Vikan - 29.01.1981, Side 37
manniuppáað hlusta á hvílíka
endemis þvælu. Þér hljótið að
vera ruglaður, alveg bandsjóð-
andi ruglaður! Að ganga að
eiga dóttur mina! Aldrei í lífinu
myndi ég gefa svoleiðis ráða-
hag blessun mína. Dóttir mín
og þetta . . . skrípi! Þér getið
sagt yður það sjálfur, maður
minn, að ég hef annars konar
áætlanir um framtið Beatrice!
Hafið þér annars nokkurn tíma
hitt hana?
— Já svo sannarlega! Hvað
haldið þér? Við höfum leikið
tennis saman svo árum skiptir.
— Og haldið þér að þér getið
gert yður vonir um að . . . nei,
ég hef aldrei heyrt neitt eins
heimskulega barnalegt! Viljið
þér snáfa út á stundinni og
aldrei framar voga yður að láta
sjá yður hér innan minna dyra.
Þér hafið sóað fimm mínútum
af dýrmætum tíma mínum.
Burt!
Multiberg iðnjöfur teygði sig
eftir möppu með bréfum sem
biðu undirskriftar hans.
í stað þess að hverfa á braut í
snatri og láta ekki sjá sig
framar, eins og skipað hafði
verið, gekk Henrik alveg að
skrifborðinu, náði sér i stól og
settist.
.1— Afsakið, sagði hann, en
forstjórinn gleymdi einni mikil-
vægri spurningu áðan, þegar
hann var að spyrja um nafn,
aldur og stöðu.
Forstjórinn leit upp
bréfunum, argur á svip.
— Hvaða spurningu? spurði
hann hranalega.
— Jú, þér gleymduð að
spyrja hvort ég væri giftur eða
ógiftur!
— Nú og hvað eruð þér?
Ógiftur skyldi maður ætla!
— Nei, giftur, herra for-
stjóri! Ég átti von á að áform
okkar mættu nokkurri mót-
spyrnu frá yðar hálfu, og það
hélt Beatrice reyndar líka, svo
til öryggis giftum við okkur í
gær, áður en við báðum um
blessun yðar.
L3
5. tbl. Vikan 37