Vikan - 21.04.1983, Side 7
breyta umhverfi okkar og troða
upp á okkur verkum sem eru úr
varanlegasta efninu sem finnst,
steinsteypu. Gagnrýnislaust!
Myndlistarmenn eru aftur á móti
að vinna fyrir eigiö fé og í eigin
tíma og öllum þykir sjálfsagt aö
þeir fái sína gagnrýni. Bygginga-
nefndir gætu fengiö myndlistar-
menntaöa menn sér til aðstoöar.
Vissulega eru til góöir íslenskir
arkitektar og hönnuðir. Þegar
þeir halda sig við þaö sem þeir
hafa lært er það ekki svo slæmt.
Verst er þegar þeir fara út fyrir
þaö og ætla að fara að leika
kúnstnera með stórum staf.
Innanhúss í kirkjunum er sjald-
an leitaö til myndlistarmanna fyrr
en skaöinn er skeður. Þá kemur í
ljós laus veggur sem þarf aö
bjarga eða hugmynd um einhvers
konar myndskreytingu. í raun og
veru ættu myndlistarmenn og
arkitektar að vinna saman. Sem
betur fer eru til heiðarlegar und-
antekningar.
Það getur verið mjög frjótt og
skemmtilegt fyrir listamenn að
vinna við opinberar byggingar.
Þannig verkefni geta hins vegar
aldrei verið alveg frjáls. Maður
þarf að hafa átorítet eins og
Picasso til að hafa frjálsar hend-
ur. Venjulega kemur til einhver
málamiölun og maður þarf aö
taka tillit til höfundar byggingar
og til hvers á að nota hana. Lista-
maðurinn neyðist til aö vinna ein-
göngu út frá fagurfræðilegu
sjónarmiði á kostnaö einhvers
annars.
Þegar ég er að vinna fyrir sjálf-
an mig er ég að vinna aö eigin hug-
mynd og þarf ekki að taka tillit til
smekks annarra.
Þaö kemur mér á óvart hvað
kirkjunnar menn eru opnari fyrir
list en maður gæti gert sér í hugar-
lund. Annaðhvort hafa prestar
breyst í seinni tíö eöa ég hef
breyst. Þetta kemur fram í svo
mörgu, ekki síst afstöðu til þjóöfé-
lagsmála. I stað vandlætingar er
tekist á viö þau af alvöru. Ég hef
oft gaman af að hlusta á útvarps-
messurnar á sunnudögum.
I kirkjum held ég aö séu ónýttir
möguleikar fyrir myndlistar-
menn, að vísu hafa menn haft
góða möguleika til listsköpunar
eins og sést til dæmis á gler-
myndagerðinni.
Og mér finnst það segja meira
en flest annað sem ég hef heyrt
um tengsl trúar og listar, sem ég
heyrði í sögu eftir Sigvalda
Hjálmarsson fyrir skömmu: Að
listin væri farartæki milli sálna.”
Magnús hefur átt annríkt að
undanförnu. Eftir árs starf sem
borgarlistamaður... „Þaö skapaði
mér ákveðið vinnuöryggi. Áður
var ég til skiptis í brauðstriti,
leikhúsvinnu eða öðru skyldu
myndlistinni eða alveg í myndlist-
inni.” ...Þá tók við sex mánaða
tímabil þegar hann vann stíft
áfram og aö því loknu setti hann
upp stóra sýningu að Kjarvals-
stöðum í vor eð leiö.
Síöan hélt hann áfram að vinna
stíft, tók þátt í sýningu SUM-ara,
NÖVEM ’82, í vetur: „Þegar SUM
varð til var lítiö aö gerast í sýning-
armálum á Islandi. Ungir mynd-
listarmenn vildu ráöa hvenær og
hvernig þeir sýndu. Ekki láta hið
opinbera ráða. SUM skapaði aö-
stöðu. Já, þetta er aö vissu leyti
hliöstætt Gullströndinni nú í vetur.
SUM hafði miklar ráöageröir aö
kynna íslenska myndlist erlendis
og erlenda hér á landi. Við vorum
mjög ólíkir einstaklingar og það
er eölilegt að við höfum vaxiö hver
í sína áttina. Allir mjög miklir ein-
staklingshy gg j umenn.
Þegar viö byrjuðum tóku eldri
myndlistarmenn því sem stríös-
yfirlýsingu. Og það skrýtna var að
þeir sem tóku okkur verst voru
abstraktlistamennirnir. Aldrei
hefur víst oröið.eins hairammt
ástand í ólíkum hópum myndlist-
armanna eins og þegar þeir voru
aö brjóta abstraktinu leið. En
þetta er víst alltaf svona. Þó held
ég aö umburðarlyndið sé miklu
meira núna.
Núna er ég í bílaleik, í tveggja
vikna fríi að gera upp bíl, en næst
á dagskrá er ýmislegt. Ég er að
fara að vinna í grafík, stóru
málverkunum mínum, svo er ég
með lítið verk í garðinum heima
sem heitir Lindin og lækurinn og
er sambland af garði og skúlptúr.
Mig langar að vinna meir í skúlpt-
úr, alla vega módel.
Þaö er svo margt að vinna að ég
þyrfti 36 tíma í sólarhringinn —
eöa ráða mér aðstoöarfólk. . .”
a
Magnús Tómasson
16. tbl. Vikan 7