Vikan


Vikan - 24.04.1980, Side 6

Vikan - 24.04.1980, Side 6
veitingahú FÉLAG ÍSLENZKRA HLJÓMLISTAR MANNA útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlegast hringid í 20255 milli kl. 1 og 5 Jónas Kristjánsson skrifar um íslensk Nuddað saman hnjám Skútan í Hafnarfirði er hinn sómasam- legasti matstaður í miðjum lægri verð- kantinum. Matreiðslan er frambærileg að sósum undanskildum, snyrti- mennskan er i lagi og þjónustan er ósköp vingjarnleg. Skútan stenst vel saman- burð við hliðstæðar matstofur í Reykja- vik. Helsti galli staðarins eru þrengslin við borðin. Seturnar eru of stuttar til hnésins og of þröngt er milli borðs og baks. Þetta getur þó komið sér vel fyrir elskendur, sem fá tækifæri til að nudda saman hnjánum að vild. Þrengslin stafa þó ekki af plássleysi, því að myndarlegt torg er á miðju gólfi. Vandað flisagólf er undir fótum manna. Innréttingin er næstum nákvæm stæling Skop Komdu nú heim Byron. Tími til að þvo fölsku tennurnar. hefði langað I slagsmál þá hefði ég verið heima í kvöld. á súlum og bitum Halta hanans en hér er notaður trönuviður. Skreytingar eru í fiskveiðastil. 1 hádeginu er hægt að fá súpu og rétt dagsins, en á kvöldin gildir fastaseðillinn einn. Hann er skynsamlega stuttur, telur aðeins tólf rétti. Flesta þeirra er hægt að fá í hálfum skömmtum, þannig að upplagt er að fá sér tvo hálfa rétti og ís á eftir og raða þannig í þriggja rétta máltíð. Soðið lamb Soðið lamhakjöt var réttur dagsins I hádeginu, þegar Vikan heimsótti Skút- una. Kjötið var rétt soðið með örlitlum roða, merkilega vel gert, alls ekki þurrt. Hvitu kartöflumar voru í tæpu meðal- lagi. Hvít hveitisósan var einkar vond. Dósabaunir voru hóflega soðnar. Verðið var 2.700 krónur heill skammtur og 2.300 krónur hálfur. Körfukjúklingur Körfukjúklingur á fastaseðlinum var ekki góður. Hann var ofsteiktur. Hjúpurinn var of þykkur og brauðmylsnan var of yfirgnæfandi. Sveppasósan úr hveiti var þykk með skán. Frönsku kartöflurnar voru ljósar og frambærilegar. Dósagulræturnar voru ekki of linar. Hrásalatið var fjöl- breytt og hafði meira að segja að geyma ferska ávexti. Þá fylgdi ferskur tómatur, ánægjuleg nýbreytni, svo og salatblað. Verðið var 3.800 krónur heill skammtur og 2.600 krónur hálfur skammtur. Turnbauti Turnbautinn var rétt steiktur, semsagt hálfhrár, góð matreiðsla á góðu hráefni. Disæt kryddsósan ofan á var ekki við minn smekk. Þarna voru sömu frönsku kartöflurnar, hrásalatið, tómaturinn og salatblaðið, sem getið var hér að ofan. Ennfremur ýmislegt úr dósum, belgbaunir, sveppir og paprika. Verðið var 5.600 krónur heil! skammtur og 3920 krónur hálfur, óneitanlega óvenjulega góðkjör. Djúpsteiktur fiskur Djúpsteikti fiskurinn var fersk ýsa, sæmilegasti fiskur. Skorpan var nokkuð hörð, en án feitibragðs. Hrisgrjónin, sem fylgdu, voru með hinum bestu, sem ég hef fengið hér á veitingahúsi, enda rétt mátulega soðin. Hrásalatið var í remúlaðisósu rheð karríbragði. Salatið var gott, en sósan var of mikil. Frönsku kartöflurnar voru í lagi, sem fyrr segir. Salatblaðið var innlend, góð framleiðsla. Kokkteilsósan var i lagi. Verðið er 2.400 krónur heill skammtur og 1.680 krónur hálfur. Spánarkjúklingur Kjúklingur Spanja var aldeilis Ijómandi góður, að engu leyti ofgerður, hvorki í kryddi né steikingartíma, enda meyr og bragðgóður. Um franskar kartöflur og hrásalat hefur áður verið rætt. Dósagrænmetið var eftir vonum, paprika, belgbaunir ofsoðnar og dósa- sveppir, sem ekki voru eins slepjulegir og venja er til. Með fylgdi nánast hræðileg, kekkjótt, brún hveitisósa, ofboðslega þykk. Verðið var 4.600 krónur heill skammtur og 3.220 krónur hálfur. Skútusteik Skútusteik hét nautavöðvi, tæplega „medium” steiktur, rauður og blóðugur að innan, frambærilegur matur, Krydd- smjörið hafði lítið kryddbragð og var fremur væmið, en alténd betra en sósur staðarins. Áður hefur verið getið franskra kartaflna, hrásalats, sveppa, belgbauna, salatblaðs og papriku. Verðið var 5.400 krónur heill skammtur og 3.780 krónur hálfur. Sjómannssteik Sjómannssteik hét sérkrydduð sneið af lambahrygg, einkar hófsamlega steikt og rauð að innan, sannarlega herramannsmatur. I kryddinu virtist einkum vera piparkrydd og sítróna. Því miður var helmingur sneiðarinnar fita, en hana mátti skera frá. Með fylgdu skemmtileg karríhrísgrjón með svipuðu kryddi og í kjötinu. Einnig vond brún hveitisósa með þremur sveppasneiðum. Ennfremur áðurnefndar franskar kartöflur, hrásalat, paprika og salatblað. Verðið var 4.200 krónur heill skammtur og 2.940 krónur hálfur. Kaffi Kaffið eftir matinn var vel þolanlegt, en fremur þunnt. Meðalverð á súpum og hálfum réttum var 2.400 krónur á Skútunni, á heilum aðalréttum 4.100 krónur. Þetta er svona eins og meðalverð á hliðstæðum grill- stöðum í Reykjavik. Kaffi eftir mat 6 Vikan 17. tbl,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.