Vikan


Vikan - 29.01.1981, Side 45

Vikan - 29.01.1981, Side 45
Eiríkur á Brúnum og Paradísarheimt svo lét ég dóttur mína fara inn í miðjan hópinn með barnið í fanginu og svo gengið á stað niður að sjónum. Þegar umsátursmennirnir sáu það. standa 6 upp, en 2 sátu kyrrir. var þá auðséð, og heyrt. að það var hershöfðingjalaust liðið. því sitt vildi hver og töluvert hávaðaþjark á millum þeirra. og varð þess vegna ekkert úr atlögu. Svo við fórum óhindruð niður að sjó og um borð, en kapparnir lölluðu heim í Reykjavik með tómar hendur og ósigur ur herferðinni. Eftir að við vorum komin um borð. kemur þar alþingis- maður Sighvatur Árnason frá Eyvindar- holti. og er þá sendur til min frá Þorvaldi og biskupi með 200 kr. að kaupa út barnið, því Þorvaldur vissi vel. að við Sighvatur vorum gamlir og nýir góð- kunningjar og mundi honuni ganga best við mig að fá barnið. sem var rétt hugsað. En af því að allt var komið svona i alspennu, þá fékk. hann ekki barnið og fór jafn nær. En hefði Þorvaldur meðgengið drenginn strax og beðið dóttur mina um að láta sig fá barnið, þá hefði hún gert það góðmótlega. Og svo héldum við á stað um kveldið vestur til Ameríku með heilu og höldnu. og drengurinn hefur alist þar upp og er nú 19 ára, stór og gerðarlegur. duglegur og skikkanlegur og af öllum vel látinn. vel greindur og svipar í mörgu til föðurins. Þorvaldar. Til Skotlands Skipið skreið á stað kl. 8 e. m. og vorum um sólarlag hjá Reykjanesi, þann 9. amringur á móti, kl. 12 fram af Hjörleifshöfða og þaðan tekin bein lina til Skotlands; farið kostaði fyrir hvern fullorðinn 40 kr.. en við höfðum nógan mat. Þann 10. var sama veður til kl. 12. þá í útsuður með storm og kom aldan á kinnung. Skipið reif sig áfram móti öldunni og muldi sjóinn undir sig. Þann 11. kl. 6 f. m. vorum við komnir undir Skotland vestarlega, skipið rann fram með Skotlandi allan daginn í slétt- sævi, allir voru þá uppi á dekki í blíða veðri að horfa upp á landið, þvi Skotland er nijög fallegt land og bygging glæsileg. Þann 12. kl. 9 f. m. komum við að bryggjunni á Grantónshöfn. og fórum við þar með allt okkar góss upp á bryggj- una. Þar komu tollþjónar að skoða okkar farangur. Þeir beiddu okkur að Ijúka upp kofortum, er við gjörðum strax. Þeir spurðu helst um tóbak og brennivín. Ég var með 2 vélakofort, og er ég var að Ijúka þeim upp, kölluðu þeir á marga sína landa. er þar stóðu skammt frá, að koma og sjá læsinguna og höfðu gaman af að sjá. Þeir keyptu af mér lítinn vélastokk, 36 ára gamlan. fyrir 4 krónur, eftir mig smíðaðan. og uppdrátt- ar og stafabréf eftir Ólaf, son minn, á 3 krónur, og hafði ég ábata og gaman af skoðuninni hjá mér. Að þessu búnu komu 2 menn með sinn hestinn hvor og vagna aftan í. og tóku allt góssið í þá og við gengum með lítinn spotta að vagna- trossu. og við og góssið þar inn i og svo strax á stað, og þótti þeim óvönu heldur ætla að koma hreyfing á, er þeir voru komnir á stað. Sumt varð hálf hrætt fyrst í stað af þeirri fljúgandi fart. stundum i myrkri, en þegar það fór að venjast við, hafði það gaman af fartinni. Við sátum í vögnunum á mjúkum sóf- örum og sáum mjög margt út um gluggana. Við fórum frá Granton norðuryfir England til Liverpool. það eru 320 mílur enskar, 80 danskar. eins langt og fjórum sinnum úr Reykjavík til Heklu. og þetta flugum við á 8 klukkutimum og sáum margt merki- legt. helst í einni borg af 5, er við fórum í gegn um. I henni var glerhiminn yfir einu stóru stræti með svo margbrotnri og yndislega fallegri undirbyggingu. að vart mun nokkur fegri í heimi. Við komum til Liverpool um kvöldið, og var okkur ágætlega vel tekið, eins og alls staðar á allri leiðinni hvar sem við komum. Þessi ferð yfir England kostaði fyrir hvern fullorðinn 10 krónur. Þá er við fórum úr vögnunum var allt okkar góss látið inn í hús og læst svo vandlega. og svo var okkur fylgt til yfirmanns dampskipalínunnar, sem kölluð er Guonlína (en þær eru margar fleiri). Þessi lina flytur yfir Atlantshafið alla mormóna og hefur 13 stór dampskip í förum. sem eru fram og aftur árið um kring. Það stærsta er 500 fet á lengd. 87 faðmar. Siðan þeir fóru að flytja mormóna, hafa þeir ekkert skip misst í yfir 20 ár. Það er eitt merkilegt, að í öngvu dagblaði eða afvisurum stendur. að mormónar hafi verið þar á, sem dampskip hafa farist og ekki heldur í járnbrautarslysum, sem eru fjarska mikil. Þegar við komum til yfirmannsins. sagði hann okkur velkomna og bauð okkur strax inn i fína stofu og svo kaffi og brauð eins og hvur vildi hafa. Hann spurði okkur ýmsra frétta. Hann sagðist alltaf hýsa mormóna. því sér væri vel við þá, þeir væri alltaf skikkanlegir og vel siðaðir menn, svo líka njóta þeir Joseps Smitt. Ég þekkti hann að öllu góðu i Ameriku fyrir liðugum 40 árum. er ég var þar. Ég er nú rúmt 60ugur. ekki hefi ég tekið mormónatrú ennþá, en ég veit. að hún er sú réttasta. Svo fengum við besta rúm aðsofa í. Þann 13. gengum við um borgina að gamni okkar og kaupa okkur ýmislegt til feröarinnar, því skipið var ekki tilbúið. Við fengum þar þrisvar mat um daginn eins' og bestu veislu og vorum þar aðra nótt til í besta yfirlæti. Áfram vestur Þann 14., eftir máltíð. fór hann með okkur og okkar allt góss um borð i skipið og fékk okkur farbréf, kvaddi okkur svo vingjarnlega og óskaði lukkulegrar ferðar. og þetta kostaði allt 3 krónur fyrir hvern mann og var birlegt. Þar i Liverpool borguðum við allt fargjaldið þaðan frá. alla leið til Saltsjóstaðarins hér, fyrir hvern mann, sem er yfir 12 ára. borgað 300 krónur, en frá 5 og upp að 12 ára 150 krónur, en frá 1 og upp að 5 ára 40 krónur, en ekkert á 1. ári. Maður fær nógan og góðan mat yfir Atlantshafið, en yfir Ameríku verður maður að leggja sér hann sjálfur. Litlu eftir að við vorum komin um borð, fór skipið út úr legrinu út á stóra vatnselfu. sem rennur í gegn um borgina og lagðist þar við akkeri. Þá komu þar úr öllum áttum stórir gufubátar með fólk og góss i skipið allan daginn. i einum hóp komu 270 manns úr ýmsum löndum og daginn eftir til kl. 12 sama rennsli með fólk og góss i skipið; kl. 1 á stað út af elfunni og vestur með Englandi að norðan, daginn eftir rann skipið vestur með írlandi að sunnan og stoppuðum þar 1 tíma fram af borginni Klinston. þar kom dampskip úr landi að okkur með 50 manns að fara með okkur vestur yfir hafið, ungt og sumt fjarska gamalt. ein kerling var borin I stólnum af 4 mönnum upp á okkar skip. Var svo haldið vestur á það stóra Atlantshaf. og var þá litill kaldi á móti, var þá tekin stefna lítið fyrir norðan miðaftanstað. Í næsta blaði Ijúkum við sögunni af Eiriki. Þá segjum við frá þvi er hann var sendur heim til mormónatrú- boðs og einnig þvi er hann gekk af mormónatrú. Sögu hans lýkur svo, eins og sögu Steinars i Hliðum, heima á gamla Fróni. 5. tbl. Vikan 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.