Vikan


Vikan - 29.01.1981, Side 29

Vikan - 29.01.1981, Side 29
 L grein: „Upplýsingar skráðar á manntal um einkahagi manna eru einvörðungu ætlaðar til hagskýrslugerðar og er óheimilt að láta aðila utan Hagstof- unnar fá vitneskju um þær." Guðni Baldursson tekur skýrt fram að engin önnur opinber stofnun en Hagstofan muni hafa hinar persónu- bundnu upplýsingar undir höndum. Skattstofur munu engar persónubundnar upp- lýsingar fá úr manntalinu. Ríkisútvarpið ekki heldur né aðrir opinberir aðilar. Vísinda- menn og opinberar stofnanir fá síðar meir aðeins tölfræðilegar upplýsingar frá Hagstofunni enda er tiltekið í manntalslög- unum: „enda sé þá nöfnum og auðkennisnúmerum einstakl- inga sleppt”. Allir sem nálægt manntalinu koma, teljarar og aðrir, eru bundnir þagnarskyldu og mega ekki Ijóstra upp neinu af því sem þeir koma til með að skrá. 31. janúar 1981: Manntalsdagur öllum einstaklingum tryggður algjör trúnaður, segir Klemens Tryggvason hagstofustjóri. ◄ Yfirumsjón með manntalinu hjá Reykjavikurborg hafa Gunnar Eydal og Stefán Reynir Kristinsson. Auðvitað munu teljararnir einungis skrá það sem fyrir þá er lagt á eyðublöðunum. Stefán Reynir Kristinsson, sem starfar við manntal Reykjavíkur- borgar,' sagði frá því að árið 1960 hefði bóndi einn ólmur viljað láta skrá að þótt hann hefði ráðskonu þá svæfi hann ekki hjá henni! Eftir manntalið i ár verður áreiðanlega hægt að segia frá skemmtileguni tilvikum. eins og því sem Gunnar Eydal hafði að segja frá 1960: Í Reykjavik bankaði einn afar samvisku- samur teljari upp á hjá gömlum hjónum. Fyrir innan dyrnar heyrðist kallað „kom inn”. Teljarinn gekk inn í húsið og sá gömlu hjónin rúmliggj- andi vegna lasleika. Hann settist við rúmstokkinn og hóf að 'skrá svör húsbóndans. Þar kom að teljarinn spurði af stökustu samviskusemi: „Er það konan yðar sem liggur fyrir ofan yður I rúminu?” Guðni Baldursson hefur borið hitann og þungann af undirbúningi manntalsins 1981. 5- tbl. Vikan 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.