Vikan


Vikan - 13.01.1983, Blaðsíða 7

Vikan - 13.01.1983, Blaðsíða 7
og ökuferð um Skotland? í kjarrlendi, allt upp í skóglendi, með ásum, holtum og fjöllum í kring, fram í það ganga skógi vaxin nes og upp úr því standa kjarri vaxnir hólmar. Hins vegar er þar miklum mun meira af bátum alls konar og mörgum þeirra vélknúnum, en vélar munu vera bannaöar í bátum á Hreöa- vatni. I kring eru margir sumar- bústaðir og jafnvel hallir, eins og viö Hreðavatn, því þarna á fína fólkið í þéttbýlinu athvarf í faðmi náttúrunnar — eins og hér. Við höfðum hugsað okkur að fara með endilöngu vatninu og þar yfir fjalliö niður að ströndinni. En þegar inn í botninn kom var rign- ingin orðin eins og úr bruna- slöngu, frekar en eins og hellt væri úr fötu, svo við ákváðum að snúa við og fara heldur út með Clyde- firði sunnanverðum. Við töldum okkur hafa veöur af því að þar væri alltént þurrara í veðri. Svo líka og þegar birtir upp milli skúra eru allir litir mjög skírir og hreinir. Á víkingaslóðum Bæirnir standa þétt þarna á ströndinni, mismunandi fallegir eins og gengur. Því minni, því fallegri. Sums staðar eru þorpin ekki annað en ein húsaröð ofan viö veginn sem liggur á sjávar- kambinum. Þetta eru allajafna einbýlishús, falleg og vel hirt, með fallegum og vel hirtum görðum. Það stingur því dálítið í stúf að ströndin er yfirleitt ekki eins vel hirt, hefur jafnvel sums staöar verið notuð til að sturta á hana rusli sem ekki forgengur svo glatt: múrsteinsbrotum, brotnum snyrtitækjum, járnarusli. Raunar ber þessi strönd með sér að hún er ekki til að flatmaga á um sumar- tíma því hvergi sem viö fórum fundum viö sandströnd, aðeins grjót. Raunar munu þetta vera slóðir forfeðra vorra því þarna viö Clydefjörðinn var vrnsæll viðskiptastaður víkinga hér fyrr á tíð. Viöskiptin fóru gjaman fram með þeim hætti að víkingarnir tóku þaö sem þeim sýndist en létu lítið koma fyrir, nema nokkra dauða skrokka og brunarústir ef því var að skipta. Samt eru menn á þessum slóðum enn að minnast þess ama og í einum bænum, sem við áðum í (og átum fish and chips) — Largs heitir hann — var okkur sagt að haldin væri víkinga- hátíð einu sinni á ári. Kannski er hún til að halda upp á að víkinga- ferðir með þessum hætti eru nú af lagðar. Þegar við komum til Largs var farið að halla degi. Nú var um það að velja að snúa við og fara sömu leið til baka, halda áfram til Ayr, sem er sunnar og sagður skemmtilegur og fallegur staður, eða halda áfram og beygja aftur í átt til Glasgow skömmu áður en kemur að Ayr — eða þetta voru þeir kostir sem kortið okkar bauð upp á. Allt virtist þetta vera svipað að vegalengd. Mig langaði hins vegar að líta yfir byggöina áður en við yfirgæfum Largs og skrúfaði Escortinn upp eftir þröngri og brattri götu sem liggur Hvarvetna með vegunum er hægt að staldra við og fá sér huggulegan kaffisopa eða annað sér til hress- ingar, jafnvel þótt Bretar séu yfir- leitt dálítið íhaldssamir með opnunartíma á sunnudögum. var, þótt af og til dropaði. Hins vegar fréttum viö það daginn eftir að ef við hefðum haldið við upprunalegu áætlunina hefðum við komið á eina sólarstaðinn í Skotlandi þennan sunnudaginn — og hann ekki af lakari sortinni hvað náttúrufegurð og útivistar- yndi snertir. En sem sagt: Viö fórum út með Clydefiröi. Þar er líka víða mjög fallegt og hefði ábyggilega verið enn fallegra í bjartara veðri. Þó hefur dumbungurinn sinn sjarma Hjálpræðisherinn i Largs var með útisamkomu á „torginu" með ræðuflutningi, söng og hljóðfæra- slætti. upp frá Largs líkt og leiðin til Norðf jarðar upp úr Eskifirði. En það gekk seint að finna útsýnisstaö. Beggja vegna við þennan þrönga veg voru hlaðnir steingarðar, háir, og ekki gert ráö fyrir bílastæðum. Þar að auki tóku há tré við strax handan garðanna og ekki mikillar útsýni von. "Fyrr en varði vorum við komin upp á heiði. Hvert lá nú þessi vegur? Enn var ekki gert ráö fyrir því hér að bílar væru stöðvaðir. Hefðum við gert það heföum við lokað hálfum veginum. Okkur langaði samt að skoða kortið og þegar slóði opnaðist til hægri eftir þó nokkurn akstur stungum við okkur inn á hann milli tveggja dranga og vorum þá stödd í hring- laga malar- og grjótnámu. Þar Verslun og viðskipti þurfa ekki alltaf mikinn umbúnað. Þessi bóndi stillti sér upp við bílastæði hjá Loch Lomond og seldi afurðir sinar. Við keyptum af honum mjólk og gul- rætur og eitthvað fleira — ódýrt og fyrsta flokks. var allt fullt af bömum, tvennt eða þrennt fuilorðið og tveir bílar. Einn hinna fullorðnu sagði okkur að þetta væri bekkur úr skóla í Glasgow í jarðfræöiferð og spurði hvort okkur fyndist ekki þetta landslag (grjótnáman) ósköp íslenskt? Hann fræddi okkur líka um að ef viö héldum áfram þessa leið yfir heiðina bæri okkur að Paisley sem er næsti bær sunnan við Glasgow og skammt á milli, og værum þar með nærri komin heim. Kortiö okkar væri fjarska bágborið, sagöi hann, enda var þessi leið yfir heiðina ekki á því. 2. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.