Vikan - 25.02.1982, Side 31
Opnuplakat
Aðþessu sinni fjöllum við um nafn sem
er fremur lítt þekkt hér á landi enn sem
komið er en er sem óðast að ávinna sér
frægðog vinsældir ínágrannalöndunum.
Dúettinn Soft Cell skipa þeir Marc
Almond og David Ball, tveir ungir menn
að norðan eins og sagt er í heimalandi
þeirra sem er (að sjálfsögðu) Bretland.
Saga Soft Cell er ekki löng og til
skamms tíma voru þeir bara enn ein
hljómsveitin (er hægt að tala um tveggja
manna hljómsveit?) sem gutlaði á hljóð-
gervla með tilheyrandi glansútbúnaði og
ýmiss konar uppákomum. Á síðasta ári
vænkaðist hagur þeirra með laginu
Tainted Love sem sló i gegn og varð
söluhæsta lag I Bretlandi árið 1981. Soft
Cell er nú talin ein efnilegasta hljóm-
Nýjasta lag Soft Cell heitir Say
Hcllo, Wave Goodbye og á án cfa
eftir að hljóma oft.
SOFT
CELL
sveitin í heimalandi sínu og sú sem hvað
mestar vonir eru bundnar við á þessu ári
að mati sérfræðinga um þessi mál.
Meginland Evrópu hefur heldur ekki
farið alveg varhluta af tví-
menningunum, Tainted Love hefur
komist ofarlega á vinsældalista og þeir
víða hátt skrifaðir.
Marc Almond er 24 ára og David Ball
22 ára.Þeir eru frá Leeds og kynntust í
listaháskólanum þar i borg. Marc lagði
stund á gjörninga en David fiktaði við
hljóðgervla. Þegar þeir eru inntir eftir
því hvort námið hafi reynst þeint
gagnlegt á tónlistarbrautinni vilja þeir
sem minnst úr því gera, segja þó að það
hafi eflt sjálfstraustið og gert þeim (og þá
sérstaklega Marc) auðveldara að fara á
svið og láta öllum illum látum.
Eins og ljóst má vera setja rafeinda-
hljóðfærin svip sinn á tónlist þeirra
félaga en að auki má þar greina ýmis
önnur áhrif, aðallega það sem nefnt er
norðurslóðarsoul og diskó. Danstónlist
unglingsáranna hefur ogreynst áhrifarik
og er lagið Tainted Love eins konar
virðingarvottur við þá tónlist. Þeir vilja
gæða rafeindavædda tónlist lífi og til-
finningu og vilja ekki láta stimpla sig
sem neina yfirborðskennda tölvu-
poppara. „Hljóðgervlareru aðeins hljóð-
færi sem við leikum á — þeir bjóða upp
á marga möguleika og við kunnum því
velogbasta.”
Fyrsta. lagiðsem þeir léku inn á plötu
var Memorabilia sem kom út á safnplötu
með tónlist ýmissa óþekktra hljómsveita
undir heitinu Some Bizzare Boys. En
það var siðar umboðsmaður þeirra,
Stevo, alræmdur fútúristi og plötu-
snúður i East End í London, sem stóð
fyrir gerð þessarar plötu og fékk mest-
megnis skömm í hattinn fyrir tiltækið
því ekki þótti platan neitt meistaraverk.
En í það minnsta fengu óþekktar hljóm-
sveitir þarna tækifæri til að láta til sin
heyra. Þar á meðal var hljómsveitin
Depeche Mode sem eins og Soft Cell átti
síðareftiraðgera þaðgott.
Nýjasta smáskifa Soft Cell er
Bedsitter og fyrsta breiðskífa þeirra,
Non Stop Erotic Cabaret, kom á markað
undir árslok og hefur verið vel tekið.
Nafn plötunnar segjast þeir hafa séð á
neonskilti skemmtistaðar í Soho i
London og „sagði ekki Liza Minelli að
lífið væri kabarett? Mitt er endalaus eró-
tiskur,” segir Marc forvitnum til
glöggvunar.
Það er vert að sperra eyrun þegar Soft
Cell heyrist nefnd því margt bendir til
þess að þeir eigi framtiðina fyrir sér (í
það minnsta þá nánustu) með tónlist
sem sameinar margt það besta sem
popptónlistin hefur upp á að bjóða og
nýtir tækninýjungar til að skapa til-
finningaríka og áheyrilega tónlist. iW
Tónlistarmcnn Vikunnar
og Hollywood:
8. tbl. Vikan 31