Vikan


Vikan - 24.04.1980, Síða 23

Vikan - 24.04.1980, Síða 23
þroska. Orðaforði hans yrði takmarkaðri og hvað þaðsnerti mundi hann aldrei ná jafnöldrum sínum. Ted skrifaði út ávísun á leikskólann „Kisulóru". Samt létti Jóhönnu ekki til neinna muna. Stundum klæddi Ted Billy á morgnana og fór með hann í leikskól- ann. En Billy kom aftur heim á hádegi og henni virtist dagurinn endalaus. Allar mæðurnar voru sammála um „að svona væru öll þriggja ára börn”. en það var ekki mikil huggun fyrir hana sem varð að striða við þá staðreynd að hann borðaði ekki brauðið sitt nema það væri skorið á sérstakan hátt, hann drakk ekki mjólkina sina ef hún var í glasinu með fílnum á heldur varð hún að vera í glasinu með myndinni af trúðnum. Hann neitaði að teikna á pappír ef á honum sást hrukka og borða ham- borgara ef á honum sást skorpa. Randy í leikskólanum átti gult þríhjól með bjöllu en ekki lúðri og tuttugu mínútum eftir að hreingerningakonan hafði hirt 20 dalina sína voru gólfin stöm af eplasafa. Og svo kom Ted heim á kvöldin og kvartaði undan þvi að allt kostaði svo mikið, að fyrirtækið gengi ekki nógu vel og kannski yrði að lækka við hann kaupið. En að minnsta kosti hafði hann vinnu til að fara í þar sem fólk ræddi verð á síðu og lesendafjölda. Ekki bara teiknimyndasögur. — Nei, Billy, þú mátt ekki borða issamloku í morgunmat. Og þó var hann svo indæll líka, svo yndislegur að horfa á, en það var ekki nóg. — Ég er að koma. Ég var á klósettinu. 1 guðanna bænum. geturðu ekki sjálfur náð í vörubilinn? — Mamma, ekki öskra á mig. — 1 guðanna bænum hættu að skæla. En hann grét enn hærra og hún tók hann í fangið og huggaði hann. En hún hafði engan til að hugga sig. FJÓRÐI KAFLI Hún lék Mjallhvít i skólaleikriti en sú Mjallhvít var með útbrot. Þegar hún var tilnefnd fegurðardrottning á árshátíð i gagnfræðaskólanum fékk hún útbrot. Þegar hún fór á fyrsta stefnumótið sitt við Philip, strák sem var við nám i Harvard, fékk hún útbrot. Foreldrar hennar voru ósínkir á að kaupa handa henni nýjar peysur, skartgripi og annað sem hún þurfti til að vera samkeppnis- fær á stórmarkaði hinna fullorðnu. Eða styrkja hana til að borga húsaleiguna fyrstu árin i New York. Svo að þau sendu henni ávísun. .Þegar hún átti i þriðja ástarævintýrinu með giftum manni fór hún að brjóta heilann um hvort slíkt væri orðið hluti af lífsmynstri hennar og hún fékk útbrot. Hún talaði við móður sína. Móður hennar fannst hún eitthvað svo annarleg og sendi henni þess vegna 25 dala ávisun til að kaupa sér eitthvað fallegt. I hvert sinn og eitthvað bjátaði á fékk hún útbrot — og foreldrar hennar geymdu hana alltaf i bórvatni. Þegar hún var að'býrja að læra vél- ritun og hraðritun fann hún strax til hins hræðilega kláða. Svo steyptist hún út af flekkjum sem litu út eins og skor- dýrabit. Þeir hurfu þó á nokkrum dögum en hún vár strax farin að hafa áhyggjur af næs'ta skipti. Hún átti erfitt með að þola taugaálag. Hún hélt skrif- borðinu sinu snyrtilegu og gætti.þess vel að dragast ekki aftur úr með verkefni svo að hún þyrfti aldrei að flýta sér um of. Hún gætti þess að láta ekki metnað sinn hlaupa með sig í gönur. Henni fannst allt i lagi að vera ritari svo framarlega sem hún væri góður ritari. Hana langaði ekkert til að líkjast þeim konum sem lögðu allan sinn metnað í frama eins ,og yfirmaður afritunar- deildarinnar sem hafði að vísu mikil völd en var taugaveikluð og leitaði huggunar í ofáti. Eða yfirmaðurinn í fjölmiðladeild sem deplaði augunum í sifellu. Hún vildi ekki fá útbrot. — Hvað er þetta? spurði Ted. Þau voru háttuð og byrjuð að búa sig undir að sofa saman en það gerðist ekki svo oft lengur. Kannski einu sinni í viku. Þriggja ára barn krafðist mikillar umönnunar. Þau voru bæði oft svo þreytt. — Ekkert. Ég hlýt að hafa borðað yfir mig af ávöxtum. Tennis reyndist rétta meðalið. Eftir nokkurra klukkustunda veru á tennis- vellinum hurfu útbrotin. Eftir nokkrar vikur var hún algjörlega orðin háð tennistimunum sinum. Foreldrar hennar höfðu greitt fyrir hana tennis- kennslu á menntaskólaárunum alveg eins og þau höfðu áður greitt fyrir píanó- tíma og danskennslu. Hún lék oft tennis á háskólaárunum og strákarnir sem hún lék við voru fullir aðdáunar á því að hún skyldi yfirleitt geta komið boltanum yfir netið. Hún hafði ekki leikið tennis svo oft eftir að hún flutti til New York. Stundum í sumarleyfum áður en hún hitti Ted. Hún lék aldrei tennis við Ted. Framhald í næsta blaöi. LANDSINS STÆRSTA LAMPAÚRVAL LAMPASKERMAR LOFTLAMPAR VEGGLAMPAR BORÐLAMPAR GÓLFLAMPAR STOFULAMPAR BORÐSTOFULAMPAR GANGALAMPAR ELDHÚSLAMPAR BLOSSOM Frábært shampoo BLOSSOM shampoo freyöir vel, og er fáanlegt i 4 gerOum. Hver og einn getur fengiO shampoo viO sitt hæfi. Reyndu BLOSSOM shampoo, og þér mun vel lika. Heildsölubirgðir. KRISTJÁNSSON HF. Ingólfsstrsti 12. simar: 12800 - 14878 SVEFNHERBERGISLAMPAR BAÐLAMPAR ÚTILAMPAR LESLAMPAR MÁLVERKALAMPAR VINNULAMPAR RÚMLAMPAR BARNALAMPAR HRÍSLAMPAR MÁLMLAMPAR GLERLAMPAR KRISTALLAMPAR TAULAMPAR MARMARALAMPAR VIÐARLAMPAR LJÓSKASTARAR LJÓS & ORKA Sudurlandsbraut 12 síini 84488 17. tbl. Vikan 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.