Vikan


Vikan - 25.12.1980, Blaðsíða 5

Vikan - 25.12.1980, Blaðsíða 5
II Vikan og Heimilisiðnaðarfélag íslands saumum fyrir fullorðna, en þar hafa nokkrir nemendanna unnið barna- búninga. Kennari á námskeiðinu og stoð og stytta nemend- anna var Elín Jónsdóttir. Elín sneið búningana en konurnar saumuðu. Lögð var áhersla á vönduð efni og vandaða vinnu. Þjóðbúningurinn er í eðli sínu varanleg eign og gengur ósjaldan frá kynslóð til kynslóðar. Engin gerviefni voru notuð og allt var saumað í höndum nema lengstu saumar. Búningurinn sem í daglegu tali er nefndur upphlutur skiptist í skyrtu, bol (upphlut), pils og svuntu. Húfa er borin við. Skyrturnar eru úr einlitum bómullarefnum. Bolurinn eða upphluturinn er oftast hafður úr bómullarflaueli. Hann er ýmist lagður balderuðum borðum eða svonefndum líberíborðum. Líberíborðarnir eru ofnir með gull- eða silfurþræði og voru uþphaflega og eru notaðir á einkennis- búninga. Silfrið sem notað er á búninginn, það er að segja millur, reim, hólkur, næla og svuntu- hnappur, er langdýrasti hluti búningsins. Ekki er nauðsynlegt að eignast allt silfrið í einu. Upphluts- silfur er og gjarnan dýrmætir erfðagripir. Pilsið er úr dökku ullar- efni og er látið ná niður fyrir hnésbætur á stærri stúlkunum en er haft styttra á þeim minni. Svuntan er ýmist úr sama efni og skyrtan eða úr köflóttu handofnu ullar- efni. Flestar stúlkurnar eru með handprjónaðar húfur. Ein þeirra minnstu hefur svokallaðan bát og önnur er með sþaðahúfu. Sþaðahúfan er gerð eftir gamalli fyrirmynd af Þjóðminjasafni. Námskeiðið tók sjö kvöld og kostaði gkr. 40.000 (nýkr. 400). Heildar- efniskostnaður er á bilinu gkr. 150-170.000 (nýkr. 1500-1700). Þar af vegur Hlfrið langþyngst. Átta millur og reim kosta gkr. 60.000 (nýkr. 600), hólkur gkr. 40.000 (nýkr. 400) og svuntuhnappur og næla gkr. 25.000 (nýkr. 250). En getur hver sem er saumað þjóðbúning aðeins ef hann fær leiðsögn? Þetta virðist vera býsna flókið og ekki á hvers manns færi. Þessari spurningu svaraði Elín á þá leið að það væri með þjóðbúningasaum eins og svo margt annað, þeim sem gætu unnið af natni og þolinmæði væri þetta kleift en öðrum ekki. 52. tbl. Vlkan S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.