Vikan


Vikan - 24.04.1980, Qupperneq 17

Vikan - 24.04.1980, Qupperneq 17
Kristfn: Vlð söfnum fyrir annarri ævintýrareisu. Náttúrufegurð og friðsæld frönsku sveita- héraðanna bættu allan mótblástur upp ásamt stórkostlegum héraðs- vínum. ófarnar og stóð þannig á falli að straumur yrði á móti okkur. Vélarvana til Mallorca — Við létum því fyrirberast þarna um nóttina og lögðum af stað snemma næsta dag. En þegar við vorum komin fram hjá bæ sem heitir Cadillac strönd- uðum við skútunni þar sem við höfðum ekki búist við 10 feta mun á flóði og fjöru 90 milur uppi i landi. Bonný náðist þó fljótlega á flot en við urðum að snúa við til Cadillac og biða þar næsta flæðis. Við komum að fyrsta hliðinu i skurðinum um þrjúleytið na»ta dag. Við höfðum búist við að vera í samfloti með fleiri skútum í skurðunum þremur, Gironne, du Midi og Robine, en við áttum eftir samtals 117 hlið til að komast I Miðjarðarhafið. Okkur til mikilla vonbrigða lentum við alltaf með fljótaprömmum eða skejnmtibátum sem leigðir eru ferðamönnum sem ekkert. kunna með þá að fara. En náttúrufegurð og friðsæld frönsku sveitahéraðanna bætti upp allan mótblástur, ásamt stór- kostlegum héraðsvínum sem ekki eru fáanleg annars staðar. Við nutum þvi ferðarinnar til hins ýtrasta þrátt fyrir smávægilega erfiðleika í hliðunum. — Á Spáni tókum við land á Costa Brava, þeirri frægu ferðamannaströnd, og dvöldum þar i tvo daga. Við 'ögðum í Port Pollensa reyndist Miðjarðarhafið kristalstært og fullt af lífi. aftur af stað þaðan í blæjalogni en nú gerði vélin, sem annars hafði staðið sig svo vel, uppreisn og bilaði. Ensk skúta, sem við vorum í samfloti með, dró okkur til næstu hafnar. Okkur til mikils hryllings reyndist þetta alvarleg bilun og var fyrirsjáanlegt að viðgerð á henni mundi kosta langan tíma og mikla fjármuni. Þetta var mjög bagalegt því nú áttum við ekki nema þrjár vikur eftir af sumarleyfinu. En áhöfnin á ensku skút- unni, sem ætlaði að hafa vetrardvöl á Mallorca, reyndist okkur frábærlega vel. Þau buðust til að draga Bonný ef með þyrfti, líta eftir henni ef hún yrði eftir á Mallorca og jafnvel að gera við vélina. Við þáðum auðvitað þetta kostaboð með þökkum. Og ferð okkar, sem hafði byrjað á masturslausri skútu yfir Atlantshaf, endaði þannig á vélarvana skútu þær 200 mílur sem við áttum eftir ófarnar til Mallorca. Framan af fengum við ágætis byr en svo gerði kyrra logn og ekki um annað að ræða en taka Bonný í tog. Saf na til næstu stórreisu — Fyrsti viðkomustaður okkar á Mallorca var Port Pollensa sem er fremur rólegur staður. Við eyddum fyrsta deginum í að kafa innan um neðansjávarkletta og kanna fiska og gróðurlíf. Þrátt fyrir allar sögusagnir um óhreinindi Miðjarðarhafsins reyndist stjórinn þarna kristalstær og fullur af lifi. — Við dvöldum 6 daga á Palma en héldum síðan til Santa Ponsa með viðkomu í tslendinganýlendunni á Magalluf. Þaðan fórum við til Andraix og flugum heim. Og nú bíður Bonný i Andraix á meðan við söfnum fé til næstu stórreisu. Annars er ekki hægt að kvarta undan að þessi ferð hafi verið dýr. Hún stóð yfir í þrjá og hálfan mánuð og kostaði okkur um 1200.000 krónur. Og í næsta sinn ætlum við að halda okkur frá aðalferðamanna- stöðunum. Við urðum nefnilega áþreifanlega vör við að þar hika kaupmenn ekki við að hækka vörur sínar eða barþjónar drykki sína þegar útlendingar eiga í hlut. Reynslan kenndi okkur þó að vera alveg ófeimin við að skila vörum þessum til baka þegar við sáum innfædda greiða kannski helming af þvi verði sem okkur var ætlað að borga fyrir sömu hluti. Það kostar að visu nokkur læti en persónulega finnst mér allt betra en að láta plokka sig umyrðalaust eins og landanum hættir svooft til aðgera. JÞ 17. tbl. Vikan 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.