Vikan


Vikan - 29.01.1981, Page 63

Vikan - 29.01.1981, Page 63
Pósturinn smásögum en setja í staðinn fleiri þætti af frægu fólki. Reynt er að fara bil beggja og birta sitt lítið af hverju úr hinum og þessum áttum. Pósturinn skal koma óskinni rétta boðleið. Bo Derek er fædd 20. desember 1955 í Kaliforníu og er því 25 ára gömul. Fróðir menn álíta að daglegur hárþvottur sé skaðlaus ef notaður er mildur þvottalögur. Harkalegt nudd hársvarðarins getur á hinn bóginn örvað fitu- kirtlana þannig að best er að fara varlega. Pennavinir um víða veröld Eg vona að Helga sé södd. Þetta erfyrsta bréfið mitt til Póstsins. Hvert þarf maður að skrifa til þess að fá pennavini í Vestur-Þýskalandi, Englandi, Finnlandi og Japan. B.R. Vantar heimilis- föng Éger 12 ára og langar til að eignast enskan pennavin. Getur þú sagt mér hvernig ég kemst í samband við enska krakka? Mig langar einnig til að fá heimilisfang aðdáendaklúbbs Liverpool F.C. Með fyrirfram þökk. ÉG Pósturinn leyfir sér að svara báðum þessum bréfum í einu þar sem spurt er um skylt. Ekki hefur Pósturinn á reiðum höndum utanáskriftir penna- vinaklúbba í Bretlandi. En í Finnlandi og Japan eru starf- andi klúbbar og í gegnum þá má komast í samband við fólk um víða veröld. Þeir sem hafa áhuga skulu skrifa þessum klúbbum bréf á ensku (eða ein- hverju öðru „alþjóðamáli” sem þeir hafa á valdi sínu). Innan fárra vikna ættu að berast svör með nánari upplýsingum. Einnig er rétt að benda á pennavinadálkinn hér á síðum Póstsins, en í hverri viku berast mörg bréf úr öllum heimsins ítrekuð beiðni Kæri Póstur! Eg er ekki með neitt vandamál, allavega ekki í bili. En ég var að skoða gamla Viku, nánar tiltekið 15. tbl. 10. apríl 1980. Þar sá ég að stelpa í U.M.F.N. hafði beðið um plakat af Michael Jackson. Eg endurtek nú beiðnina um plakatið. Hvað tekur annars langan tíma að fá plakat birt. Jackson aðdáendi (M) P.S. Gætuð þið látiðfylgj’a upplýsingar um Michael Jackson eins og þið gerðuð um ÁBBA. Það er ýmsu háð hve fljótt við getum orðið við beiðni um plaköt og fer það ekki síst eftir framboði. En Pósturinn lofar Michael Jackson aðdáendum að ítreka beiðnina við rétta aðila og reyna að birta bæði plakat og upplýsingar um Michael Jackson jafnskjótt og hægt er. Bláberjapæ LEIÐRÉTTING: í uppskriftinni að bláberjapæi í 3. tbl. Vikunnar misritaðist smjörlíkismagnið. Það á að vera 200 g. hornum með ósk um að eignast pennavini á Islandi. En hér koma þær utanáskriftir sem Pósturinn hefur undir höndum: lnternational Youth Service, Turku, Finland International Friendship Club, Tokyo 115-91 Japan Einu sinni sem oftar verður Pósturinn að viðurkenna vanþekkingu sína og játa að honum er ekki kunnugt um heimilisfang aðdáendaklúbbs Liverpool. Hins vegar hefur það oftast gefist vel að lýsa eftir heimilisföngum hér í Póstinum og er það einnig gert að 'þessu sinni. Ef Liverpool aðdáendur meðal lesenda geta hjálpað eru þeir vinsamlegast beðnir um að senda Póstinum línu. Ómögulegur Póstur Kæri Póstur! Þar sem mér finnst Vikan ágætt blað fmnst mér skemmd á blaðinu þessi skrif í Póstinn um alls konar ráðleggingar við hinni og þessari dellunni sem manni fmnst varla geti verið raunveruleg. eins og til dæmis í síðasta blaði (51. tbl.) með fvrirsögninni Nauðgun. Eg spyr hvers lags feðgar eða heimili svona sé eða geti verið. Mérfinnst þetta svo óraun- verulegt og hreint bara dónalegt að setja á prent, þó .vvo bréftð haji verið skrifað. Vona ég að þessi síða sem Póstinum er ætluð breytist í betraform og spurningar sem þessar fari beint í ruslakörfuna. því nú lesa mörg börn blaðið. Og þá helst Póstinn. Með þökk fyrir væntanlega birtingu. Ein sem les blaðið. Því er fyrst að svara að Pósturinn er ekki skemmtilesning. Pósturinn er til þess að reyna að greiða fyrir þeim sem eiga við einhvern vanda að stríða og vita ekki hvernig þeir eiga að bregðast við eða hvert þeir geta leitað. í þvi dæmi, sem þú nefnir, er vissulega um hrikalegan atburð að ræða sem einmitt vekur upp þá spurningu hvers lags skepnur fólk geti verið. En hugsaðu þér veslings stúlkubarnið sem fyrir þessu verður og veit í angist sinni ekki hvert það á að snúa sér. Ef Pósturinn hefði farið að þínum ráðum og fleygt bréfinu hefði stúlkan engin svör fengið. enga hjálp. Hefði það verið mannúðlegt? Hvað snertir dónaskap í þessu sambandi var hann síst meiri í þessu bréfi en finna má í ýmsu efni allra fjölmiðla. Og þetta með börnin — er ekki einmitt gott fyrir þau að fræðast um annarra víti, svo þau geti varast þau sjálf? 5. tbl. Vikati 63

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.