Vikan


Vikan - 29.01.1981, Qupperneq 19

Vikan - 29.01.1981, Qupperneq 19
f Smásagnasamkeppni Vikunnar 1980 hitti aðra stelpu. Við höfum þó bæði ein- hverja reynslu upp úr krafsinu. Hvernig var annars kringlan Stjáni? — Sæmileg. Þetta var heilhveiti- eða heilsukringla. En það var ekki nóg kúmen í henni. — Hún hefur örugglega verið vítamínbætt. — Já þannig er flest nú til dax. Vita- mínbætt plast. Það er ekki að undra þó fólk fari yfir um. — Já já það held ég nú segir Egill & stráir neftóbaki út i kaffið. — Djöfull sem ég þoli hvað þetta er allt grænt. Grænt gólf. Grænt kaffi. Grænt gler. Grænt fólk. Græn föt. Grænar kringlur. Grænn ostur. Græn mjólk. Allt er vænt sem vel er grænl. Sérðu þetta græni kallinn er að spræna. Meira að segja grasið er grænt. Það fer um mig sæluhrollur ef ég sé eitthvað svart eða grátt. — Blessaður hættu þessu blaðri maður & náðu I meira kaffi ef þú ert hér á annað borð. Við ættum að geta hespað af tveimur bollum fyrir lokun les Egill á lestrarprófinu. — Ég vil ekki kaffi segir Stjáni. — Hvað þá? — Kakó. — Meðgrind? — Nei. Rjóma. Hinn þriðji raðar bollunum á bakk- ann & gengur að afgreiðsluborðinu. Rauðhærða stelpan er eitthvað að sýsla & veitir honum ekki athygli. — Huhumm. Get ég fengið...? — Já auðvitað. Hvað var það? — Tvo kaffi & einn kakó. Hann hellir kaffi í bollana á meðan stelpan útbýr kakóið. — Eitthvað fleira? — Meira. Viljið þið eitthvað að éta strákar kallar hann yfir salinn þveran. Parið hrekkur við en þau gleyma sér fljótlega aftur. Egill & Stjáni svara neitandi. — Þetta dugir víst segir hann & tekur upp peninga til að greiða veitingarnar. — Hei strákar á ég að biðja hana að skila einhverju til þeirrar ljóshærðu fyrir ykkur? Þeir verða báðir orðlausir & Stjáni roðnar. En Egill er fljótur að átta sig. — Við getum séð um það sjálfir. Sú Ijóshærða er nú komin framm I dyr herbergis sem er inn af afgreiðslunni. Hún hallar sér að öðrum dyrastafnum & horfir yfir að borði þeirra. Þær brosa báðar. Sú rauðhærða hvíslar einhverju að henni en þá grettir hún sig & segir henni að þegja. — Svona eru þeir segir hinn þriðji afsakandi & gengur kankvís að borðinu leggur frá sér bakkann & sest. Hver hirðir sitt & sötrar þögull um stund. Egill rýfur þögnina fyrstur. — Hvað er að þér maður? Ertu eitthvað ruglaður? Hvað heldur þú að fólk haldi? — Skítt með það. Fólk má huxa hvað sem er mín vegna. Hvað heldur þú S.tbl. Vikan 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.