Vikan


Vikan - 29.10.1981, Page 51

Vikan - 29.10.1981, Page 51
Draumar Ævintýri á fædingardeild Kæri draumráðandi. Ég œtla að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem ég held að sé nokkuð mikilvægur fyrir mig því hann situr svo í mér. Mér fannst ég vera stödd á fæðingardeild á spítala en kannaðist ekkert við hann. Mér fannst ég fæða dóttur sem ég svo sá aldrei í draumnum. Þegar mér var sagt að það væri stúlka var ég grátklökk og sár. Ég hugsaði: Af hverju gat það ekki verið drengur því mig langar svo í strák? Strax og ég var búin að fæða var ég send fram á setustofu og ég átti að bíða þar. Mér leið mjög illa þar sem mér fannst ekki vera búið að ganga frá mér og þrifa að neðan. Égsat þarna í setustof- unni sem var með frekar lágum húsgögnum úr Ijósum við og með appelsínugulbrúnu ullaráklœði. Loks ákvað ég að reyna að fmna stofu svo ég gæti lagt mig og látið hreinsa mig og ganga frá mér eftirfæðinguna og síðast en ekki síst til að fá barnið mitt í fangið. Mér fannst ég vera afar þreytt og þung á sálinni. Ég gekk þá fram á ganginn og kom þar að stiga. Stiginn var breiður og voldug handrið meðfram honum (úr tré, út- skorin). Um 15 þrep lágu upp á pall sem skipti stiganum í tvennt, til hægri og vinstri meðfram veggjunum. Hvor stigi hafði um 10 þrep sem lágu upp á annan pall. Ég gekk upp stigann og svo upp þann til hægri. Þar uppi var glerhurð og fyrir innan var kennslu- stundfyrir stúlkur í hvemig œtti að ná sér í mann. Þar gekk ungur maður nakinn, hár, dökkhærður, eftir gólfi (eins og í íþróttasal) og margar alklœdd- ar stúlkur á eftir honum. Það var glatt yfir hópnum. Þá ákvað ég að setjast því ég var svo þreytt og illt í móðurlífi. Ég settistflötum beinum í sjötta þrep eða svo. Þá kom ungi nakti maðurinn úr salnum og stúlkurnar með honum. Hann lagðist á magann með bók og las fyrir stúlkurnar sem sátu og lágu í kringum hann. Þau tóku ekki eftir mér og mér fannst þau ekkert koma mér við. Á meðan ég sat þarna var ég að hugsa að ég yrði að koma mér í rúm á spítalanum og fá barnið mitt og láta ganga frá mér, þar sem ég var enn blóðug og tilheyrandi eftir barnsburðinn. Þá kom til mín dóttir mín, sem heitir M. og er að verða fjögra ára. Hún kastar sér ánœgð í fangið á mér og segir: „Mamma mín. ” Ég hrökk við, því við þetta fékk ég kvalir í móðurlíflð, og sagði við hana: „M. mín, viltu heldur sitja hér á hnjánum á mömmu af því mömmu er svo illt í maganum. ” Ég tek um axlirnar á henni um leið og hún færir sig. Við sitjum svona smástund og virðum fyrir okkur fólkið á pallinum fyrir ofan okkur. Þá dettur mér allt í einu í hug að við (ég og maðurinn minn) gætum skírt barnið A. eftir látnum bróður hans. Ég var mjög ánægð með þesssa lausn og fannst nú öll vanda- mál vera leyst. Síðan varð draumurinn ekki lengri. Nóttina á eftir dreymdi mig draum en eina sem ég man úr honum er að mér fannst ég standa úti og horfa upp í himininn. Ég var létt í skapi og ánægð og var að velta fyrir mér hvað himinninn væri fallegur og blár og hvað allt væri gott þegar sólin skini. Þó fannst mér vera haust þar sem andblærinn var svalur. Mér fannst þessi draumur tengjast hinum. Ég vona innilega að þú ráðir fyrir mig draumana því mér er mikils virði merking þeirra. Með fyrirfram þökk. G.R. Þessir draumar eru óneitanlega nokkuð torráðnir en draum- ráðandi ætlar að freista þess að ráða í þau mörgu tákn sem í þeim eru og gera úr þeim sæmilega heild. Svo virðist sem þú sért í þann veginn að leggja að baki ákveð- inn kafla lífs þíns þar sem þú hefur verið mjög upp á aðra komin, í bókstaflegri eða yfir- færðri merkingu. Framundan eru óvissir tímar og sumt af því sem kann að mæta þér skelfir þig en þó muntu leiða það að einhverju leyti hjá þér. Þú ferð ekki troðnar slóðir í þessu og draumráðanda kæmi ekki á óvart þó sumt það sem þú gerir í framtíðinni komi bæði þér og öðrum á óvart. Sjálfstæði þitt og ný lífsstefna mun ótvírætt vera til góðs, þó ekki séu allir á einu máli þar um. Þó þú hafir mikið samband við aðra (engin ástæða til að telja að draumurinn breyti framtíðaráformum þeim sem þú rekur i eftirskrift — að minnsta kosti ekki á yfirborðinu) muntu vera fjárhagslega sjálfri þér nóg og það er væntanlega breyting frá þvi sem áður var. Ekki er gott að sjá nákvæmlega hvað veldur þessari breytingu á hög- um þínum, hvort það er eitt ákveðið atvik eða lengri tima þróun. Hvað sem framundan er má segja að á margan hátt muni lífið taka óvænta stefnu en draumráðandi sér ekki ástæðu til að ætla annað en að það verði að þínu eigin frumkvæði og vilja. Tilfinningalega muntu þroskast mjög á næstu árum og hafa góð áhrif á fólkið í kringum þig í þeim efnum. Ef til vill tekst þér að opna augu einhvers sem erfitt hefur átt með að sjá hluti í réttu ljósi til þessa. 44. tbl. Vikan 51

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.