Vikan


Vikan - 29.01.1981, Blaðsíða 40

Vikan - 29.01.1981, Blaðsíða 40
Þjóðlífsmynd gilþrengslum. 1 þrjár aldir héldu Arabar uppi árásum sínum. Á eftir fylgdu friðartímar. Þá voru byggðar margar kirkjur og klaustur, sem voru að sjálf- sögðu höggvin inn i fjallið. Svæðið varð að trúarlegri miðstöð. Þessi blómaöld stóð yfir i fullar tvær aldir. Á tiundu öld komu svo Tyrkir. — Þeir létu kristna menn nokkurn veginn í friði en samt sem áður tók fólk að flýja til Ítalíu og Grikklands. Þegar kom fram á 12. öld þráuðust aðeins nokkur hundruð við að halda kyrru fyrir. Stórkostleg helliskirkja — Það eru sjötíu kirkjur inni i fjallinu. Nú höfum við ekki lengur þörf fyrir svo margar. Þarna uppfrá er ein, segir öldungurinn og bendir hærra upp i fjallvegginn. Það er stigi inni i fjallinu. Kirkjan er lítil, en stórkostleg. nteð bekkjum, altari og súlum sem höggnar eru í fjallið og veggir og þak prýdd kalkmálverkum. Viðkeifum upp stigann og að fjallstindinunt og lendunt í kirkju garðinum. Grafirnar eru höggnar inn i bergið. Héðan má sjá i hve góðri vernd þetta litla samfélag er. Það er umlukt lóðréttum fjallveggjum á alla vegu. Til þess að ná marki verða menn að vera annaðhvort fjallagarpar eða ráða yfir þyrlu. Tíu langborð fyrir sameigin- lega máltíð Sextiu meirum neðar strevmir l'ólk heim frá ökrunum. Börnin þyrpast út úr skólahúsinu. Við höldunt niður og sláumst i hópinn. Leiðsögumaðurinn kemur auga á okkur og vísar veginn til matsalarins. — Kvöldmáltiðar neytuni við alltaf sameiginlega. Við setjumst við eitt af langborðununt tiu. Gamall maður við enda borðsins stendur upp og les borð- bæn. Þá kemur maturinn, soðnar áberg- inur. tómatsalat, brauð og stórar belg- flöskur nteð víni. Forvitin augu horfa á okkur öðru hvoru. — Við erunt ekki vön að l'á framandi gesti, segir leiðsögumaðurinn afsakandi. Unga fólkið snýr heim Að lokinni máltið göngunt við um loftgöngin og þiggjum heimboð hellis- búa. Þeir sýna okkur mottur og ýmsa hluti sem búnir eru til úr ónix, sem er eins konar hálfgimsteinn. En við þessa iðn dunda þeir á vetrum. — Nokkrir ungir menn héðan hal'a haldið út i heiminn, segir miðaldra kona. En þeir hafa snúið heim aftur. — Hvernig hafið þið farið að þvi að fela svona samfélag ykkar, spyrjum við leiðsögumanninn. — Þaðeru ekki nema sárafáir hér sem hafa samskipti við umheiminn, svarar hann. Þegar ég fer til borgarinnar að selja vín, mottur og ónix, spyr enginn ltvaðan ég komi. Það er ofur einfalt. Frá náttúrunnar hendi eru sérkenni- legar klettastrýtur í Göremedal i Tyrklandi, i hinni fornu Kappadókíu. Þar hefur maðurinn holað út klettinn og búið til hibýli hið innra, allt upp i sex hæða, og mótað i leiðinni i klettinn hægindi, stóla og eldstæði þar sem henta hefur þótt. Mótmælendasamfélag fyrir átján öldum Fyrir tvö þúsund árum var Kappadókiuhéraðið rómverskt skattland. íbúarnir lifðu sultarlífi. þeir unnu eins og þrælar og á vetrum dóu margir hungurdauða. Rórhversku drottnararnir lifðu hins vegar munaðar- lífi og bjuggu við allsnægtir. Um 200 e. Kr. var hér slofnaður kristinn söfnuður. Forystumaður hans, Basilius helgi, réðst i predikunum sinum harkalega á óhóf safnaðarbarnanna og munað og brýndi Rómverja til að ntiðla fátækum bændum af auðæfum sínunt. Þeir snerust illa við. En söfnuður Basilíusar stækkaði jafnt og þétt. Nokkur hundruð kristinna manna héldu upp til fjalla og settust að í hellunum sem hér eru. Hellarnir höfðu orðið til á steinöld og voru gerðir af Hittítum. Kristnir menn mynduðu santfélag og áttu allt sameigin lega. Þeir lifðu af vínyrkju. Um miðja sjöttu öld hófust róstusam- flýðu menn til fjalla. Þeir lögðu nótt við nýtan dag að höggva nýja hella. Fjöllin voru gerð að óvinnandi virkjum og neðanjarðarborgir spruttu upp. Þær rúmuðu tíu þúsund manns og lifsnauðsynjar til langs tima, er setið var unt þær. Til öryggis voru grafnir launstigar, margra kílómetra langir, með undankomu í huga. sem enda i ókleifunt ir timar. Arabiskir þjóðflokkar gerðu innrásir í þorp og borgir, rændu og fóru með báli og brandi. Þúsundum saman Hér er einn þessara húsasmiöa að búa sér til hús — öllu heldur að móta klettinn innan svo hann sé þægilegur ívistar. Vera má að hann mundi þarna hakann svo skörulega til þess að móta sér hjóna- rúmið. 40 Vikan 5. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.