Vikan


Vikan - 24.04.1980, Page 34

Vikan - 24.04.1980, Page 34
Fimm mínútur með Willy Breinholst Viggó litli er kominn upp í rúm og mál til komið að frændi gamli komi og segi eina góða sögu fyrir svefninn. Sagan á að fjalla um vonda úlfinn sem át ömmuna og frændi gamli — það er ég. — Þetta er svo óhugnanleg saga að það kemur ekki til mála að ég segi þér hana, er það fyrsta sem ég segi um leið og ég tylli mér niður við rúmstokkinn hjá Viggó litla. — Viltu ekki frekar að ég segi þér söguna um Nýju fötin keisarans? — Ég get ekki sofnað nema ég fái að heyra úlfasöguna! Það er þrjóska í svip Viggós, þrjóska og viljastyrkur. — Ókey, segi ég, þú færð þessa hryllingssögu þína en hlustaðu nú vel: — Einu sinni var lítil stúlka sem hét Rauðhetta. Hún átti ömmu sem var bæði gömul og veik og bjó langt úti í stóra ÞEGAR ÚLFURINN ÁT ÖMMU... skóginum. Dag einn segir móðir Rauðhettu við hana: — Elsku Rauðhetta mín! Geturðu ekki skotist með ellilífeyrinn, nokkur vínarbrauð og flösku af Egils- appelsíni til hennar ömmu þinnar úti í skóginum? Jú, jú, Rauðhetta fór út í skóg en þar varð á vegi hennar ógurlega stór úlfur með augu á stærð við undirskálar.... — Hægan nú, vinur, skaut Maríanna inn í. Þetta er úr Eldfærunum, þú mátt ekki rugla þessu öllu saman. — Hvers vegna ekki? Það sem skiptir máli er að drengurinn fái réttan skilning á sögunni — hann má ekki halda að þetta hafi verið einhver smáhundur sem Rauðhetta hitti . . . annars, það væri líklega betra að hafa hund í sögunni, drenginn dreymir illa ef honum eru sagðar hræðilegar úlfasögur svona rétt fyrirsvefninn! — Góðan daginn, sagði hundurinn, hvert ert þú að fara með þessa vinflösku? — Þú varst nýbúinn að segja að Rauðhetta hefði verið með vínarbrauð og Egilsappelsín meðferðis. — Jæja þá! Vínarbrauð og appelsín ... skárra væri það líka ef gamla konan væri að drekka vín, alein úti í skógi! Leggðu frá þér þetta myndablað og hlustaðu, drengur! Úlfurinn — hundurinn á ég við — hundurinn hljóp af stað og dró ekki af sér fyrr en hann var kominn alla leið að litla pönnukökuhúsinu þar sem amma gamla bjó. Hann var ekkert að hika við það heldur tókst á loft og stökk inn um einn gluggann á pönnukökuhúsinu og gelti svo hátt að amma gamla varð hrædd, hljóp inn á klósett og læsti að sér. Hundurinn lagðist þá upp í rúmið hennar, dró sængina upp að eyrum og svaf í 100 ár eins og Þyrnirós... — Hvað segirðu eiginlega, maður? Maríanna leit illilega á mig. Svaf í 100 ár? Vitleysa er Stjörnuspá llrúiurinn 2l.mars 20. jifiríl Naulifl 2l.upríl 2l.mai Vinur þinn gerir þér ómetanlegan greiöa. Virtu það við hann því i raun og veru áttir þú þetta ekki skilið vegna framkomu þinnar, sem hefur verið i meira lagi ámælisverð. Mikill lífsleiði hefur hrjáð þig að undanförnu og hefur haft slæm áhrif á framkomu þína gagnvart nánustu vinum og ættingjum. Hresstu þig við því betri tímar renna upp innan tiðar. Ttíburarnir 22.mai 21. júni Varastu að gera þér of háar hugmyndir um vináttu og ást því það gæti valdið þér sárum vonbrigðum seinna. Reyndu að njóta sem mestrar útiveru því heilsan er ekki sem best. hr.-'hhinn 22.júni 2.V júli Hafðu vakandi auga með öllu sem gerist í kringum þig. Auknar líkur eru á þvi að þig hendi eitthvert happ sem gerir ýmislegt léttara en verið hefur á síðustu vikum. I.jonið 24. juli 24. ii<ú*l Rólegir tímar fara i hönd og þú nýtur lifsins í ríkum mæli. Reyndar hefurðu átt við nokkra erfiðleika að stríða undanfarið og átt því hvíldina fullkomlega skilið að lokum. Mcjjiin 2-í.;iiíúsl 2.Vu-pl. Skipuleggðu tima þinn eins vel og þú getur því mikið annriki er fram- undan. Allt er að vísu með betra móti innan fjölskyldunnar og skapið því léttara en oft áður. \»líin 24.\cpc. 2.V«hl. Hroki og kæruleysi eru ekki bestu hjálpartækin við að ná árangri i lífinu og afla nýrra vina. Reyndu að lita atburði og fólk öðrum augum og gleymdu ekki að taka tillit til annarra. Sporúclrckinn 24.«kl. !í.\.n«\. Andlegt ástand þitt er ekki upp á marga fiska enda rökrétt afleiðing af heilabrotum í einveru og volæði. Hertu þig upp og farðu út að hitta annað fólk, enda ýmis- legt óvænt í vændum. Ilntíiiiaúurinn 24.n«\. 2l.úcs Dugnaður þinn og áhugi er ódrepandi, enda vikan viðburðarík og spennandi. Flest gengur sinn vanagang heima fyrir en likur á hreyfingu þar þegar helgin nálgast. Slcingcilin 22.úcs. 20. jan! Eitthvað sem þú hafðir undirbúið fer á annan veg en þú ætlaðir og þú tekur það allt of nærri þér. Vandinn leysist með timanum og engin ástæða til að láta sér fallast hendur. \alnshcrinn 2l.jan. lú.fchi. Fiskarnir 20.fcbr. 20.mars Hvar sem þú ferð vekurðu athygli fyrir dugnað og jákvæð framkoma þín hefur áhrif á fólk í kringum þig. Berðu höfuðið hátt þótt rógburð beri að eyrum, þvi undirrótin er öfund. Vikan byrjar með ýmsum áföllum og þér virðist sem ekkert muni ná fram að ganga. Láttu þetta ekki ná of sterkum tökum á þér því siðari hluta vikunnar verður hamingjusólin hátt á lofti. 34 Vikan 17. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.