Vikan


Vikan - 24.04.1980, Side 3

Vikan - 24.04.1980, Side 3
Popp Gamla kempan Bob Dylan hlaut sin verðlaun fyrir túlkun og flutning ð laginu Gotta serve somebody. Töluverðrar íhaldssemi þykir gæta við val á þeim sem útnefningu hljóta og er frekar verið að heiðra þá sem lengi hafa starfað í poppinu, þekktastir eru og mest áberandi — hinum gleymt. Á þessu eru þó sem betur fer undantekningar. Þá eiga þeir, sem hafa övtthvað nýtt fram að færa, sjaldnas^ upp á pallborðið hjá dómnefnd sem með OSrum orðum er r ’ 'i svifasein g^gnvart nýjungum. Rokkið sniðgengið, segja sumir og má til sanns vegar færa þar sem það hefur síðustu misseri verið í miklum uppgangi í hliðstæðri mynd og það var fyrir 10-20 árum. Víst þykir að færi fram hliðstæð verðlaunaafhending á Bretlandseyjum kæmu fæstir þeir sem hlutu Grámmy- útnefningu til greina. Bretar virðast mun opnari fyrir nýjungum og breytingum og má i framhaldi af því spyrja hvað sé orðið af hinni alkunnu bresku íhaldssemi. Segja má að bresk popptónlist hafi síðustu ár fjarlægst þá amerisku og er af sem áður var, þegar 'vöruskipti þessara tveggja höfuðvigja poppsins stóðu í miklum blóma. Að vísu tilheyra Doobie bræður og Billy Joel (hann hlaut að þessu sinni Grammy-verðlaun sem lagahöfundur) fekki sætustu deild bandarískrar popp- ^tónlistarj jOg þvi kannski breytinga að vænfa'á næstu árum, þótt hægfara verði. Benda má á að lokum að fyrir 15 árum eða svo sáust varla rokkhljómsveitir á listum yfir þá flytjendur sem útnefndir voru til Grammy-verðlauna. Kris Kristoffarson tv. og trompetleikarinn Herb Albert sem vann til verðlauna fyrir best leikna lag ársins, þ.e. lag án söngs. Það heitir Rise. Mest um fólk Willy Breinholst slær í gegn í Japan Willy Breinholst, sem er lslending- um að góðu kunnur fyrir skopfram- leiðslu sína sem birst hefur reglulega á síðum Vikunnar, tók nýverið þátt í mikilli bókasýningu í Japan og bar hún yfirskriftina: Húmor heimsbók- menntanna. Þar sýndi hann allar 80 bækur sínar, sem út hafa verið gefnar, og með þeim árangri að japanska stór- forlagið Graph-Shaf ákvað að gefa tvær þeirra út: I lykkelige omstændigheder og Hej mor, hej far, hej verden. Bækur þessar, sem fjalla um fyrstu ár barns, reynslu þess og upplifanir, eru nú gefnar út í milljóna- upplögum víða um heim. Þær eru notaðar í ítalska skólakerfinu og austan járntjalds eru þær prentaðar á kostnað ríkisins og dreift ókeypis til þegnanna. Að vísu þurfti að lagfæra ýmis smáatriði áður en hægt var að senda bækurnar á japanskan markað, og það voru teikningarnar sem fylgja sögunum. Eins og þær voru, og eins og við þekkjum þær, þá koma þær Japönum spánskt (danskt) fyrir sjónir. Japanirnir vildu að sjálfsögðu hafa aðalsöguhetjurnar með skásett augu eins og vera ber á þeim slóðum og þvl varð úr að þarlendur teiknari var fenginn til að myndskreyta japönsku útgáfuna. Annars ætti Willy kallinn vel að vita hvernig japönsk augu lita út því að þegar hann heimsótti vini sína i Japan fyrir skömmu birtust myndir af honum í flestum dagblöðum þar sem hann sást i fylgd með Suganomiya prinsessu, dóttur Hirohitoskeisara. Willy leggur nú Japan að fótum sér i múnderingu þarlendra, en ekki eru augun enn skásett. 17. tbl. Vikan 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.