Vikan


Vikan - 24.04.1980, Page 9

Vikan - 24.04.1980, Page 9
 Stúlka nr. 2. HILDIGUNNUR HILMARSDÓTTIR: Spítalalíf og íþróttir Hildigunnur Hilmarsdóttir er 17 ára og vinnur sem stendur á Land- spítalanum. Reyndar á hún að vera í Fjölbrautaskó/anum í Breiðholti, var þar í haust en ákvað að hvíla sig eina önn og fá sér vinnu svona til tilbreytingar. Strax næsta haust œtlar hún að taka upp þráðinn að nýju og setjast hress og kát á skólabekk. Vlkan, HljómplötuútgáEan, Feröa- skrifstofan Úrval kynna: FULLTRÚI UNGU KYNSLÓÐARINNAR 1980 8 stúlkur taka þátt í keppninni — krýning í lok maí — slgurvegarinn tekur þátt í alheimskeppninni á Filippseyjum í haust — Ejöldi glæsi- legra verölauna aó auki. Aðaláhugamál Hildigunnar eru íþróttir og þá sérstaklega körfu- bolti. Núna leikur hún með meistaraflokki ÍR og munaði bara engu að hún yrði íslandsmeistari á síðasta ári, nema hvað KR-ingar, sem leika áttu úrslitaleikinn á móti Hildigunni og félögum hennar, mættu ekki til leiks. En hvað sem því /íður þá varð Hildigunnur íslandsmeistari 3 ár í röð meðan hún lék í öðrum flokki. Hildigunnur er staðráðin í því að gerast íþróttakennari, læra til þess hér heima, en bætir svo við að ekki vœri verra að mennta sig enn betur í faginu erlendis og þá helst í Bandaríkjunum. Foreldrar HUdigunnar eru Rannveig Laxdal og Hilmar Ingólfsson.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.