Vikan


Vikan - 20.05.1982, Blaðsíða 21

Vikan - 20.05.1982, Blaðsíða 21
15. hluti Framhaldssaga — Kórónan er i öruggum höndum, sagöi Annika fljótmælt. — En Parkinson hefur þá komið hingað aftur. Tók hann eitthvað fleira. — Tréstöngina. Sverð Feornins fann hann hins vegar ekki. En hvar er kórónan? — Ron tók að sér að varðveita hana. — Hamingjunni sé lof, sagði Jörgen. — Honum getum við treyst. P arkinson eyddi ekki tima sinum til ónýtis. Sama dag og hann kom til borgarinnar kallaði hann til sín nokkra vísindamenn i fornum fræðum og sparaði. ekki leikræna tilburði þegar hann lagði fram sverðið og tréstöngina. Að sjálfsögðu varð undrunin mikil og áheyrendur áttu bágt með að trúa augum og eyrum þegar Parkinson sagði sögu sina með dyggilegri aðstoð unnustu sinnar. Vitanlega var allt með öfugum formerkjum, það var hann sem hafði leyst gátuna um ogamrúnirnar eftir þrotlausar rannsóknir, og það var hann sem hafði fundið sverðið. Og svo voru það stúdentarnir sem alla tið höfðu setið í svikráðum við hann og höfðu nú undir höndum kórónuna sem þeir stálu frá honum. Nei, hann vildi ekki blanda fjöl- miðlum strax i málið, þetta varð fyrst um sinn að vera aðeins þeirra á milli, sem vit höfðu á þessum málum, og hann vildi ná aftur kórónunni áður en svo langt yrði gengið. Nei, hann vildi ekki heldur blanda lögreglunni í málið, það gæti skaðað orðstir háskólans. Jú, jú, hann fór nú líklega nærri um hvílíkt gildi þessi fornleifafundur hafði en hann vildi veita þessum stúdentum eitt tæki- færi ennþá. Leynilögreglumaður aftur á móti... Starfsbræður hans hlustuðu vantrúaðir á hann. Flestir þeirra vissu að Parkinson hafði ekki minnstu mögu- leika á að hreppa prófessorsstöðuna. Hann var almennt álitinn lélegur fræði- maður, sem best væri að hafa sem minnst samskipti við, en fram til þessa hafði ekki sannast á hann neitt misferli i starfi. Vissulega hafði doktorsritgerð hans verið frábær en hann hafði ekki á nokkurn hátt getað uppfyllt þær vonir sem bundnar höfðu verið við hann þá. En hér stóð liann nú og sýndi þeim þessa stórkostlegu muni sem höfðu ómetanlegt gildi fyrir forn fræði. Hefði hann i raun og veru leyst gátuna á eigin spýtur og fundið þessa stórmerkilegu muni þá hlutu þeir að verða að endur- skoða álit sitt á honum. — Segðu mér, Parkinson, sagði einn þeirra. — Hefur þú ekki verið óþarflega sjálfráður i þessu máli? Er það viðtekin venja að grafa upp slikar fornleifar án þess að gefa fyrst um þær skýrslur og fá þær staðfestar? — Ja, unga fólkið, sem var með mér, hélt þvi fram að þetta væri fullgildur visindaleiðangur, sagði Parkinson flaumósa. — Og...ég meina... þarna var þó cand. mag. i þjóðfræði og fornfræði og tvö þessara ungmenna leggja stund á keltnesk fræði, annað þeirra hefur raunar þegar lokið prófi í greininni. Og ég hef nú sjálfur doktorsgráðu sem ætti að vera einhvers virði, sagði hann og reigði sig. SÖGULOK — Við verðum náttúrlega að kanna þetta mál ofan i kjölinn. Við verðum að senda leiðangur til Steinheia og við verðum að yfirheyra unga fólkið... — Þið getið það varla strax, sagði Parkinson sem vildi reyna að vinna tíma. — Þau eru naumast komin heim ennþá. þau ætluðu að taka á sig krók. Tortryggnin lá i loftinu. Parkinson talaði og talaði. T one og Annika, Martin og Jörgen töluðu hins vegar fátt. Þau fóru hvert heim til sin og biðu eftir Ron. Annika gekk um föl og fá heima í íbúð . þeirra Tone, vildi ekki fara út fyrir húss- ins dyr ef Ron skyldi láta til sín heyra. Öðru hverju hringdi hún til Martins að spyrja hvort hann hefði nokkuð frétt. En hann svaraði alltaf neitandi. Hún fékk martraðir. Nótt eftir nótt vaknaði hún við að Tone stóð yfir henni og hristi hana og spurði hvers vegna hún æpti svona. Þá starði hún á systur sina i botnlausri örvæntingu og hvislaði. — Það var Ron. Mig dreymdi Ron. Það varsvoskelfilegt. En Ron kom ekki. Martin þurfti að gera upp við félaga sina. Kvöld eitt fór hann á stúdenta- krána og þar sátu kunningjar hans sem óðara köstuðu sér yfir hann eins og soltnir úlfar. Þeir minntu hann þegar í staðá veðmálið. Hann horfði á þá með fyrirlitningu. — Hvað skulda ég ykkur mikið? — Hvað þá? Þú hefur þó ekki tapað? sögðu þeir stríðnislega. Þetta er ekki spurning um að tapa eða vinna, sagði Martin þreytulega. — Að vissu leyti hef ég auðvitað beðið ósigur en þetta veðmál vekur einfaldlega við- bjóð minn. Stúlkan er alltof góð fyrir svona lagað. Þaðsljákkaði í þeim. — Hvaðáttu við? — Ég á við það að Martin Öyen er nú i fyrsta sinn á ævinni ástfanginn af stúlku. Hún er eina stúlkan i heiminum, sem ég kæri mig um, og ég fæ hana ekki. Svo að hér fáið þið peningana ykkar. — Nei, sagði einn þeirra eftir nokkra þögn. — Sért þú, Martin, orðinn ást- fanginn af stúlku þá er það meira virði en svo að ég vilji taka við peningum frá þér. — Sama segi ég, sögðu fleiri. — Eigðu þessa peninga. Aðeins tveir þeirra tóku aftur við veð- fénu og Martin var þakklátur. Hann var í rauninni afleitlega blankur þessa stund- ina. L oks kom að þvi að fjórmenning- arnir voru kallaðir á skrifstofu háskóla- rektors. Þar var fyrir fjöldi manna, þar á meðal Parkinson sem ekki virtist kunna alltof vel við sig i félagsskapnum. Margar spurningar voru lagðar fyrir þau og þau reyndu að svara eftir bestu getu ogsannfæringu. — Hér stendur sem sagl fullyrðing gegn fullyrðingu, sagði rektor þurrlega eftir að Martin hafði skýrt mál þeirra. — Þið ákærið kennara ykkar fyrir að hafa þrengt sér inn á ykkur, reynl að stela ogamþýðingunni frá ykkur og siðan tré- stönginni og sverðinu. Er það nú líklegt að hann þyrði að leggja fram logna út- gáfu af þessum atburðum þegar hann veit að hann hefur fjögur vitni á móti sér? Sú staðreynd vitnar raunverulega honum i hag eins og þið hljótið að skilja. Því engum dytti annað eins i hug nema því aðeins að það væri sannleikurinn i málinu. En þiðsegist hafa fundiðannað sverð. Það hef ég ekki heyrt neitt um áður. — Það er eintómt rugl, greip nú Parkinson fram í. — Þau hafa aldrei minnstáþaðfyrr. Jörgen gekk nú fram og sótti sverðið, sem þau höfðu fengið að geyma i næstu stofu. Hann tók það úr umbúðunum og lagði á borðið fyrir framan rektor. Sverð Feornins var langt frá þvi eins glæsilegt og konungssverðið, afar illa farið af ryði og raunar litið eftir af þvi nema meðalkaflinn og hjöltun. En sér- fræðingarnir voru ekki í minnsta vafa um að það væri jafnósvikið og konungs- sverðið. Parkinson náfölnaði, þegar hann sá sverðið, en hann jafnaði sig brátt. — Þarna sjáið þið, herrar minir, með eigin augum þá lævísi og sviksemi sem ég hef orðið að þola af þessum ung- mennum. Þau hafa algjörlega faríö á bak við mig með þetta sverð. Ég fékk aldrei neitt að vita um það. — Hvert ykkar fann þetta sverð? — Það var Ron, sagði Jörgen. — Þessi Ron, já, tautaði rektor. — Sá sami sem tók að sér „varðveislu" kórón- unnar. — Hvernig í ósköpunum gastu fengið af þér að haga þér svo heimskulega að láta hann fá kórónuna? hvæsti Parkin- son að Anniku. Hún sneri sér hægt að honum. — Ég treysti Ron betur en þér, sagði hún hæg- látlega. — Heimska! Þetta er allt jafnfárán- legt frá upphafi til enda. Það voruð þið sem stáluð kórónunni frá mér! Rektor hastaði á þau. — Parkinson heldur því fram að þessi Ronald Fletcher sé njósnari. Hvert er ykkar álit? Martin horfði á Anniku og fann sárt til með henni. Henni var með öllu óskiljanleg hegðun Rons. — Ron er vinur okkar, sagði hann. — Og hann getur staðfest sögu okkar þegar hann kemur hingað sem ég veit að verð- ur mjög bráðlega. Andlit Anniku ljómaði. — Það er eins gott fyrir hann, sagði rektor þurrlega. — Þvi Parkinson hefur nú að bestu manna ráðum kært ykkur fyrir lögreglunni. Og á morgun verður þetta allt saman i blöðunum. Einn viðstaddra heyrðist tauta: — Ákærð fyrir að stela kórónu sem engjnn hefur séð. Parkinson lét sem hann heyrði ekki. Il.hluti N æsta dag notuðu blöðin sitt stærsta fyrirsagnaletur: „Stórkostlegur fornleifafundur." „Há- skólakennari sakar fjóra stúdenta um þjófnað.” „Einstæðar fornminjar á villi- götum.” „Hvað er orðið af kórónu Cadalláns?” „Er sagan um kórónuna uppspuni?” Fjórmenningarnir voru kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglunni, þar sem þau endurtóku allt sem þau höfðu áður stað- hæft við rektor. Þeim var siðan sleppt lausum en máttu ekki fara úr borginni. Þau gengu hægt til baka, álút með hendur á kafi i vösunum. Lengi mæltu þau ekki orð af vörum. Loks rauf Tone þögnina: — Hann er geggjaður. Hvað hyggst hann eiginlega hafa upp úr þessu? — Skyldi hann halda að hann geti snúið sig út ur þc^u? sagði Martin. ZO. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.