Vikan


Vikan - 25.12.1980, Side 43

Vikan - 25.12.1980, Side 43
Úr nýjum bókum hlutanna eftir að hann var dauður. Hins vegar tók hann eftir fjárfesting- unni. Teikningin lá i töskunni og þar að auki skissurnar. Ef Donni hefði áhuga og borgaði vel slyppi hann kannski við aðfara til Gests. Donni át, og hellti úr annarri rjóma- könnunni út í bollann sinn. Skál, hvislaði hann eins hátiðlega og hægt er að hvísla. Framtíðin er sannarlega björl. bætti hann viðfullum rómi. Jens gat ómögulega samsinnt því. Tónninn í Maju var ekkert björgulegri en venjulega. og ennþá var óvist hvort honum tækist að krafsa sér saman í farseðilinn svo hann gæti veifað honum frantan I hana. Fyrir siðasakir dreifði hann áhyggjum sinum út yfir allt þjóðfélagið og sagði að sér fyndist útlitið vægast sagt svarl. Heldurðu að ég sé að skála fyrir framtið allrar þjóðarinnar. sagði Donni. Ónei. góðurinn. ég er að skála fyrir ntinni eigin framtíð og sona minna. Þeir eru allir á grænni grein núna. Og Donni hélt ofurlitinn ræðustúf um kúnstina aðlifa. Það talar enginn um þá list. en hún er ekki minni en ykkar hinna. Fyrst þarf maður eitthvað kapital, það er klárt. en samböndin og að vera réttu megin og svo auðvitað að kunna að gripa gæsina þegar hún gefst. þaðer þaðsem gildir. Jens hugsaði með sér að hann skyldi sýna hverjum sem væri að hann kynni að lifa lifinu ef hann aðeins hefði alltaf það sem við ætti að éta. En nú var hann tekinn að óróast. Menn voru að yfirgefa staðinn. og ennþá vissi hann ekkert hvað Donni vildi honum. Æskuvinurinn pantaði aðra rjóma- könnu og hélt rólegur áfram ræðu- höldunum á meðan Jens dreypti á köldu kaffinu. Það fyrsta sem þarf að gera cr að tryggja sig í lifinu. Góð staða og fjár- hagslegt öryggi verða að fara saman. Maður þarf að liafa vit á að haga sér rétt. og það þykist ég liafa gerl. Bara það sem hangir uppi á veggjum fjölskyldunnar stendur fyrir sinu. Aðal- verðmætin. þau eru uppi á loftinu hjá mér. Eg hef alltaf haft augun opin og verið snöggur að ná i þá ungu ef mér á annað borð list á þá. En það rnunar mest um þá gömlu. Eg veit varla orðið sjálfur hvers virði hau eru. Eins og ég sagði áðan. menn tleyja ekki nenta einu sinni. og úr þvi byrja þeir að hækka. Mikiðasskoti hafa þeir annars hækkað sumir frá þvi ég náði í þá. Loksins tók Donni eftir að salurinn var orðinn tómur og þjónarnir farnir að undirbúa komu hádegisgesta. Þá hallaði hann sér skyndilega yfir ÍIE S> H U Líney Jóhannesdóttir ÚTGEFANDl: Mál og menning borðið og spurði eins og í trúnaði: Hvað geturðu annars látið mig fá góði? Jens vafðist lunga um tönn. Spurningin kom honum eftir allt á óvart. Eins og þú veist er ég fyrst og fremst myndhöggvari og hef lítið gert af því að mála. En ég teikna töluvert. Ég veit allt um það sagði Donni og saup drjúgum úr bollanum. Það sagði mér málari að þú gætir verið snjall að teikna mannamyndir ef sá gállinn væri á þér. Jens greip töskuna sina. Nú var urn að gera að vera séður. Af tilviljun er ég með eitthvað sem þú getur litið á ef þú vilt. Þegar nafnið er frægt kaupi ég óséð. þó það sé ekki annað en strik og slettur úr penna. Eftir þig og þína líka kaupi ég ekkert óséð. Þá lá við að fyki i Jens. Hann langaði ekkert að sýna Donna teikninguna af stúlkunni. í staðinn rétti hann fram skissurnar. Donni skoðaði þær lauslega. Þetta eru bara venjuleg hross og annað dót. Þú mátt ekki misskilja. ég er mikill hestavinur. en i augnablikinu er ég að leitaaðöðru. Hér er ég með teikningu líka. Uni leið og Jens sleppti orðinu sá hann eftir þvi. Stúlkan var svo falleg og myndin kannski það besta sem hann hafði gert. Reyndar er ég búinn að lofa henni. bætti hann við. Þú ert auðvitað að Ijúga svo þú fáir hærra verð fyrir hana. sagði Donni og tók við myndinni. Jens varð illa við að sjá hvernig Donni starði á hana. Hún verður afardýr. sagði hann og hryllti við rauðu drykkjumannsandlitinu yfir stúlkumyndinni sinni. Erlu kannski hræddur um að ég geti ekki borgað, sagði Donni. fyrirlitlega. Vinur minn á að fá hana, endurtók Jens. angistarlega. Hún hlýtur að vera frönsk þessi. sagði Donni og hló niðri í sér. Svona ntellur eru ekki til hér. Ég tek hana strax. Nú var Jens nóg boðið. Gestur vinur minn á að fá þessa mynd. Ég læt hana ekki i hendurnar á öðrum. Ekki það, nei. Donni horfði fljólandi augum á Jens. Og þú heldur að ég hafi áhyggjur af því. Biðum annars við. Gestur segirðu. Það er hann já sem trúir á samvinnu og samhjálp og hvað það nú allt heitir. Syndicalismi, anark- ismi, kommúnismi, eða framsókn. mér er sama hvað það heitir. Það er allt sami grautur í sömu skál. Við segjum aftur: Lifi samkeppnin. Eins dauði er annars líf. Jens er að reiðast þangað til að kontin er móða fyrir augun. Merkilegt nokk þá er hún rauð. Segðu bara til, ég borga. segir Donni sigurviss og dregur upp ávísanaheftið. Þá grípur Jens tækifærið, tekur myndina sem skjótast og setur á bak við töskuna. Og nú vill hann komast út. Donni áttar sig ekki strax. en þcgar hann sér að myndin er horfin og Jens á leiðinni til dyra öskrar hann: Helvítið þitt. láltu mig fá hóruna mina eins og skot eða ég skal sjá um ... í þvi er gripið þéttingsfast aftan i öxlina á Jens og handleggurinn keyrður aftur á bak. Hinn er ennþá frjáls. Með honuni þrýstir hann töskunni fast að brjóstinu. Jens er óður i að komast burt. en drjólinn fyrir aftan heldur fast i öxlina og handlegginn. Náið af honum myndinni. piltar. ég á hana. skipar Donni. Þessi orð margfalda kraftana í Jens. Það brestur hált í jakkanum. Hann hefur rifiðsig lausan. Þaðerekki tinii til neins annars en að þjóta í loftköstum úl og hlaupa. Á snaganum hangir frakkinn lians. nýr og góður. Það verður að ráðast hvað um hann verður. Eigandinn leggur varla i að sækja hann eftir aðra eins meðferð. Jens er ekki eltur. Samt þykir honum vissara að hlaupa þangað til hann kemst inn í biðskýlið. Þar getur hann litið á myndina í rólegheitum. Hún er óskemmd, og hann andar léttar og kemur henni fyrir í töskunni. Fólkið sem bíður glápir á hann. Jens uppgötvar fljótlega hvers vegna. Ermarnar á jakkanum eru orðnar allt of langar og þrátt fyrir hlaupin er honunt kalt í bakið. Jens þrýstir sér upp að vegg. Var þaðekki hundingslegt að fara svona með hrekklausan listamann? Verst var að geta ekki náð sér niðri á Donna. Reyndar tókst honum ekki að hafa út úr honum myndina. Stúlkuna gæti hann varla þekkt heldur. Þar hafði hann þó sjálfur undirtökin. og Jens verður dálitið hróðugur. Strætisvagnar koma og fara og fólk þyrpist I þá á meðan Jens reynir að hressa sig upp. Nú þarf hann að koma sér burt. og hann verður að hlaupa, því ekki er nokkur leið að ganga eins og settlcgur borgariallurgauðrifinn. Hann er ennþá á besta aldri og á að þola dálitil hlaup. Stutt frá er opinbcrt stórhýsi og þar vinnur kunningi hans. Þangað ætlar hann fyrst. Hann verður að fá næði til að átta sig á hlutunum. 1 matartimanum eru fáir á ferli á göngunum. Það er blóðbragð i munninum á Jens, og honum líður illa i lyftunni upp á fjórðu hæð. í hinum enda gangsins er skrifstofa mannsins. Jens lemur og hamast á hurðinni, en það kemur fyrir ekki. hún er harðlæst. í þessum langa gangi eru engin sæti. svo Jens tyllir sér í glugga- kistuna. Nú getur hann skoðaðjakkann. Heiftin úl í Donna magnasl á ný þegar hann Sér rifuna. Hann verður að fara heini til Gests svona útlítandi. þvi til Parísar skal hann komast. Honum er ekki gefinn tími til að hugsa meira. i sömu andrá birtist maður og spyr mcð þjósti: Hvurn fjandann ert þú að flækjast hér um? Þaðer hverjum manni nóg að lenda i útistöðum einu sinni á dag og lítið vit i að láta rífa utan af sér það sem eftir cr al' spjörunum. Jens bíður heldur ekki boð anna. Við lyftuna standa nokkrir menn. Kannski er Donni kominn á heilann á Jens, því honum finnst þeir allir líkjast honum og þeysist niður stigana lil öryggis. Það er fyrst niðri á götunni í kulda- næðingnum að Jens tekur við sér og umturnast. Hvurn djöfulinn kom þessum vind- belg það við þó hann tyllti sér i glugga- kistuna? Þetta var opinber stofnun, reist fyrir peninga skattborgaranna. Allir höfðu jafnan rétt til að koma þangað inn og tylla sér i gluggakistu þegar hvergi voru sæti. Það næðir um Jens og hann l sýgur upp í nefið. I—i 52. tbl. Vikan 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.