Vikan


Vikan - 24.04.1980, Qupperneq 35

Vikan - 24.04.1980, Qupperneq 35
þetta, það vita allir að úlfurinn át ömmuna. — Ég hélt að við hefðum verið sammála um að hafa hund í sögunni. Svo lengi sem ég segi þessa sögu þá skal úlfurinn ekki fá að snerta hár á höfði aumingja gömlu ömmunnar. Er ekki nóg að hundurinn reki gömlu konuna fram úr rúmi sínu og láti hana skjálfa á blautu baðherbergisgólfinu? Það fær mig enginn til að lýsa því hvernig úlfar fara að því að rífa hendur og fætur af gamal- mennum langt frá öllum manna- byggðum. Það hljóta að hafa verið sjúkir menn sem bjuggu til þetta ævintýri í upphafi. Svona ævintýri geta verið góð fyrir fullorðið fólk, sérstaklega á slæmum tímum eins og við búum við núna. En ef á að fara að segja þau börnum þá er það skylda sögumanns að ritskoða efnið rækilega svo það valdi ekki varanlegum skaða. Ef ég læt hundinn fara að gleypa ömmu gömlu í heilu lagi verður það einungis til þess að Viggó litli verður skíthræddur við alla hunda það sem eftir er. En Maríanna er ekki af baki dottin: — Þú getur ekki skipt á úlfi og hundi í sögu sem þessari. Og því get ég lofað þér að ef þú vilt fá almennilegan endi á söguna þá kemstu ekki hjá því að fórna ömmunni í lokin.... — Aldrei! Hún er bæði gömul og veik og sé þess einhver kostur þá skal ég halda í henni líftór- unni þar til yfir lýkur. En hlust- aðu nú vel á, Viggó minn. Rauðhetta kom um síðir inn í pönnukökuhúsið og sagði við hundinn sem lá í rúmi ömmunn- ar: — Hvers vegna ertu með svona löng eyru, amma mín? — Jú, sjáðu til, svaraði hundurinn, það er vegna þess að ég er Cocker spaniel og eins og allir vita eru þeir með löng, lafandi eyru. Svo stökk hann fram úr rúminu, át allt vínarbrauðið og sullaði í sig Egilsappelsíninu þannig að Rauðhetta fékk ekki neitt. Svo er sagan ekki leng... — Hvernig var það með veiðimanninn sem fyllti maga úlfsins — ég meina hundsins — með grjóti? Maríanna var óþreytandi við að beina mér inn á réttar brautir. — Já, segðu mér allt um það, frændi! Nú er mér vandi á höndum. Ég sit drjúga stund og velti fyrir mér hvernig ég fari að þvi að koma þessari vítaverðu meðferð á dýrum heim og saman við þá skynsamlegu sögu sem ég tel óhætt að segja 5 ára snáða. — Jú, sjáðu nú til. Veiðimaður einn, sem af tilviljun átti leið fram hjá pönnukökuhúsinu, varð þess var að óþekki hundurinn, sem alltaf var að stríða kanínunum í skóginum, var kominn inn í pönnukökuhúsið til ömmu gömlu. Að vanda brást hann skjótt við, flæmdi hundinn út úr húsinu og írafárið var svo mikið að vesalings hundurinn féll ofan í brunn sem var fyrir utan húsið. Veiðimaðurinn flýtti sér að byrgja brunninn með grjóti þannig að öruggt væri að hundurinn slyppi ekki upp fyrr en félagar úr dýraverndunar- félaginu kæmu og tækju á honum fulla ábyrgð í framtíðinni. Og þannig endaði þetta allt vel eins og í öllum góðum ævintýrum. Amma hresstist öll við og var sett á elliheimili enda ótækt að svona gömul kona búi ein síns liðs langt inni í skógi og í húsi sem ekki einu sinni er einangrað. — Hvernig hresstist hún, frændi? — Það var þannig .... á svip Maríönnu sé ég að nú er hún viss um að ég sé kominn í klípu. En svo er aldeilis ekki. Ég er tilbúinn með lausn á öllu saman. — Amma hresstist vegna þess að hún át ekki öll vínarbrauðin. Ef hún hefði gert það þá hefði henni orðið meira en lítið illt í maganum. Þú verður að muna að það borgar sig aldrei að borða fleiri en eitt vínarbrauð í einu. Farðu nú að sofa, vinur. En það er af og frá. Drengurinn vill fá meira að heyra. — Segðu mér söguna um Litla Kláus og Stóra Kláus. Ég er harður í horn að taka og lýsi því yfir að dagskránni sé lokið í kvöld. Fyrir nú utan að sagan um Kláusana tvo er svo grimmúðleg að tæpast er hægt að hafa hana eftir, hvað þá í návist lítilla barna. Ef segja á þá sögu verður að umskrifa hana frá byrjun og fram á síðasta staf. Hvernig á maður að geta sagt litlum börnum frá því að dáin kona sé drepin í annað skipti með exi, síðan sett upp á vagn og ekið með hana á krá þar sem tilraun er gerð til að drepa hana í þriðja skiptið. Á maður kannski að segja börnum umhugsunar- laust frá því þegar sveitakonan drekkur, svallar og skemmtir sér með öllum sem vilja á meðan bóndi hennar er fjarstaddur. Eða þá um kúasmalann sem troðið er í poka og hent í á þar sem hann drukknar á kvala- fullan hátt? Er einhver hemja að segja börnum slíkar sögur 5 minútum áður en þau fara að sofa? Skoðun mín er sú að slíkt nái ekki nokkurri átt. — Ef þú ferð ekki að sofa núna þá kemur ljóti karlinn og tekur þig! Ég er orðinn þreyttur og sé enga ástæðu til að útskýra hver þessi ljóti karl er. Þýð.: ej 17. tbl. Vikan 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.