Vikan


Vikan - 13.01.1983, Blaðsíða 46

Vikan - 13.01.1983, Blaðsíða 46
Framhaldssaga bókinni minni. Eftir drykklanga skammarræöu yfir karlinum sneri Toni við honum baki og baö mig kurteislega afsökunar. Eg burstaöi af buxunum mín- um. — Þakka þér fyrir, Toni, þú komst á réttu augnabliki. En hvað er faðir þinn aö gera hér? Og hvað er hann alltaf aö reyna aö segja mér? Toni yppti öxlum. — Eg heyröi ekki, hvaö hann sagöi viö þig. En hann kemur oft hingað, þetta er hans uppáhaldsstaöur. Helstu gestir hér eru fjallgöngumenn, og hann stundaöi mikið fjallgöngur, þegar hann var ungur. Þetta virtist mælt í hreinskilni. En eins og ég var annars fegin komu Tonis, virtist hún heldur ósennileg tilviljun. — Og þetta er líka uppáhalds- staðurinn þinn? spuröi ég ögrandi. Sólbrúnt hörundiö kipraöist kringum bláu augun hans.— Alls ekki. Eg var bara aö elta þig. Eg lyfti brúnum í spurn. Toni sendi mér heillandi bros. — Er þaö ekki líka algengt i Englandi, að karlmenn eltist viö fallegar stúlkur? sagði hann og nálgaðist mig. Eg hörfaði ósjálfrátt. Til alirar óhamingju varnaöi hann mér veg- arins að kránni. Og þar sem snjó- veggirnir voru í mittishæö beggja vegna stígsins gat ég aðeins flúiö í eina átt, áttina, sem Otto gamli haföi viljaö toga mig. — Nei, sagði ég, — þaö er hvergi algengt, aö karlmaður elt- ist við stúlku, sem hann þekkir ekkert og sem hefur augljóslega engan áhuga á honum, þegar fullt er af stúlkum allt í kringum hann, sem tækju honum fegins hendi. Eg fyllti lungun af ísköldu lofti og sagöi með festu: — Nú vil ég komast aftur til krárinnar. Viltu gjöra svo vel að hleypa mér fram- hjá! Hann hristi höfuðiö. Hann var klæddur sömu fötunum og síöast þegar við hittumst í f jallinu, svört- um skíöabúningi með dökkrauöri rönd á annarri erminni, meö svarta og hvíta húfu á höföi og skíðagleraugu, sem hann hafði ýtt upp á ennið. Var Toni skíðamaður- inn ókunni, sem stökk fyrir sleö- ann okkar? — Eg æpi á hjálp, ef þú hleypir mér ekki framhjá, hótaði ég. Hann brosti og færöi sig nær. — Æptu eins hátt og þig lystir. Þessi krá er byggð til aö standast óveöursbylji Alpafjalla, og glugg- arnir eru meö þreföldu gleri. Þangaö heyrir enginn til þín. Eg hörfaöi enn. — Hvaö ertu aö reyna að géra? spuröi ég skelkuð. — Hvers vegna eltirðu mig hing- aö? — Til þess að veita þér ráðn- ingu. Ertu búin að gleyma, aö ég varaði þig við því að koma upp í fjalliö? — En ég hef ekki gert neitt af mér, andmælti ég. — Eg er hér einfaldlega í vetrarfríi, eins og hver annar túristi. Augnatillit hans harönaöi. — 0, nei! Eg heföi kannski trúaö þér, ef þú heföir látið þér nægja aö sitja áfram í sólinni viö enda skíðalyft- unnar, en fyrst þú ert komin hing- að á þessa krá til aö eggja gamla flóniö, hannfööurminn: . . — Eggja fööur þinn! Guö hjálpi þér, þaö væri þaö síðasta. . . Hjálp! Nei, Toni —ekki —hjálp! Hann stökk á eftir mér, en ég vatt mér undan honum, snerist á hæli og flúði. Eg haföi ekki um nema eina átt aö velja, niður þröngan stíginn aö bjálkakofa, sem var á kafi í snjó næstum upp aö upsum, en hreinsað haföi verið frá dyrunum. Eitt augnablik hélt ég, aö öll von væri úti, þegar ég sá, hve hurðin var traustleg og búin stæröar hespu og hengilás. Svo sá ég, aö hengilásin var opinn. Eg rykkti upp hurðinni, hrökklaðist inn í myrkrið og lokaöi mig inni. Mér var borgið. Borgið? Um leiö og ég hné niður á gólfiö og reyndi að ná andanum, rann það upp fyrir mér, að ég haföi ætt beint í gildru. Eg heyrði hláturinn í Toni, meðan hann hespaöi aftur hurðina að utanveröu og læsti meö hengilásnum. Ellefti kafli Þar eö ég reyki ekki, bar ég eng- ar eldspýtur á mér og gat því ekki rannsakaö fangelsi mitt. Dauf f jósalykt gaf til kynna, aö kúahirö- ar notuðu kofann sem geymslu eða skýli, þegar þeir gættu naut- gripa í sumarhögum hér í f jallinu. Kofinn var traustlega byggöur til aö standast vetrarveðrin, en ekki að sama skapi fínlega frágenginn, og þótt enginn væri glugginn, seytlaði ofurlítið ljós inn um rifur milli bjálkanna. Augu mín vönd- ust smám saman myrkrinu, og ég RAKARASTOFAN BISTY Smiðjuvegi D-9 Tímapantanir í síma 43929. 46 Vikan 2. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.