Vikan


Vikan - 25.12.1980, Síða 3

Vikan - 25.12.1980, Síða 3
52. tbl. 42. árg. 25. des. 1980 — Verð kr. 1800 (18.00 nýkr.) GREINAR OG VIÐTÖL: 8 Nú árið er liðið . . . hagnýtar vísbendingar um mjöð og mungát. KÆRLEIKSHEIMIUÐ 18 Áramótauppgjör — Vikan finnur fólk á förnum vegi og spyr um fáránlegasta atvikið á liðnu ári. 24 Ævintýri á gönguför um Arnarvatnsheiði — síðari hluti. 44 Guðfinna Eydal skrifar um breytingaskeið karlmannsins. SÖGUR: 22 Willy Breinholst: Orkideur handa Fjólu. 36 Ellefu dagar í snjó — framhaldssaga. 42 Aumingja Jens — úr nýjum bókum. 46 Hverjum klukkan glymur — úr nýjum bókum. ÝMISLEGT: 3 Kærleiksheimilið. 4 Með rauðan skúf í upphlut — ýmislegt um þjóðbúninga. 12 Myndir Halldórs Péturssonar. 16 Mest um fólk — frumsýningarhátíð Urban Cowbov í Reykjavík. 22 Stjörnuspá. 31 Átta ágætar ábætiskökur. 48 Vetrartískan fvrir 50 árum. 49 Steikt lambslifur í rjómapaprikusósu. 51 Draumar. 52 Myndasögur og heilabrot. 62 Pósturinn. VIKAN. Utgefandi: Hilmir hf. Ritstjórí: Sigurður Hreiðar Hreiðarsson. Blaðamenn: Anna Ólafsdóttir Bjömsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Jón Ásgeir Sigurðsson, Þórey Einarsdóttir. Útlitsteiknarí: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndarí: Ragnar Th. Sigurðsson. RITSTJÓRN Í SÍÐUMULA 23, simi 27022. AUGLÝSINGAR: Birna Kristjónsdóttir, simi 85320. AFGREIÐSLA OG DREIFING i Þverholti 11, sími 27022. PósthóK 533. Verð i lausasölu 1800 kr. (18.00 nýkr.). Áskríftarverð kr. 6000 pr. mánuð (60.00 nýkr.),kr. 18.000 fyrír 13 tölublöð órsfjórðungs- lega (180.00 nýkr.) eða kr. 36.000 fyrír 26 blöð hóHsórslega (360.00 nýkr.). Áskríftarverð greiðist fyrirfram, gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ógúst. Áskríft í Reykjavík og Kópavogi greiðist mónaðerlega. Um inálefni noytenda er fjallað i samróöi við Neytendasamtökin. Um áramót er viðeigandi að klökkna, draga fram fjölskyldu- albúmin og vinna alls kyns brot- gjörn heit. Ritstjórn Vikunnar hefur ákveðið að draga fram fjölskyldualbúmið og opna það upp á gátt, lesendum til gagns og gamans. En þegar til átti að taka reyndist albúmið heldur tómlegt. Svo fór sem oft vill fara, að þegar börnunum fjölgar hættir fjölskyldan að taka myndir. Fjölskyldan brá því undir sig betri fætinum og skellti sér í myndatöku. Valinkunnur Dagblaðsljósmyndari stillti sér aftan við myndavélina og rit- stjórnin fór í sitt skásta púss og stillti sér upp. En ljósmyndarinn var ekki allur þar sem hann var séður og satt að segja fór hann illilega á bak við ritstjórn- ina með hliðargreindum afleiðingum. Það hafði aldrei staðið til að ljóstra upp unt það sem fram fer á bak við tjöldin á Vikunni. Slétt og fellt yfirborð hefur verið aðalsmerki ritstjómar- innar og þvi má ætla að eitthvað búi að baki þessu tiltæki Ijósmyndarans. Málið hefur verið sent í rannsókn en niðurstöðu er vart að vænta fyrr en málið er fyrnt. Heimilisfaðirinn er Borg- mundur II. Jónsson og sér til hægri handar hefur hann hægri hönd sína og auk þess son sinn, stúdentinn Birni Kristjánsson, sem augljóslega hefur mikið dálæti á föður sínum. Húsfreyja og stórmóðir staðarins, Sigriður Hreiðarsína, heldur á viðkvæma litla barninu sínu, sem er holdtekja hjálpar- fólks Vikunnar, vel hærður en viðkvæmur angi sem verður að hlúa velað. Hrafn Hildimundur, sonur þeirra hjóna, festist með nokkrum erfiðismunum á filmu. Hann hefur ekki verið heima um nokkurt skeið. Hann brá sér þó í röndóttu peysuna og sparibrosið og kleip Þóru Bergnýju systur sína laust í tilefni dagsins. Það er hún sem stendur fyrir framan hann, þessi litla, ljúfa stúlka með sætu slaufurnar sínar. Strákurinn keiki við hliðina á henni er, ótrúlegt en satt, bróðir hennar, skilgetinn, að því er sagt er. Honum var gefið nafnið Þóreyjólfur en það er svo langt síðan að allir eru löngu hættir að kalla hann því nafni. Systurnar Ragna og Jóna Ásgerður voru að vanda í sínu besta skarti. Ragna passaði litlu systur sína einstaklega vel og drengilega meðan á myndatöku stóð. Heimilishundurinn Annar, sem er annar hundur fjölskyldunnar — sá fyrsti hét Fyrsti — fór hjá sér þegar myndin var tekin, en sem betur fer sést það ekki á myndinni. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að Annar er ekki tík. Dagblaðsljósmyndarinn, Einar Ólason, var úr allri hættu síðast þegar fréttist en verður að dvelja á gjörgæslu enn um sinn vegna undarlegs krampa í hægri uppkinn. Gleðilegt ár, þökkum les- endum samfylgdina á liðnu ári og eitt áramótaheit: Við skulum aldrei gera þetta aftur! Forsíóa Höfuð á forsíðu lagði ritstjórn Vikunnar til en myndina gerði Anna Ólafsdóttir Björnsson og naut liðsinnis fyrrgreindrar ritstjórnar við málunina. Göt sagaði Þorbergur Kristinsson. Einar Ólason tók myndina i samvinnu við Ragnar Th. Sigurðsson. 52. tbl. Vikan 3

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.