Vikan


Vikan - 13.01.1983, Blaðsíða 26

Vikan - 13.01.1983, Blaðsíða 26
stjórnmálanna 1983 Gunnar Thoroddsen verður í besta líkams-, sálar- og viskunn- ar ástandi fram eftir árinu. Þessi vinsæli stjórnmálamaöur (saman- ber könnun Dagblaðsins) verður í toppformi um miöjan mars og einnig frá 10. til 22. apríl. Línurnar sem sýna ásigkomulag líkama, geðbrigða og vitsmuna stefna all- ar upp á við í mars og aftur í apríl. Taki Gunnar aö sér ríkisstjórnar- myndun mun honum ganga best á tímabilinu 12. til 17. maí. Um svipað leyti í maímánuði veröur Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, í góðu formi til að standa að ríkis- stjórnarmyndun. Svavar nær ekki neinum verulegum samhljómi framan af árinu, þó gæti 13. apríl reynst örlagaríkur dagur og heillaríkur fyrir flokk hans. Samt sem áður munu kosningaúrslitin ekki vekja neina sérstaka gleði hjáSvavari. Ragnar Amalds hefur í apríl, maí og júní líkamsástand, geðslag og hugkvæmni sem svipar nokkuð til Svavars. Báðir verða greini- lega sérlega vel reiðubúnir til stjórnarmyndunar í fyrrihluta maímánaöar. Aður en Gunnar Thoroddsen og alþýðubandalagsmenn reyna stjórnarmyndun í maí mun Albert Guðmundsson gera misheppnaöa tilraun. Hann verður í góöu formi í fyrrihluta janúarmánaðar en nær ekki góðum samhljómi milli líkama, sálar og vitundar fyrr en í maílok. Albert gerir þó ásamt Jóni Baldvin og Vilmundi mis- heppnaða tilraun til stjórnar- myndunar í apríllok. Vilmundur og hans bandalag ná sér ekki á strik fyrr en um miðjan febrúar — þó veröur sú tilraun fremur fálmkennd og rætist ekki úr þótt Vilmundur nái nokkuð góðri kosningu. Því miður nær Vilmundur ekki góðum samhljómi fyrr en í júnílok, hann fer þá á kostum í málefnum launafólks, en tekur of seint við sér til aö verða með í stjórnarliðinu. Ríkisstjórnin sem kemst á lagg- irnar í maí verður vel aö skapi Jóhannesar Nordals seðlabanka- stjóra. Hann verður með í ráðum og lítur ánægður yfir verkið í síðari hluta maí. Efnahagsstefna að skapi Jóhannesar verður tekin upp og má vænta fyrstu hörkulegu aðgerðanna síðari hluta júlí- mánaöar. Afram verður haldið í ágústmánuði og um áramótin 1983—1984 veröur Nordal virki- lega í essinu sínu. En Framsókn? Enn sem fyrr verður Olafur Jóhannesson pott- urinn og pannan í ríkisstjórnar- pókemum í maí. Hann verður í besta formi, kroppurinn, sálin og vitið alit í samhljómi frá miðjum maí til mánaðarloka. Síðan tekur reyndar Steingrímur við og stýrir Framsókn inn á stefnuna í efna- hagsmálum. Steingrímur verður nefnilega fær í flestan sjó frá og með júlíbyrjun. Aður var minnst á Jón Baldvin. Hann veröur í nokkuö sæmilegu formi þegar kosningamar fara fram en samt sem áöur nokkuð sundurlaus, líkamsástandið verð- ur með besta móti áður en sálin og vitið ná sér á strik. Þegar Vil- mundur kemst á toppinn, of seint, í júnílok, verður Jón Baldvin allur á niðurleið. Þrátt fyrir allt verður Jón ekki óánægður með kosninga- úrslitin. Einhver togstreita virðist milli Jóns Baldvins og Kjartans Jóhannssonar, formanns Alþýðu- flokksins. Oneitanlega stendur Kjartan mun betur að vígi og þar eö hann verður með besta móti um miðjan maí gæti svo farið að Al- þýðuflokkurinn ætti aðild að ríkis- stjórnarmyndun. Forystumenn launafólks, þeir Asmundur Stefánsson, forseti ASI, og Kristján Thorlacius, formaður BSRB, verða báðir í besta formi síðustu vikuna í júlí. Einmitt um sama leyti má búast við hörðum efnahagsaðgerðum nýju ríkisstjórnarinnar. Hér skal ósagt látið hvort þeir munu standa heilshugar með þessum ráðstöfunum — en víst er aö þeir munu taka þeim fremur vel. Ríkisstjórnin mun reiða sig á vinsamlegar undirtektir samtaka launafólks. TÖLLJSPfl 'öT 26 Víkan 2. tbl. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.