Vikan - 25.02.1982, Page 21
Hollustuhættir
mestan partinn koma dilkar og sauðfé í
sláturhúsið beint af jörðinni. Búfénaður
er mikið til alinn á heyfóðri en
kjötneysla af öðrum dýrum tiltölulega
litil.
„En við framkvæmum að staðaldri
nákvæma athugun á sýnishornum af
kjöti með tilliti til skaðlegra efna. Á
þetta sérlega við um þau sláturhús sem
hafa leyfi til útflutnings á kjöti. Við
miðum í þeim efnum meðal annars við
kröfur bæði Matvæla- og landbúnaðar-
stofnunar (FAO) og Heilbrigðis-
stofnunar (WHO) Sameinuðu þjóðanna.
Við tökum einnig sýnishorn úr svína-
sláturhúsum og athugum til dæmis
sérstaklega líffæri með tilliti til hugsan-
legrar fúkalyfjamengunar. En við
höfum aldrei fundið neitt athugavert.”
í Vestur-Þýskalandi hefur verið notað
fúkalyfið klóramfeníkol sem skilur ekki
eftir sig neinar leifar i nýrunum, þannig
að ekki er hægt að greina það með
vísindarannsóknum. En — eins og hér
verður skýrt, kemur vart til greina að
það hafi verið notað hérlendis.
Dýralæknar verða eins og aðrir
læknar að hlíta lögum og reglum um
gerð lyfseðla og afgreiðslu lyfja. í reglu-
gerð nr. 291 frá árinu 1979, um
afgreiðslu lyfja, segir á einum stað: „Lyf,
sem innihalda eftirtalin efni, má
eingöngu nota handa dýrum að fengnu
skriflegu samþykki yfirdýralæknis
hverju sinni: Arsenik, klófenótan,
samtengd efnasambönd með verkan
kynhormóna, skjaldkirtilslyf.”
Fúkalyfið klóramfeníkól hefur alls
ekki verið flutt inn til dýralækninga að
sögn Reynis Eyjólfssonar hjá Lyfjaeftir-
liti ríkisins. Reynir sagði Vikunni einnig
að þau gervi-hormón, sem áður hefur
verið minnst á og mótmælt var harðlega
af vestur-þýsku neytendasamtökunum,
hefðu heldur ekki verið flutt til landsins.
Allt mcð eðlilegum hætti?
Niðurstaðan af þessari athugun
Vikunnar á eftirliti með lyfjanotkun við
kjötframleiðslu á Islandi er I höfuð-
dráttum jákvæð. Hér gilda strangar
reglur um innflutning og notkun lyfja og
eftirlit hefur ekkert misjafnt leitt i ljós.
Er þá bara allt I stakasta lagi?
„Ég get nefnt eitt dæmi um það sem
ég tel óeðlilega viðskiptahætti og snertir
þau mál sem við höfum hér fjallað um,"
sagði Páll Agnar yfirdýralæknir. „Engar
reglur banna það en sumir eggjafram
leiðendur nota litarefni í fóður handa
varphænum. Þetta er ekki skaðlegt efni
og notkun þess ekki brot á lögum.
En þetta litarefni gerir eggja-
rauðurnar litsterkari, þær verða mun
rauðgulari að sjá. Að likindum seljast
þessi egg betur en önnur og að mínu
mati er hér ekki farið að eins og rétt
væri. Svíar vilja láta banna notkun
þessara litarefna og mér þætti ekki
óliklegt að notkun þeirra hérlendis yrði
einnig látin hlíta einhverjum t
reglum fljótlega.” L_i
8. tbl. Vikan 21