Vikan


Vikan - 22.01.1981, Blaðsíða 38

Vikan - 22.01.1981, Blaðsíða 38
Fimm mínútur með Willy Breinholst Jæja, hvað finnst þér þá? Eg er alltaf fyrsti maður til að viðurkenna að ég er ekki full- komnasti eiginmaður í heimi. Hver er alveg gallalaus? Frá náttúrunnar hendi er fullt af göllum innbyggðir í hvern einasta eiginmann. Sem betur fer eru gallarnir í mínu tilfelli ekki tiltakanlega alvarlegir en ég hef þó einn mikinn galla, það viðurkenni ég án þess að reyna að réttlæta mig á nokkurn hátt, og þennan galla hef ég haft alla mína hjúskapartíð. Gallinn er sá að ég hef ekki augu í kollinum. Eða ef maður orðar það alþýðlega: Ég tek ekki eftir því þegar Maríanna er búin að kaupa eitt eða annað nýtt til heimilisins, hvort sem það er eitthvert smáglingur, blómstrandi begónía, nýr skermur á gólflampann eða hvað það nú annars getur verið. Kannski er það lítil, falleg svunta, nýir skór, lítill sætur hattur eða hvað annað sem húsmóður getur dottið í hug að nota aurana í. Þá sem hún klípur af heimilispening- unum. Ég bara sé það ekki, ég get ómögulega komið auga á það. Jú, auðvitað get ég það en ég er bara ekki þannig gerður. Ekki fyrr en athygli min er vakin á því, ekki fyrr en ég er beinlinis dreginn upp að hlutnum. Maður hefur um ýmislegt annað að hugsa og svo sest maður bara niður með dag- blaðið eða fer beint að borða og hefur ekki rænu á að líta fyrst í kringum sig í stofunni og athuga hvort maður komi auga á eitthvað nýtt. Maður teygir sig bara í kjötbollurnar og borðar með góðri lyst, þar til allt í einu hljómar: — Jæja, hvað finnst þér þá? Þú ert ekki farinn að segja neitt. Líst þér kannski ekki á? Og maður hefur nóg að gera við að líta í kringum sig. Ef maður er heppinn kemur maður strax auga á þetta nýja en ef lánið leikur ekki eins við mann kemur maður alls ekki auga á það og situr bara eins og klessa með bjánalegt glott á andlitinu og veifar gafflinum. Maður sér ekki aðra undan- komuleið en að spyrja gætilega til að þrengja hringinn. — Finnst, hvað áttu við? — Hamingjan hjálpi mér, sérðu ekkert. Ég er búin að kaupa nýja silkiskerma á vegg- lampana. Ég kveikti meira að segja á þeim svo þú sæir þá betur. Svo lítur maður á það. Það er alveg stórfurðulegt að manni skuli hafa yfirsést. — Þeir eru ljómandi fallegir. Alveg stórfínir. Að ég skuli ekki hafa komið auga á þá fyrr. — Þú ert alltaf nógu fljótur að koma auga á kjötbollurnar. Hún hefur rétt fyrir sér. En maður rennur líka á lyktina. Á ég að taka annað dæmi? Það gerðist líka yfir kvöldmatnum. Ég var kominn með hnífinn hálfa leið í meyra, safaríka Stjörnuspá llníiurinn 2l.mars 20.april Þér finnst of margt sett á herðar þínar um þess- ar mundir og ættir að athuga hvort ekki er hægt að dreifa verk- efnum á fleiri. Þú veldur að vísu verkefnunum. en engin ástæða er til að þú gerir allt sem gera þarf. \auiiA 21.tipral 2l.mai Þreyta og amstur siðustu vikna virðist nú vera að baki. Njóttu lífsins, þú átt þaðsvo sannarlega skilið. Og ekki væri úr vegi að gera öðrum glaðan dag í leiðinni. Þér berast fréttir sern ef til vill breyta lífi þínu. Sporðdrekinn 24.okl. IMiiói. lÁihurarnir 22.mai 21.júni Samviska þin er ekki engilhrein þessa dagana Þú þarft að tala við ýmsa og leysa úr flækjum sem seinna gætu orðið illviðráðan- legar. Mannlegt eðli er miklu betra en þú býst við. svoþérer óhætl. lloi<madurinn 24.nói. 2Ldcs Þú hefur hingað til talið þig heldur lipran samninga mann, en nú ber svo við að þér finnst þér hafa mistekist. Ekki er það nú alls kostar rétt. en hins vegar hefur orðið talsverður misskilningur sem þarf að leiðrétta fyrr en síðar. Leitað verður ráða hjá þér og þú gætir freistast til að gefa ráð að vanhugsuðu máli. Að þessu sinni ættir þú þó að vanda vel til málsins því töluvert mikið er i húfi. Kannaðu vel mála- vöxtu áður en þú talar. Velvild og ánægja virðist einkenna þessa daga hjá þér og það þrátt fyrir talsvert álag og þreytu. Þér verður mikið úr verki og nýtur mikillar hjálpar, jafnvel svo að þú ferð að hafa áhyggjur af. Það er ástæðulaust. kr. hhimi 22. joni 2.4. júli Sýndu mikla sanngirni i samskiptum við þér minni máttar andlega eða líkamlega. Þér virðist eitthvað hætta til valdbeitingar meðan stjörnurnar eru i þessari stöðu. Muingcilin 22. dcs. 20. jan. Nú er komið að nokkrum kaflaskiptum i lífi þínu sem lengi hafa verið i aðsigi. Miklu varðar að þú farir þér i engu óðslega og takir rétta ákvörðun. Taktu tillit til hagsmuna annarra. einkum þeirra sem minna mega sín. I.jóniri 24. júli 24.Í|>ÚM Bjartsýni og gleði er rikjandi í kringum þig en einhvern veginn hikarðu við að taka þátt i þvi. Hvað er að? Þú og þinir nánustu eiga heimtingu á að þú reynir að hrista þennan doða af þér. Ástæðan er léttvæg þegar til kernur. \alnshcrinn 2l.jan. I'í.fchr. Margar freistingar verða á vegi þinum þessar vik- urnar og ástæðulaust að standast þær allar. Reyndu að halda þeirri reglu þinni að særa aldrei aðra vísvitandi og þá mun þér nokkuð óhætt, þó þú fallir fyrir einhveriu. Fróðleiksþorsti þinn er takmarkalaus og þú verð miklum tima til að afla þér upplýsinga núna. Láttu það ekki valda þér hugarangri þótt þú hafir ekki tima til að gera allt sem þig langar. Seinna koma tímar sem nýtast betur. Fiskarnir 20.fcbr. 20.mars Þú mátt ekki láta þér sárna kæruleysislegt tal i einhverjum þér nákomnum. Það er alls ekki illa meint, en hins vegar væri ekki úr vegi að vekja athygli þess- arar manneskju á tillits- leysinu. Hún mun taka þvi Ijúflega. 38Vikan4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.