Vikan


Vikan - 29.01.1981, Síða 44

Vikan - 29.01.1981, Síða 44
sagði Þorvald ekkert eiga með barnið. því hann hefði ekki meðgengið það enn, og fær maðurinn það ekki. Maöurinn fór svo búinn aftur; maðurinn kom á Góunni, en sama vorið ætlaði ég og dóttir mín til Ameriku með barnið og hafði Þorvaldur frétt þaðog hvaða mán- aðardag við ætluðum. Þorvaldur bregður sér þá suður og kemur ofan í Reykjavík daginn áður en við ætluðum um borð í Kamúens. Daginn áður fórum við niður að Helgastöðum við Reykja- vík, þvi bóndinn þar, Guðmundur Egilsson, sigldi til Ameriku með okkur árið 1881. Barnsfaðir safnar liði Nú kemur fyrst dálítið sögulegt og fáheyrt. Þegar við vorum nýkomin niður að Helgastöðum, þá kemur þar Þorvaldur bóndi með tvo menn með sér. Ég er úti staddur. Þorvaldur yrðir á mig og spyr, hvort dóttir mín sé hér. Ég segi: „Jú." Þorvaldur: „Hvarer hún?” Ég segi: „Hún er inni í baðstofu." Þorvaldur: „Má ég tala við hana?" Ég: „Já.” „Þá bið ég ykkur, piltar, að ganga inn með mér," segir Þorvaldur. Þá gell ég viðog segi: „Ég fyrirbýð þér, Þorvaldur, að tala við dóttur mina með vottum. ellegar þá að hún skal þér engu orði svara, svo að þú getir ekki vitnað neitt upp á hana." Þorvaldur ansar þessu ekki; hann var kominn inn í bæjardyr, snýr þar aftur og út, og heim í Reykjavík og hinir 2 með honum. Morguninn eftir. rétt eftir fótaferð, sé ég, hvar koma 12 menn heldur stór- vaxnir og gerðarlegir heim að Helga- stöðum. Þetta er þá Þorvaldur með 11 menn með sér, einvalalið úr Reykja- vík; sé ég þá strax, að það muni eiga að taka barnið af dóttur minni með liðssafn- aði og fara í handalögmál. Svo stóð á. að dóttir mín og fleira fólk svaf unt nóttina út á hjalllofti, og var hún þar þá. er þeir komu, hljóp ég þá inn i hjallinn og upp i stigagatið og beiddi dóttur mína að hafa hljótt um sig og láta ekki barnið hljóða, svo þeir fyndi hana ekki. Kom ég svo út i því er þeir komu að bænum. Þá spyr Þorvaldur mig að, hvar dóttir min sé? Ég var þá hálf öfugur í svari og segi: „Ég er ekki alltaf að gá að, hvar hún er og allra síst fyrir þig; þér hefur ekki farist svo vel við hana.” Hann svarar þessu ekki, en gengur einn í bæinn og leitar hennar, en finnur ekki. Svo gá þeir allt i kring um bæinn og staðnæmast svo i einum hóp rétt fyrir framan hjallinn og tala um, hvað hún muni hafa farið. En i því að þeir eru að tala um, hvar hún muni vera, þá hlær barnið svo hátt hjá henni, að þeir heyra og segja: „Hér er hún." Og með sama fer Þorvaldur inn i hjallinn, upp stigann, lýkur upp hleranum og segir við hana: Skríður til skarar „Ég vil fá hjá þér drenginn, þar þú segir, að ég eigi hann." En hún kvað nei við og sagðist halda honum meðan hún gæti og það skyldi höndum skipta; en hann skyldi ábyrgjast, og meö það gengur hann út aftur til hermanna sinna að tala við þá. En nteðan fór ég inn i hjallinn og segi henni og öðrum manni til að láta aftur hlerann og þau standi á honum bæði svo öflugt, að þeir hafi hann ekki upp. því ef þeir komast upp í loftið, munu þeir halda þér en taka barnið. Svo fer ég út aftur og heyri álengdar, að það er í umræðu hjá þeint, að 3 þeir öflugustu af köppunum eiga að fara upp á loftið og taka barnið frá henni. Og svo fór því nær allur hópurinn inn I hjallinn; þar var einn útvalinn til atlögu upp stigann, Þórður Þórðarson frá Vigfúsarkoti. frískur maður og frækinn, En þá. er hann er kontinn nokkuð upp I stigann, þá kippi ég undan honum fótunum ofan úr stiganum. Þá skipar hershöfðinginn einum aí köppunum að halda mér, hann gegnir því og leggur hendur á mig. Svo fer Þórður upp stigann aftur, en þá vildi svoleiðis til, að ég náði minum höndum lausum og rykkti mér að stiganum og náði fótunum undan Þórði aftur, þá skip- aði forstjórinn öðrum manni til að halda mér, og var þeirri skipun hlýtt, svo nú var ég frá allri vörn og kominn i úlfa- kreppu. Þá fer Þórður í þriðja sinn upp stigann, er þá kona mín. Rúnveldur. þar nærstödd og kippti enn fótunum undan Þórði; þá var einum manni skipað að halda henni. svo nú voru 6 búnir að fá vinnu; 3 að halda okkur og 3 i loftið að taka barnið. en 5 voru þá eftir til áhlaupa eða atlögu, ef þörf gerðist, svo allvel var nú áskipað. Og enn fór Þórður i fjórða sinn upp í stigann og neytti nú allrar orku og t'ók á honuni stóra sínunt að sprengja upp hlerann, en þau stóðu á honum og settu bökin undir súðina, en þá kom hátt brakahljóð i stigann. þegar Þórður hamaðist i honum, þá kallar Þorvaldur upp og segir, Þórður farðu varlega i stiganum, viðerum hér i leyfis- leysi inni og getur orsakað illt, ef eitthvað brotnar, ég sé ekki annað, en við verðum að hætta við það að þessu sinni. Þá hætti Þórður við að reyna að lyfta upp hurðinni, því að hann var líka búinn að fullreyna sig á því. Fór hann svo ofan úr stiganum, og þá var skipað að sleppa okkur hjónunt. Fór svo öll fylkingin út úr hjallinum með tómar hendur og þar skammt frá hjallinunt. i einn hóp, og töluðu þar eitthvað saman. erég heyrði ekki. Leitað liðs En að litlum tima liðnum ganga 4 rnenn úr hópnum, Þorvaldur sjálfur og 3 aðrir, þeir úrræðabestu, heim i Reykja- vík. en 8 sátu eftir, er áttu að passa uppá, ef að tækifæri gæfist til að fanga barnið. Ég sagði dóttur minni að vera kyrr í hjallloftinu með barnið, á meðan ég brygði mér heim I R.vík. Ég fór og klagaði fyrir bæjarfógeta Theódór, aðég og mín familía hefðum ekki húsfrið á Helgastöðum fyrir 12 mönnum. Okkur hjónunum var haldið eins og stórglæpa- mönnum og þeir ætli að taka með mannsöfnuði og ræningjaaðferð barnið úr fangi dóttur minnar, þvert á móti landsins lögum. Hann svarar þessu stutt- lega og segir, að þetta muni vera orðum aukið og hann hafi enga tið nú að sinna því. Ég segi: „Þér eruð þó skyldugur til að sinna þessu eða að skipa pólitíunum að stilla til friðar. En ef að þér gefið þessu engan gaum. skaf. ég þá finna amtmann og vita. hvað hann segir." Þá fær hann nokkra umbreytingu og segir: „Ég kem sjálfur eftir hálftíma eða sendi menn inn að Helgastöðum." Ég trúði fógetanum uppá þetta og fór með það, en grunaði þó, að hann mundi vera í vitorði með Þorvaldi. en ekki með mér eða friðnum og mundi vera lítið á hans orð að ætla eins og lika fram kom. því að hann kom aldrei og engir menn frá honum. Nú kem ég inn að Helgastöðum aftur, og er eins og var, þessir 8 biðu þarna og dóttir min I hjallinum. Þá var kominn timi til að flytja góss og fólk um borð i skipið, því Kamúens ætlaði á stað síðdegis. Nú þurfti eitthvað til bragðs að taka, þó umsátrið væri. en Þorvaldur var ekki kominn aftur og hugsaði ég. að ekki batnaði að bíða eftir honum. Það ætluðu 7 karlmenn um borð og 5 kvenmenn. ég beiddi þetta fólk að konta að hjalldyrunum og gerði það það, og 44 Vikan 5. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.