Vikan


Vikan - 24.04.1980, Blaðsíða 30

Vikan - 24.04.1980, Blaðsíða 30
Draumar Giftingarhringur födur míns Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að ráða þennan draum er mig dreymdi. Hann er svona: Mér fmnst ég vera komin heim til skólasystur minnar, er við köllum M. Mér er illa við þessa stelpu. Ég banka á dyr og Skop kemur hún til dyra. Ég spyr hvort bróðir hennar sé heima, því ég þurfi að tala við hann. Hún segir að hann sé inni í herbergi hjá sér og segir mér að fara inn. Þegar ég kom inn segir hann mér að setjast á rúmið sitt og geri ég það. (Þessi strákur í draumnum er ekki bróðir þessarar stelpu í alvöru. Ég man vel eftir andlitinu á honum en ég hef aldrei séð hann áður.) Þá segi ég að mér hafi verið sagt að hann hafi giftingarhring föður míns og ég segi líka að ég vilji ekki að móðir mín viti að hann hafi selt hann fyrir brennivín. Þá stakk hann upp á því að við skyldum ganga út og tala saman. Nœst þegar ég man erum við komin að búð langt frá húsinu sem ég var fyrst í. Þá verður mér litið út á sjóinn og sé ég þá flokk hreindýra hlaupa inn eftir flrðinum og tvœr stelpur á eftir þeim. Þá kemur hraðbátur á eftir þeim og í honum voru tveir strákar á bláum nærbuxum. Meðan á þessu stóð var ég alltaf að biðja strákinn að láta mig hafa hringinn því ég vildi ekki að móðir mín vissi að faðir minn hefði látið hringinn. Ég var að tuða þetta þegar ég vaknaði. Sporðdreki. Til þess að ráða þennan draum svo nokkurt mark sé á takandi hefði draumráðandi þurft að vita nafn stráksins í draumnum og stelpunnar líka. Líklegt má telja að draumurinn boði þér einhver vonbrigði í ástamálum en þó varla langvinn. Táknin eru fremur ógreinilega og ruglingsleg og ekki ólíklegt að þú gleymir einhverjum mikils- verðum atriðum í draumnum, sem þér finnst að skipti litlu sem engu máli. Eitthvað kemur draumurinn inn á fjárhagsafkomu sem verður venju fremur í góðu lagi. Hópur fólks ruddist inn í bílinn Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig um að ráða þennan draum fyrir mig því mér flnnst hann merkja eitthvað sérstakt. Og hér er hann: Ég átti að fara með skipi eitthvað út í lönd og fór ásamt fleirum niður eftir í bíl, þar á meðal var pabbi. Hann stoppaði bílinn niðri ísand- fjöru og hann og hitt fólkið gengu niður í skipið. Einhvern veginn vildi það svo til að ég fór ekki strax úr bílnum (sat frammi í). Þá réðst allt I einu hópur fólks inn í bílinn og ætlaði að stela honum. Ein kona í bleikri dragt og með sólgleraugu ruddist inn til mín og ætlaði að keyra af stað en ég náði lyklunum að bílnum. Á lyklakippunni voru lykill og blýantur. Ég hljóp út úr bílnum en þá sá ég að bíllinn fór af stað. Þau höfðu verið með lykil sem gekk að bílnum. Síðan labbaði ég niður í skip og fór um borð. Lagt var af stað skömmu síðar. 1 draumnum hafði ég enga káetu en fór að skoða mig um og sá hóp fólks við einhvers konar hreinsunarvinnu, þó ekki neins konar venjulega skips- vinnu heldur gólfskúringar og fleira. Allt fannst mér þetta gerast sama daginn og síðar þann dag tók ég eflir því að ég var orðin barnshafandi. Þá hræddist ég að mamma eða einhver tæki eftir þessu og það gerði hún einmitt en lét eins og þetta væri ósköp eðlilegt. Síðar sit ég uppi á einhvers konar spýtu og þá kemur til mín strákur, X að nafni, semég þekki vel. Hann segir: Við skulum engan láta frétta þetta. Þá sagði ég: Af hverju viltu það ekki, ekkert átt þú í barninu. „Jú, ” sagði hann, „ég á það. ” En ég sagði honum að það gæti ekki passað að ég væri ólétt því ég hefði aldrei hleypt strák upp á mig, þetta hlyti bara að vera eitthvað annað. „Nei, ” sagði hann, „þú manst bara ekki eftir því og ég rétt man það sjálfur. ” (Ég átti að hafa verið drukkin þegar það gerðist.) Og síðan var þessi strákur alltaf að aðstoða mig eitthvað, en mér leið mjög illa. Meira man ég ekki úr draumnum en vona að þú getir ráðið hann fyrir mig. Takk fyrir. 8879-2068 Flest táknin benda til talsverðra breytinga á högum þínum og tengjast þau fréttum sem þér berast innan tíðar. Farðu mjög gætilega í allar framkvæmdir og sérstaklega skaltu gæta þess að fara varlega með vín í samkvæmum. Hvernig til tekst um þessar breytingar á högum þínum er að mestu leyti undir þér sjálfri komið og þér væri happadrýgst að treysta ekki um of á aðra i þeim efnum. í lokin verður ýmislegt bjartara og með réttum viðbrögðum ættirðu að standa betur að vígi en áður var og eiga kost á fleiri en einni leið að settu marki. 30 Vikan 17. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.