Vikan - 29.01.1981, Síða 42
Sigurður Hreiðar tók saman
Eiríkur á Brúnum og Paradísarheimt
Samhentur hópur reisir hlöðu. Þarna
var það samvinnan sem gilti og allir
hjálpuðust að.
REYNDU AÐ
RÆNA
BARNII
REYKJAVÍK
Hér höldum við áfram að segja sögu Eiríks á
Brúnum, mannsins sem kalla má fvrirmyndina
að Steinari í Hlíðum í Paradísarheimt. Nú
segjum við frá brottför hans frá Islandi sem
varð nokkuð söguleg.
EFTIR þessa ferð undi Eiríkur ekki
lenji um kyrrt í fásinninu á Brúnum.
Hann seldi jörð sína og keypti Ártún,
sem taldist þá í Mosfellssveit, nú i
Reykjavík. Þar komst hann í kynni við
boðskap mormóna — hefur ef til vill
eitthvað heyrt af þeim áður, en syðra
hitti hann sendimenn þeirra og sann-
færðist um að mormónatrú væri lúthers-
trúnni réttari í ýmsum greinum:....að
bamaskírnin sé ónýt manna setning,
konfirmationin (fermingin) mannaboð,
altarissakramentið rangfært . . ." og
fleira. Þar kom að hann lét skírast með
niðurdýfingu, eins og mormónskan
kenndi hina einu réttu skírn, ásamt konu
sinni Rúnveldi Runólfsdóttur og líklega
hefur Ingveldur dóttir þeirra líka tekið
mormónaskirn, þótt þess sé hvergi getið.
Upp úr þessu varð honum illa vært á
landinu, því þetta þólti hin mesta
ósvinna, að láta skírast til villutrúar. Það
var því úr að hann ásamt fleira fólki
réðst til farar vestur um haf, til Utah,
þangað sem mormónar höfðu komið sér
42 Vikan 5. tbl.
upp sínu fyrirheitna landi hér á jörð. Við
grípum nú niður í bókinni í Annarri
litilli ferðasögu (1882), sem segir frá
ferðinni utan, en skjótum inn í hana rétt
í upphafi frásögninni Tólf manna árás.
sem er í Sögum og sögnum, bálki sagna
sem hann lét sjálfur prenta eða geymst
hafa annars staðar, en teknir eru upp í
bókina sem við erum sífellt að vitna í:
Frá íslandi til Spanish Fork
„Kvöldið þann 8. júlí 1881 fór ég um
borð I skipið Camoens, hestaflutninga-
skip Kökkels, eftir að ég með striði.
handalögmáli og þrengingu nokkri á sál
og líkama, varð að verja dótturson
Hér er mynd af einni fjölskyldunni,
sem flutti vestur um haf til hins fyrir-
heitna lands mormóna og settist að i
Utah. Harla lítið vitum við um þetta
fólk, annað en að heimilisfaðirinn
hét Þórarinn Björnsson.
minn, 14 mánaða gamlan, fyrir 10
frískum karlmönnum úr Reykjavik, er
ætluðu að ráðast á hana og rífa barnið
úr fangi hennar eftir skipun barnsföður
hennar, sem þá vildi vera það, en vildi
ekki meðganga hann nýfæddan. Ég sá
þá engin ráð til að verja barnið fyrir
þessum herflokki. nema ég beiddi Guð,
eins og ég hafði vit á, að haga því svo til.
að þeir næðu ekki barninu, og hann
bænheyrði mig um það, að hún komst
um borð með barnið og hingað, og þykir
vera mjög efnilegur. Við vorum að tölu
24, 8 karlmenn, 10 kvenmenn, 6 börn.
öll fyrir innan 8 ára. og eru öll hér
lifandi enn.
Tólf manna árás
Þegar ég var búinn að vera á Brúnum
i 23 ár, fór ég árið 1879 að Ártúni í Mos-
fellssveit og komu þá margir fjallamenn
til mín, kunningjar mínir. meðal hverra
var einn, Þorvaldur bóndi, og gisli hann
hjá mér nokkrar nætur um lestatimann.
og var hann allkátur og gamansamur við
Ingveldi dóttur mina og hafði komið
henni til að spila tveggja manna alkorl
við sig; hafði hann vinninginn, því að
seint um veturinn eftir átti hún dreng, er
hún kenndi Þorvaldi og látinn heita
Þorbjörn; hálft nafn hans og hálft föður
hans. Séra Jóhann á Mosfelli skírði hann
og skrifaði Þorvaldi, hvort hann vildi
gangast við barninu. Þorvaldur skrifaði
presti aftur og gerði hvorki að játa né
neita, að hann ætti barnið og sagði. að
það væri fleiri til en hann, sem gætu átt
barnið, með nokkuð fleiri vifilengjum.
Svo skrifaði séra Jóhann séra Kjartan í
Skógum að yfirheyra Þorvald. hvort
hann væri sattnur faðir drengsins.
Prestur yfirheyrði hann og fór á sömu
leið. að Þorvaldur meðgekk ekki
drenginn og neitaði heldurekki. Svo leið
og beið, þar til drengurinn var um það
ársgamall, þá kom maður austan af
Eyrarbakka til dóttur minnar, er átti að
sækja barnið hennar; fullmaktaður og í
fullu umboði frá Þorvaldi bónda. Hún
5. tbl. Vikan 43
Jr ..