Vikan


Vikan - 13.01.1983, Blaðsíða 48

Vikan - 13.01.1983, Blaðsíða 48
Framhaldssaga issvipting þín sé einnig honum aö þakka. En hvers vegna gerði hann þetta, Rosemary? Eg botna ekki neitt í neinu. — Phil er inni á kránni aö reyna að fá einhvern botn í máliö. Hann hótar þeim með lögreglu og guö veit hverju, en þaö sést ekki tang- ur né tetur af Toni Hammerl, ég vissi ekki einu sinni, að hann heföi komið hingað. Otto gamli er hér, en þú veist, hvað er erfitt að skilja hann. Það var konan á kránni, sem togaði upp úr honum, hvar þú værir, og fékk hann til að láta lyk- ilinn af höndum. Hann virðist vera í miklu uppnámi yfir einhverju, og þegar ég fór, var hann að halda langa ræðu yfir Phil, en ég á ekki von á, að hann verði fróðari eftir en áður. Og það var hann augljóslega ekki. Þegar viö komum inn á krána, var hann í þann veginn að leggja á i'lótta undan ruglinu í Ottó og fjandsamlegri þögn hinna mannanna þriggja. Hann varð alls hugar feginn komu okkar. — Komtom okkur af stað, sagði hann. — Veðrið fer versnandi, og við eigum langa göngu fyrir hönd- um. Viö verðum að eftirláta Hammerl og vinum hans að finna út, hvaða sögu þeir ætla aö segja lögreglunni, þegar ég gef skýrslu um þetta. Viö lögðum þegar af stað til baka eftir stígnum. Hann var ekki breiðari en svo, aö aöeins tveir gátu gengið samsíða, og ég gekk á undan hjónunum. Eg batt úlpu- hettuna yfir ullarhúfuna mína til að verjast vindinum, sem færðist stöðugt í aukana. Eg heyrði ekki, hvað þau ræddu sín á milli, en svo heyrði ég nafn mitt kallað. Ég nam staöar. Phil kom til mín og hallaöi sér fram á svellað brjóstriðið. Við stóðum einmitt þar sem þverhnípt var alla leið niður í dalinn. — Hefur þér tekist ætlunarverk þitt? spurði hann vingjarnlega. Eg starði á hann skilningssljó. Hvað áttu viö, Phil? — Æ, láttu ekki svona, sagöi hann. — Það er óþarfi að halda áfram að látast. Ég veit, hvers vegna þú ert hér. Hann var enn brosandi og virtist ekkert liggja á, þótt vindgnauðið hækkaði í sífellu. Þaö leit út fyrir, aö stórhríð væri í nánd. Ég skalf. — Eg er ekki að látast. I guöanna bænum, Phil, far þú nú ekki að ímynda þér einhverjar furðusögur um mig! Við veröum að flýta okkur. Ég er viss um, aö Rosemary fýsir jafnmikið og mig að komast sem fyrst heim á hótel. Ég leit til hennar. Hún stóð spöl- korn frá okkur, eins og hún vildi ekki trufla samtal okkar. Hún leit ekki við okkur, en virti fyrir sér útsýniö, sem fór óðum bliknandi, eftir því sem skýin færöust neöar í fjöllunum. — Hafðu engar áhyggjur af Rosemary, sagöi Phil. — Hún er mér sammála um að þessi tími sé eins heppilegur og hver annar til aö ræða við þig, þar sem við höf- um nú fengiö óyggjandi sönnun fyrir því, aö þú ert í tengslum við Otto Hammerl og vini hans. Kof- inn, sem hann vildi sýna þér, er geymslustaðurinn, er það ekki? Ég snuðraði þarna í gær, en þá var kofinn harðlæstur. Fannstu drasl- ið þar inni? I skeggi hans héngu smágerðir ískleprar, þar sem napur vindur- inn haföi þétt rakann frá andar- drætti hans. Allt frá því ég sá Phil Sloan fyrst, hafði mér fundist hann þægilegur maöur, en ekki mikil persóna. Til dæmis var ég sannfærð um, að enginn sterkur persónuleiki hefði látið sjá sig með þetta gisna og ræfilslega skegg. En nú höfðu ískleprarnir breytt því, og hann var ákveðnari og hörkulegri á svip. Mér líkuðu ekki fullyröingar hans, en ennþá verr hugnaöist mér staöurinn, sem hann hafði valið til samræönanna. Ég horfði niöur yfir riöið. Vegurinn í dal- botninum sást ekki lengur, en ég vissi, að hann var þarna óralangt fyrir neðan okkur, og það fór hroll- ur um mig. Eg leit upp eftir fjall- inu, en ekki tók betra við. Dökk skýin þyrluðust um tindinn, sem ööru hverju grillti í gegnum flók- ana. Mig svimaði. — Þetta er Nockspitze, sagði Phil hægt. — Hann er hættulegur, tindurinn sá, eins og margir fjall- göngumenn hafa fengiö að reyna. Ég ætti ekki að þurfa að segja þér, að þú ert komin út á hálan ís, Kate. Ekki svo að skilja, að þú þurfir neitt aö óttast, ef þú bara ert samvinnuþýð. Eg krefst ekki annars af þér en svolítilla upp- lýsinga. — En Phil, andmælti ég. — Ég hef engar upplýsingar aö láta í té. Ég veit ekki, hvað. . . — Nafn, sagði hann. — Það nægir mér til að byrja meö. Er það Becker? Eg hélt fyrst, að þaö hlyti að vera Marsh, en nú hef ég komist aö þeirri niðurstöðu, að þaö hljóti að vera Becker, þó að ég veröi að viðurkenna, aö þú hefur hvað eftir annað ruglað mig í rím- inu. Eg dofnaði upp, ekkert síður af örvinglun en kulda. Ég kom ekki upp oröi. Eg var dauðþreytt og til- finningalega dofin. Eg gat einfald- lega ekki horfst í augu viö fleiri leyndardóma, getsakir né hótanir. Allir, sem ég hafði kynnst í Kirch- wald, höfðu brugðist mér á ein- hvern hátt, nema Sloanshjónin. Eg hafði sett allt mitt traust á alúð þeirra og hversdagsleika og heil- * brigða afstöðu, og nú leit sem sagt út fyrir, að ég yrði einnig að tor- tryggja þau. — Eg. . . ég veit ekki, hvaö þú átt viö, sagöi ég þreytulega. Phil brosti, tók svo þétt um handlegg mér, aö mig verkjaöi undan, og hélt aftur af stað eftir stígnum. — Ætlarðu sem sagt að halda því til streitu? Trúðu mér, það er heimskulegt af þér að reyna að leika hetju í þessu máli. Það verður þér aðeins til tjóns. Hugsaðu þig vel um, og ég er viss um, að þú sérð, hvað þér er fyrir bestu. Því ég mun ekki sleppa þér úr augsýn, úr því ég veit, að ég er kominn á rétta sporið og að Austurríkisferö þín var engin tilviljun. Er það skiliö? Við Rose- mary erum þínir bestu vinir héðan í frá, og svo lengi sem þú reynist samvinnuþýð, þarftu engu aö kvíða. - 0 - Þegar við komum aö veitinga- húsinu, var þaö af skiljanlegum ástæðum autt og yfirgefið. Enginn kærir sig um aö slóra á fjöllum, þegar veður gerast válynd. Orfáir síðbúnir voru á leið niöur í stólun- um. Phil tók skíðin sín, eina parið, sem eftir stóö í skaflinum, þar sem hundruð höfðu verið fyrr um daginn, og stýröi mér síðan að næsta stól. Þau Rosemary tóku þann næsta á eftir. Ég hnipraði mig saman í stóln- um, sem sveiflaðist til og frá, ríg- hélt mér í öryggisslána og skaut höföinu í vindinn. ískaldur snjór- inn beit mig í andlitið og kom út á mér tárunum. Ég var sem lömuð af kulda og eymd. Ég vissi ekki lengur, hvað ég átti að gera, hverjum ég gat treyst, hvert ég gat snúið mér. Heföi ég aðeins haft hugsun á því að fá nafnið á hótelinu í Igls, þar sem Jane var. Kannski væri best fyrir mig aö pakka saman dótinu mínu og fara til Igls og ganga á milli hótelanna, þangað til ég fyndi hana. Aö minnsta kosti gat ég engan veginn verið áfram í Kirchwald, ekki eft- ir það, sem Toni Hammerl hafði gert mér. Og Sloanshjónin. . . voru þau nokkuð vinir mínir, þeg- ar alltkomtil alls? Stóllinn sveiflaðist miklu meira en venjulega vegna vindhraðans. Vafalaust yrði lyftan stöðvuð um leið og búið væri að koma öllum heilu og höldnu niöur. Sveiflurnar voru orðnar svo miklar, að mér var hætt að standa á sama. Ég óskaði þess, að þetta færi aö taka enda. Það tók enda. Allt í einu stans- aði lyftan á miðri leiö. Stóllinn sveiflaöist ennþá, en við vorum ekki lengur á niöurleiö. Þá rann upp fyrir mér, hversu hughreyst- andi hafði verið að heyra þytinn í lyftuvírunum og skröltið, þegar fariö var framhjá staurunum. Eg kann því miður sjaldnast aö meta undur tækninnar, fyrr en hún bregst mér. Eina hljóðiö núna var gnauðið í vindinum, sem hvein í vírunum yf- ir höfðum okkar og stundi í furu- trjánum einhvers staöar fyrir neð- an okkur. Eg greindi stól Rose- mary og Phils aðeins sem dökkan skugga niður úr vírnum um það bil tíu metrum fyrir ofan og aftan mig. Eg var einangruð, stungin ís- nálum, þjökuö af þögninni. Mér var jökulkalt, en skjálfti minn stafaði ekki eingöngu af kulda. — Eralltílagimeðþig, Kate? Þetta var rödd Rosemary. Rose- mary hlaut þó að vera vinur minn, enda þótt eiginmaöur hennar grunaði mig um aö lúra á ein- hverjum upplýsingum, sem hon- um var í mun að fá. Það var Rose- mary, sem hafði hjúkraö mér meö meidda hönd, og Rosemary hafði hleypt mér út úr kofanum. Ég hafði ríka ástæöu til að vera henni þakklát. — Já, takk, kallaði ég til baka. — Heldurðu, aö þetta sé bilun? — Hlýtur aö vera. Phil segir, að starfsmennirnir uppi viti af okkur, svo að þeir hefðu aldrei farið aö stöðva lyftuna, nema eitthvað sé að. Við verðum bara aö sýna þolinmæði. Ég heyröi ominn af röddum ■ þeirra. Þau áttu gott að hafa hvort annaö. Það var erfitt að bíða ein. Eg hafði aldrei á ævinni verið jafneinmana. Einsemd mín var svo algjör, að þegar ég heyrði nafn mitt kallað einhvers staðar neðan úr hlíðinni, hélt ég í fyrstu, að það væri ímyndun mín. Svo kom það aftur, hálfkæft í vindinum: — Kate? Kate Paterson, hvar ertu? — Heyrðirðu þetta? kallaöi Rosemary til mín. — Þetta hlýtur að vera vinur þinn, Stephen. Framhald í næsta blaði. 48 Vikan 2. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.