Vikan


Vikan - 13.01.1983, Blaðsíða 30

Vikan - 13.01.1983, Blaðsíða 30
Geimgrísirnir. Amerfaki öminn Þungbrýnn að vanda og Ker- Dýralsekna' Hvað er líkt með Prúðu leikurunum og leikritum Shakespeares? Karlmenn bæði í kven- og karlhlutverk- um! Það er reyndar af sem áður var að karl- menn færu með öll kvenhlutverk í leikritum Shakespeares. En meðan hann var og hét (hvað sem hann nú hét) var það alsiða og annað reyndar óþekkt. Sjálfsagt verður kona komin í hlutverk Svínku eftir 3—400 ár líka. Konurnar eru komnar í velflest kven- hlutverk hjá Shakespeare og því skyldi þró- unin ekki verða svipuð hjá Prúðu leikurun- um. Tekur varla nema nokkur hundruð ár. Það er að segja ef Kermit og Svínka verða jafn „lífseig” og Rómeó ogjúlía. Við vitum hvernig fór fyrir þeim! Reyndar fara konur með hlutverk í Prúðu leikumnum, en þau em bæði fá og smá. Sú fyrsta sem slóst í hópinn segir líka: ,,Ég var ekki valin vegna leikhæflleika minna heldur vegna þess hvað ég var stór. ’ ’ Hvað það kom málinu við skýrist á eftir. 235 milljónir manna í meir en hundrað löndum horfa reglulega á Prúðu leikarana og þættirnir hafa verið verðlaunaðir í bak og fyrir. Börn sem ekki vom fædd þegar þeir hófu frægðarferilinn em sífellt að bætast í aðdáendahópinn svo varla verður lát á vin- sældunum í bráð. Ef eitthvað drepur Prúðu leikarana verður það helst pillan eða atóm- bomban. Jim Henson og fyrirtæki hans, HA! (Henson Associates), reka Prúðu leikarana viku eftir viku í ný ævintýri og nánustu sam- starfsmennirnir, Frank Oz (Svínka og Fossi bjöm) og Jerry Nelson (Vitlausi Harry og fleiri) em einnig stórtækir í handritagerð og öðm sem fylgir. Kermit var fyrsti prúði leikarinn sem Jim Henson skapaði og þjóðsagan um græna vetrarfrakkann og golfkúlurnar tvær sem hann lagði í froskinn er að verða jafnþekkt og sagan um upphaf Rómaborgar. Kermit er orðinn 26 ára, reiknað í mann- ámm því hann væri sjálfsagt löngu dauður ef hann reiknaðist í froskámm. Jim Henson sér sjálfur um stjórn hans og ljær honum lát- bragðið og rödd sína. Jim er reyndar óspar á röddina því raddir sænska kokksins, Hrólfs og Tanna læknis em einnig úr hans barka komnar og er þá alls ekki allt upp talið. Jim Henson byrjaði smátt eins og vera ber í amerískum framaferli. Hann var í átta ár (frá 1955) með fimm mínútna sjónvarps- þátt, Samma og vini hans, í hverri viku, seint um kvöld. Þar kom að hann var farinn að vekja at- hygli og honum var boðið í fræga og vinsæla þætti eins og til dæmis þátt Ed Sullivan. Konajims, Jane, hjálpaði honum fyrst í stað en þegar Prúðu leikaramir komu til sögunn- ar var hún farin að gæta bús og barna og annað samstarfslið bar hitann og þungann meðjim. Þungann já, það var nefnilega engin til- viljun að konan var valin eftir stærð en ekki hæfileikum, það þurfti líka að velja karlana með sömu sjónarmið í huga. Talsverða krafta þarf til að leika sér að dúkkunum í Prúðu leikara-sýningunni því þær eru af stærri gerðinni svo sem sjá má ef þær eru bornar saman við gestina sem einatt fylgja þáttum Prúðu leikaranna. Þar þarf engar tæknibrellur til að sýna rétta stærð. Tækni- brellumar em geymdar og notaðar í ýmislegt annað. Ekkert lát er á vinsældum Prúðu leikar- anna og að sjálfsögðu em þeir famir að leika í kvikmyndum og kringum þá hefur skapast leikfangaiðnaður, plakataiðnaður, plömiðn- aður og annað slíkt sem vinsælum fígúmm fylgir. Gestir Prúðu leikaranna em orðnir æði margir og þeirra á meðal er heimsfrægt fólk sem lætur ekki sjá sig í hvaða þætti sem em. Þýðandi þáttanna, Þrándur Thoroddsen, hefur þótt standa sig með eindæmum vel, en hann hefur látið hafa eftir sér að sér þyki þættirnir mótast mest af gestunum sem í þá koma hverju sinni og vera jafnmisskemmti- legir og gestirnir em margir. í hverjum þætti er reynt að skapa alveg nýtt andrúmsloft og þá í stíl við gestinn og hópurinn á bak við Prúðu leikarana tekur virkan þátt x vali gesta og síðan í því að semja og skapa efni kringum hvern gest fyrir sig. Möguleikarnir em óþrjótandi eins og aðdáendur hafa tekið eftir og þó er ramm- inn, gamla leikhúsið, nokkuð þröngur. Og hvað skyldu þeir sem að baki Prúðu leikaranna standa sýsla við þegar þeir em ekki að vinna þættina um Prúðu leikarana? Við því er sjálfsagt ekkert algilt svar en þess má geta að Jim Henson og vinir hans eru líka með aðra sjónvarpsþætti á sínum snær- um. Þeir þættir heita Sesame Street og um hvað skyldu þeir svo sem vera nema.....brúður! 30 Vikan 2. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.