Vikan


Vikan - 22.01.1981, Page 22

Vikan - 22.01.1981, Page 22
Sigurður Hreiðar tók saman Sagt er aö kötturinn hafi niu lif. En hvað um mannskepnuna? Á hún fleiri en eitt? Fæðumst við aftur og aftur, sem ný persóna á nýjum stað? Er mögulegl að meðal lesenda sé maður, annars hvors kyns, sem eitt sinn var kannski Georg VIII eða Egill Skallagrímsson? Við vitum þetta ekki — ekki ennþá. En á öllum timum hefur verið til fólk sem hefur eitthvað sem sumir kalla minni um fyrri jarðvist og sumar sögur af því koma svo vel heim við þær heimildir. sem hægt hefur verið að kanna. að furðulegt má kalla ef ekkert er þar á bak við, nema svo sem eins og fjar- hrif, hvað þá ef hægt er að spinna þær upp. svo góðar „heimildasögur" sem sunit af þeim er. Hefur þú nokkurn tima komiðá frant- andi stað og verið gripinn þeirri bjarg- föstu og undarlegu tilfinningu að þú hafir komið þarna áður? Eða hefur þér nokkurn tima fundisl reynsla, sem ætti að vera þér ný, vera eitthvað sem hefur borið fyrir þig áður? Hvort tveggja mun nokkuð algengt og ógleymanlegt þeim sem fyrir þvi verða. Reynsla af þessu tagi er eitthvað svipað þvi sem gerist með fólk sem man fyrri jarðvistir. nema miklu óljósari. En hæfi- leikinn virðist vera með mörgum. það þarf aðeins einhverja ákveðna tengingu til þess að hrinda minninu af stað. 1936 gerðist óvæntur atburður i kvikmyndahúsi i Liverpool á Englandi. Verið var að sýna kvikmyndina Tudor Rose, þar sem Lady Jane Grey er leidd á höggstokkinn. Það var grafarhljóð I bíóinu þegar kom að aftökunni. en þegar Lady Jane laut fram á högg- stokkinn kvað við nistingsóp I áhorfenda- salnum. Ung stúlka stökk á fætur. baðaði út handleggjunum og hrópaði: „Þetta er allt vitlaust! Allt vitlaust! Ég sá aftökuna! Svo féll stúlkan í öngvit. Viðstöddum brá heldur en ekki í brún. því jafnvel þótt það hefði ekki verið öllum Ijóst áður hafði komið glögglega frant i myndinni á hvaða tíma hún átti að gerast, svo enginn fór i grafgötur utn að ef stúlkan hefði verið viðstödd af- tökuna hlyti hún að vera orðin fast að fjögur hundruðára gömul. Stúlkan. Dorothy Jordan vélritari frá Belfast á írlandi. var nú borin fram i anddyri og þegar hún rankaði við sér virtist hún mjög undrandi yfir fötunum sem hún var i. Það var engu líkara en hún byggist við að vera I fötum frá Tudortímanum. Sniánt saman kom svo saga hennar i Ijós. Meðan hún horfði á myndina var eins og hún flyttist I aðra tilveru. Í myndinni var Lady Jane Grey látin veifa eigin- manni sínum, Guilford Dudley lávarði, þegar hann var leiddur á aftökupallinn. Þetta gerði hún út um gluggann á dýflissu sinni i Tower. Hv^ðer nú þetta? hugsaði Dorothy. það er alls ekki hægt að sjá út uni gluggann. hvað þá veifa út /«j p|| œm ÖSS5 =?3 I J • »4| fí i~z r ■>? -■'■■ >":■ 1-S Lady Jane Grey var systurdóttir þess frœga (eða illræmda) Hinriks 8. og var útnefnd drottning við fráfall Játvarðs 6. árið 1553, þá nýgift Guil- ford Dudley lávarði, aðeins 16 ára að aldri. Hún hafði aðeins rikt i 10 daga þegar hún var látin afsala sér drottningartitlinum, sem hún gerði með glöðu geði, en síðan var hún handtekin og stungið i fangelsi — í Tower of London — þar sem hún mátti dúsa i sjö mánuði. Þá sá Blóð-María sár færi á að taka eiginmann Jane Grey af Kfi fyrir uppreisnartilraun og þótti vissara að Jane Grey færi sömu leið. — Myndin sýnir hluta af teikningu sem George Cruikshanks gerði af atburðinum á fyrri hluta 19. aldar. HVE MÖRG LÍF HEFUR MAÐURINN? Er minning um fyrri tilvist möguleg? 22 ViKan 4- tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.