuna. •^Við > viljum veiða líka. Ekki með mór. Að veiða með pottormum tóknar vandræði. t AREM.'m X Skilið! O King Features Syndlcate, Inc., 1978. Wxld righn rwerved. Fallega gertaf Geitarskegg að lána okkur viðistönginayí Litlu grislingar. Ég vona að þetta kenni ykkur eitthvað.... haha. Hvað? Aftur? Nú fáið þið rassskell.sem dugar ykkur ævilangt? Hann er lifandi! Hann hefði ekki þurtt að hræða allanxYy^ fisk í burtu. R/fT ■(ýR-RélMF 44 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.