Vikan


Vikan - 24.04.1980, Page 42

Vikan - 24.04.1980, Page 42
Amana- örbylgjuofnar: 5 geröir — Amerísk gœðavara — Fyrir grillstaði, mötuneyti, söluturna og heimili. Stentofon kallkerfi fyrir fyrirtœki, verksmiðjur, frystihús og annan atvinnurekstur, frá tveimur tœkjum og uppúr. Kathrein-loftnet og -magnarakerfi: Margar gerðir fyrir fjölbýlishús og einbýli Þjónusta á staðnum GEORG ÁMUNDASON & CO. SUÐURLANDSBRAUT10 - SÍMI81180 OG 35277 SABA /Hrmana Saba litsjón varpstœki: eru v-þýsk gœðavara 1 árs ábyrgð á verki 3 ára ábyrgð á myndlampa Greiðsluskilmálar Til 20”—22”—26” Eru í vönduðum viðarkössum Smásaga Vertu sæll, pabbi heima hjá sér. Hann gat lifað þægilegu lífi. Hann hafði aldrei verið auðugur að veraldlegum gæðum. Auður hans fólst í að eiga og ala upp Barböru — og Trygg. Hann bar eldspýtu að pípunni sinni og horfði niður á veginn sem lá út úr þorpinu—og út úr lifi hans. Nú, jæja hann hafði gert dóttur sína stolta. Flestir þorpsbúar sögðu honum að þetta hefði verið stórkostlegt brúðkaup. Hann var enn í svörtu fötunum sínum, með hvítu nellikuna og i svörtu skónum og honum fannst hann ekki falla inn í umhverfið. Hann hafði alltaf komið hingað í „labbifötunum” sinum. Honum varð hugsað til hinna ýmsu orða sem Barbara hafði notað. Hún var einstök stúlka og hún skildi hvers vegna hann hafði ekki viljað veifa á eftir bílnum með gestunum. Vikum saman fyrir brúðkaupið hafði hann barist við tilfinningar sínar. Athöfnin og veislan voru til þess að gleðjast með fólkinu. En hann vildi vera hérna- uppi á hæðinni þegar Barbara færi. En hvernig var hægt að út- skýra slíkt fyrir stúlku á stærsta degi ævi hennar? Barbara hafði leyst þann vanda. Hann hafði ekki þurft að segja neitt. Siðustu nóttina hennar heima i litla húsinu þeirra lagði hún handleggina um háls hans. Þannig hafði hún alltaf minnt hann á hve vænt henni þótti um hann. Hún var vön að tala alltaf i stríðnislegum en jafn- framt hlýjum tón. En allt í einu leit hún í augu hans og rödd hennar breyttist. „Þú verður uppi á hæðinni þegar ég fer á morgun, er það ekki, pabbi?” Mótmæli hans urðu að engu. Hún krafði hann ekki svars. Hún vissi og skildi. „Þetta verður alveg sérstakt, pabbi," sagði hún. „Sérstakt og heilagt. aðeins okkará milli.” „Okkar og hundsins," sagði hann þá og brosti. „Já, einmitt. . .” Augnaráð hennar varð fjarrænt. „Og auðvitað Tryggur. Hún hélt enn utan um hann og bætti við: „Tryggur er það næstbesta sem þú hefur gefið mér, pabbi.” „Hvaðvar þá þaðbesta?” Það hljóp roði i kinnar hennar og í augum hennar blikuðu tár. „Auðvitað þú, pabbi. Þú ert alltaf það besta sem þú hefur gefið mér.” 42 Vlkan 17. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.