Vikan


Vikan - 29.01.1981, Síða 24

Vikan - 29.01.1981, Síða 24
Texti: Jón Asgeir Liósm.: Ragnar Th. Þegar maður stendur frammi fyrir fullkláruðu myndverki, til dæmis standmynd eftir Magnús Kiartansson og Árna Pál, hvaðer hægt að segja? Kannski fá engin orð lýst þessu myndverki, enda trúlegt að svo sé annars hefðu þeir bara skrifað textann sjálfir. Fjandinn hafi það. Arkitektar geta talaö um hús sem er ekki einu sinni til á pappírnum, hvað þá fullbyggt. Sþrengjusmiðir geta talað um atómsprengingar þótt bomburnar séu ekki sprungnar. Ég get lýst fyrir þér myndinni sem ég ætla að teikna í sandinn. Ragnar Th. tók meðfylgjandi myndir af Magnúsi og Árna Páli og sést myndverkið á myndinni hér fyrir ofan. Siðan komu þeir í viðtal. Hvað átti ég nú að spyrja um? Hvernig fenguð þið þetta verk- efni? Eins og „háðskum intell- ektúellum" sæmir svöruðu þeir á sveimandi hátt. Þaðvar kannski tilviljun að þeir fengu verkefnið, þetta gæti litið út sem klíkuskapur, aðrir gætu oröið sárir . . . ekkert beint svar. Ætli þeir meini að ég hafi hvort eðer ekkert vit á svona málum, list sé list og svo framvegis, hugsaði ég. Gaman að lenda á svona montrössum eða hitt þó heldur. Hvernig unnuð þið að þessu myndverki? Aftur svifu þeir á spurninguna úr ýmsum áttum. Undirbúningsvinnan hófst fyrir mörgum árum, kannski 5-10 árum eftir því við hvorn væri átt. ,,Við fáum kannski 100-200 hugmyndir og hending ræður hver þeirra verður sett saman. Vegna óstjórnlegs hugarflugs okkar pressa ótal hugmyndir á. Við þyrftum 100 laghenta Kínverja til að framkvæma allar hugmynd- irnar. Handavinnan er lang tíma- frekust . . ." Jösses Kineser, hugsa ég, kannski ætti ég bara að labba burt og hætta þessari vitleysu. En skyndilega breyta Magnús og Er þetta bara útúr- dúr? Árni til, þeir bregða á sjálfsgagn- rýni. Segjast þurfa sjálfir að bera á sig lof og hól, einskonar sjálfsbjargarviðleitni . . . Hugsanlega hafa þeir séð þegar grímurnar tvær runnu á mig og stigiö niður á jörðina úr tveggja feta hæð. í Laputa bjuggu, eftir því sem Jonathan Swiff segir, vitsmuna- verur sem svifu rétt fyrir ofan jörðina. Þessir gáfumenn höfðu með sér hjálparsveina, sem báru prik með blöðru á öðrum enda, og þegar vitsmunamaður ráfaði villurvegar leiðréttu hjálpar- sveinarnir kúrsinn með því að berja á augun með blöðru. (Smá- útskýring á þessu meðfetin tvö.) Standmyndin gæti verið eins- konar hljóðfæri, segja þeir Árni Páll og Magnús. Þetta gæti verið horn, músíksnigill, hali, dindill, spurningarmerki, kylfa, útúr- snúningur . . . skyndilega kemur eitthvað af viti: „verkið er samið 24 Vikan S. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.