Vikan - 29.10.1981, Page 50
Eldhús Vikannar
r
Spönsk
fiskisúpa
750 g soöinn humar
4 msk. ólífuolía
2 rif úr hvítlauk
2 matarlaukar
2 ferskar paprikur
80 g soðin skinka
500 g tómatar
1 lárviðarlauf
salt og nýmalaður pipar
1 hnífsoddur saffranduft
1/8 I hvítvín
15 kræklingar
15-20 báruskeljar (ferskar
eða úr dós)
1 msk. sítrónusafi
Tilreiðsla: Losið humarinn
úr skelinni og bitið niður.
Setjið pressaðan hvítlauk,
smásaxaða laukana, rand-
skornar paprikur og skinku-
teninga í pott með heitri
ólífuolíu og látið krauma.
Afhýddum og smáskornum
tómötum bætt útí, ennfremur
lárviðarlaufi, salti, pipar,
saffran, hvítvíninu og 3/4 lítr-
um af vatni. Þegar allt hefur
soðið í átta mínútur skal
humar, hreinsuðum krækl-
ingum og báruskeljum bætt
útí. Setjið lok á pottinn og
látið smásjóða í fimm til tíu
mínútur að auki. Fjarlægið
þær skeljar sem ekki hafa
opnað sig. Bragðbætið
súpuna með sítrónusafa.
Snæðið hana svo ásamt
franskbrauði og sama góða
hvítvíninu og notað var við
matseldina.
Jón flsgeir tók saman
Nýru
með skinku
(Rinores con jamón)
500 g kálfanýru
salt
2 matarlaukar
1 hvítlaukslauf
hvítur pipar, nýmalaður
hveiti til að velta uppúr
1 slétt tesk. paprikuduft
pínupons Cayennapipar
1 bolli steinlausar grænar
ólífur
2 msk. tómatmauk
1 bolli sérrí
200 g soðin skinka
1 sítróna
Tilreiðsla: Hreinsið fitu og
húð af nýrunum og sneiðið
þunnt. Geymið nýrnafituna.
Stráið einni teskeið af salti
yfir nýrnasneiðarnar og látið
standa í 20 mínútur.
Skrælið og sneiðið laukana,
skrælið og smásaxið hvít-
laukinn. Skolið og þerrið
nýrnasneiðarnar, stráið
pipar á þær og veltið þeim í
hveiti. Skerið helming nýrna-
fitunnar í smáteninga, hitið á
pönnu og steikið nýrna-
sneiðarnar í þrjár mínútur.
Bætið í lauksneiðunum,
söxuðum hvítlauknum,
paprikuduftinu og Cayenne-
piparnum. Hrærið vel saman
og látið stikna í skamman
tíma. Smásaxið ólífurnar og
bætið út í.
Blandið saman tómatmauki
og sérríi, hellið yfir nýrun og
látið allt krauma við vægan
hita. Sneiðið skinkuna í
þunnar lengjur sem er bætt
síðast af öllu út á pönnuna,
auk þess sem bragðbætt er
með salti. Skerið sítrónuna í
átta hluta og berið fram
ásamt nýrunum og hrís-
grjónum.
Litlar kjötbollur
(filbóndigas)
2 stórir matarlaukar
1 hvítlaukslauf
50 g smjör
400 g nautakjöt
100 g magurtflesk
1 egg
1 salthrista
1 piparhrista
eggjahvíta
hveiti
feiti til að steikja í
TiIreiðsla: Smásaxið lauk-
ana, pressið hvítlaukinn,
steikið hvort tveggja Ijós-
brúnt í smjöri. Blandið útí
hökkuðu kjöti og fleski ásamt
hrærðu egginu. Bragðbætið
með salti og pipar og hnoðið í
litlar kúlur. Veltið þeim í
eggjahvítu og hveiti og
steikið í heitri feiti. Látið
feitina drjúpa vel af og berið
fram með kartöflusalati.
Hvítlaukssúpa
(Sopa dc ajos)
4 hvítlaukslauf
1/2 bolli ólífuolía
1 hnífsoddur Cayennepipar
4 sneiðar franskbrauð
salt
svartur pipar, nýmalaður
3 egg
Tilreiðsla: Flysjið hvítlauks-
laufin og steikið þau óskorin í
heitri ólífuolíu þar til þau eru
Ijósbrún. Fjarlægið hvítlauk-
inn úr olíunni en bætið
cayennepipar útí. Skerið
franskbrauðið í jafnstóra ten-
inga og steikið það Ijósbrúnt í
olíunni. Sjóðið einn lítra af
vatni og hellið varlega yfir
franskbrauðsbitana. Saxið
hvítlaukinn, bætið salti og
pipar saman við, þeytið
eggin með og hellið öllu útí
súpuna, sem er látin krauma
þar til eggin hafa stirðnað.
50 Vikan 44. tbl.