Vikan


Vikan - 21.04.1983, Blaðsíða 21

Vikan - 21.04.1983, Blaðsíða 21
móðir þín. Það er satt, þetta var tvíburafæðing. .. .” „Þá var það hún,” hvíslaði hún skyndilega. „Nei,” sagði læknirinn ákveðinn, „það varst bara þú sem lifðir fæðinguna af. Systir þín dó kvalalausum dauðdaga daginn semþiö fæddust.” „En ég sá hana fyrir hálftíma.” „Það er óhugsandi, Díana,” hélt læknicinn ákveöinn áfram. „Faðir þinn hefði getað sagt þér þetta. Hann var með mér þennan dag. ” 26. janúar 1955: Álútur við hlið Allen læknis yfir skurðborðinu var afburðasnjall en svolítið uppstökkur tuttugu og sjö ára gamall aöstoðarmaður hans, Ray- mond Brock. Hríðirnar komu þétt og uröu harðari og frú Stewart byrjaði að æpa. „Þær eru harðari núna,” hug- hreysti Allen læknir hana. Barnið var komið niður í leggöngin. Það hreyfðist en hríðirnar ýttu því ekki neðar. „Aðstoðaðu hana viö hríðirnar,” skipaði Allen læknir hjúkrunarkonu. Við hvern samdrátt í leginu ýtti hjúkrunarkonan þéttingsfast á kvið frú Stewart, reyndi að ýta barninu niður. Eitthvað var í vegi. Allen læknir skildi þetta ekki. Grindin var komin með tíu sentí- metra útvíkkun. Svo veinaöi frú Stewart eins og væri verið að rífa úr henni inn- yflin. „Svæfing!” sagði Ailen læknir hvasst. Brock reyndi aö festa svarta gúmmígrímu yfir nef og munn sjúklingsins. „Viðbúin inngripi,” skipaði Allen læknir. Þetta var erfiðara en Allen læknir hafði búist við. Svo varö hann undrandi. „Drottinn minn, þau eru tvö — tvíburar — hún er að fæða tvíbura!” Það lá við að hann hrópaöi. Annað höfuðið birtist, svo hitt, fjólublátt og rakt. „Guð minn góður! ” sagði Brock læknir og ein hjúkrunarkonan varð að snúa sér undan. Lyft á loft, í tveimur höndum í plasthönskum, nærri því jafn- stórum og þær voru sjálfar — tvær litlar stúlkur, festar saman í mittinu og fullkomnar að öllu leyti nema hvaö þær höfðu sameigin- legan fótlegg í miðjunni. Þrír fótleggir fyrir bæöi börnin. Síams- tvíburar. Allen læknir sló í bossana og þær grétu í einu hljóöi. Tíu mínútum síöar, þegar Allen læknir hafði lokið við að skýra málið fyrir herra Stewart, leit ungi maðurinn út eins og einhver hefði slegiö hann í magann með kylfu. Allen læknir var blátt áfram og hreinskilinn. „Tvíburarnir ykkar eru í hættu. Það er um að ræða blóðrásarerfiðleika sem veröur að kippa í lag. Þar sem þær eru síamstvíburar hafa þær ákaflega litla möguleika að lifa þetta af. Ef við skiljum þær aö núna deyr önnur en hin hefur ágæta mögu- leika á að lifa þetta af.” Langa stund stóð Stewart kyrr og velti vöngum. „Allt í lagi,” sagöi hann loks, „þú mátt skera þær upp með einu skilyrði. Ég vil ekki að neinn viti að við eignuðumst” — hann átti bágt með að stynja upp orðinu — „síamstvíbura. Það má enginn vita þetta. Ekki einu sinni konan mín.” Gamli maðurinn sat hjá Díönu á legubekknum þegar hann lauk sögu sinni. „Þú varst sú heppna. Systir þín dó á skuröborðinu. Læknirinn sem aðstoöaöi mig fór með líkið niður í líkgeymsluna. ” Það fór hrollur um Díönu viö þessa ónotalegu tilhugsun og hún hné aftur máttvana. Hugur henn- ar var í uppnámi, möguleikarnir æddu þar um, hún reyndi að fella þessar nýju upplýsingar að því sem hún vissi þegar að var satt. Osjálfrátt bar Díana höndina að hliöinni þar sem hún hafði alltaf haft lítið ör. „Er þaö svona sem ég fékk öriö mitt?” „Svona fékkstu það, Díana. Viö sögðum móöur þinni alltaf að upp- skurðurinn hefði verið gerður vegna blóðrásarörðugleika.” „Hver skar úr um aö hún væri dáin? Geröir þú það? Sástu hana deyja? Það er einhver þarna úti með mitt andlit, mína rödd og hún er aö reyna að drepa mig! ” „Þetta er fáránlegt, Díana. Þú sást kannski einhverja stúlku sem svipar til þín, en... ” „Stúlkan sem ég sá hefur ekki nema einn fótlegg! ” hrópaði hún. „Díana,” sagði hann ákveðinn, „ég ræddi við Graham lækni í dag. Ég veit að þú hefur verið undir miklu tilfinningaálagi. Annars myndi ég ekki leyfa þér aö tala svona til mín.” Díana ætlaði ekki að láta siðvenj- ur draga úr sér kjarkinn. „Ég vil að þú sýnir mér læknisskýrslurn- armínar,” sagðihún. „Til hvers?” Allt í einu var Allen læknir orðinn stífur og á varðbergi. „Ég vil sjá það skrifað aö systir mín hafi verið úrskurðuð látin. Varst þú sá síðasti sem sá hana? ” 16. tbl. Vikan 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.