Vikan - 21.04.1983, Blaðsíða 22
S YSTRAKÆRLEIKUR
FRAMHALDSSA GA
Allen læknir hugsaði sig
snöggvast um. „Líkast til var aö-
stoðarmaður minn sá síðasti.
Hann fór með líkið niður i lík-
geymslu.”
„Hvað hét hann?”
„Drottinn minn dýri, hættu
þessu, Díana!”
„Allen læknir, ég orðin hundleið
á því aö fólk segi mér ósatt og
fræði mig á því hvað ég sé og sé
ekki og viti hvað sé best fyrir
mig.” Díana reis á fætur. „Nú, ef
þú vilt ekki segja mér hvað
aöstoðarmaöurinn hét verð ég víst
að komast að því sjálf. ”
Allen læknir sá tryllingslega
einbeitnina í augum hennar og
hann varö hræddur. „Brock,”
sagði hann. „Raymond Brock
læknir.”
„Þakka þér fyrir,” svaraði hún
og svo gekk hún yfir að skjala-
skápnum, opnaði skúffu og fór að
blaöa í henni. Hún tók upp möpp-
una sína og skellti skúffunni aftur.
Svo horfði læknirinn á hana
strunsa út úr íbúöinni án þess svo
mikið sem líta í átt til hans.
Díana talaði viö leigubílstjóra.
„Geturðu beðið andartak? Ég
þarf bara að sækja hundinn minn.
Ég verð komin eftir augnablik.
„Mælirinn er í gangi,” svaraði
bílstjórinn. „Ég hef daginn fyrir
mér.”
Díana hljóp upp þrepin og inn í
húsið.
Hún leit ekki um öxl svo að hún
tók ekki eftir sóöalegum, svörtum
flutningabíl sem hafði verið lagt
miðsvæðis við götuna.
„Taffy!” kallaði hún þegar hún
kom inn í dimma íbúðina.
„Komdu, Taffy, andskotinn, þetta
er enginn tími til leikja. Komdu
hingað!”
Hún fékk svar við þessu. Lágt
urr barst úr stofunni.
Hún gekk þangað inn og sá
hundinn sinn hnipraðan saman í
lítinn bolta titrandi af ótta, enn
urrandi af tortryggni.
„Komdu, Taffy, bíllinn bíður
úti.”
En hundurinn neitaði aö hlýöa
og hörfaði innar í hornið þar til
hann komst ekki lengra. Hann
húkti á afturfótunum, urraði lágt,
sýndi litlar tennurnar, beið og ein-
blíndi á útrétta hönd Díönu.
Þá rann upp fyrir Díönu, ekki
bara hvaö væri að Taffy núna
heldur lika hvað hafði gengið að
honum allan tímann. Systir henn-
ar. Stúlkan sem líktist henni og
hafði eflaust verið ein inni í íbúð-
inni hjá hundinum. Guð vissi hvað
hún hafði gert við dýrið. Það var
engin furða að Taffy væri hræddur
viðhana.
Díana laut hægt niður, breiddi
út faðminn, talaði eins blíðlega og
henni var unnt: „Komdu, Taffy.
Þetta er ég, Díana. Hérna. Finndu
lyktina af mér.”
í því stökk trylltur hundurinn
skyndilega og af ofboðslegu afli
beint á hana. „Taffy!” veinaði
hún. Hundurinn hékk í hálsi henn-
ar. Hún sló hann með flötum lófan-
um, hrinti honum á gólfið og greip
um tannaförin sem hann hafði sett
í háls hennar. Hvolpurinn húkti á
teppinu, starði á hana ringlaöur
og óöruggur. Svo komst hann á
fætur, tók á öllu sem hann átti,
snarsneri sér við og æddi beint á
höfuöið á garðdyrnar.
Díana vissi aldrei nákvæmlega
hvað hundurinn hafði í huga. Hún
hafði ekki trú á að dýr fremdu
sjálfsmorð. Eflaust var hann bara
svo ringlaður að hann áttaði sig
ekki á því að glerdyrnar voru
lokaðar.
Litli hvolpurinn rakst á fullri
ferð á hurðina, braut glerið og gaf
frá sér hræðilegt og eymdarlegt
dauðakvein sem Díana átti aldrei
eftir aðgleyma.
Hann hékk líkt og í lausu lofti,
hálfur inni og hálfur úti, frosinn á
flugi, gegnumrekinn, fastur á
hvössum glerbrotunum.
Svona árla morguns var tiltölu-
lega rólegt á hinum virðulega
Gotham’s spítala í New York.
Skapstirð miðaldra hjúkrunar-
kona sat við móttökuborðið, lítil
trygging fyrir því að enginn
myndi deyja einn í biöstofunni.
Díana gekk til hennar og stað-
næmdist við skrifborðið. „Góðan
daginn, frú. Ég heiti Díana
Stewart. Ég er að reyna að finna
Raymond Brock lækni.”
„Ég hef aldrei heyrt á hann
minnst.”
„Ég veit að hann vann hér á
sjúkrahúsinu. Hann var kandídat
hérna. Hann aðstoðaði við að
takaámóti mér.”
Hjúkrunarkonan hafði ekki
áhuga á ævisögu Díönu. „Þeir eru
kannski með spjaldskrána hans
uppi í gömlum skjölum á átt-
undu.”
„Hvernig kemst ég þangað?”
spurði Díana.
„Elskan mín, veistu hvaö
klukkan er?”
Díana leit á stóru veggklukkuna
sem hjúkrunarkonan sá ekki síður
vel en hún. „Kortér í sjö.”
„Það er ekki allt opiö hérna
allan sólarhringinn, veistu,”
hreytti hjúkrunarkonan út úr sér.
„Skrifstofurnar uppi verða ekki
opnaðarfyrr enhálfníu.”
Díana reyndi að hugsa upp ein-
hver úrræði þegar síminn hringdi í
móttökunni. Hjúkrunarkonan lyfti
tólinu, fegin aö vera laus við
Díönu þó ekki væri nema í svip.
Þegar hún lagði á sá hún aö stúlk-
an sem hún hafði verið aö tala við
var horfin.
Það voru margar gráar málm-
tröppur upp á áttundu hæð og
Díana var orðin uppgefin þegar
hún var komin alla leið. Hún
reyndi að fara eins hljóðlega og
hún gat eftir ganginum og las á
máluðu skiltin í glergluggum
skrifstofanna.
Loks kom hún auga á það:
Ovirk spjaldskrá starfsmanna.
Hún reyndi hurðarhúninn. Það
var læst. Hún leit eftir ganginum
til að vera viss um að enginn væri
staddur þarna og smeygði sér úr
skónum. Hún lyfti upp pilsinu,
vafði því þétt um hælinn, vonaði
að klæðið myndi draga úr brot-
hljóðinu. Með snörpu höggi braut
Díana glerið.
Henni svelgdist næstum á af
taugaóstyrk en hóf þó leit að
skjalaskápnum sem hún þurfti aö
finna, þeim með gögnunum um
Raymond Brock. Loks fann hún B-
in. Hraðhent fletti hún ljósbrúnum
möppunum uns hún fann þá sem
var merkt BROCK, R.
Mappan var tóm að undanskildu
bréfi frá hinu opinbera sem heft
var inn í hana, skrifuðu á bréfsefni
hæstaréttar New York borgar og
dagsettu 18. nóvember 1958.
Aðstoðarsaksóknari átti undir-
skriftina sem var kvaðning til
sjúkrahússins aö afhenda öll skjöl
sem snertu Raymond Brock
lækni.
Díana gat með naumindum var-
ist gráti. Það sá hana enginn þeg-
ar hún gekk aftur eftir ganginum
og beið eftir lyftunni. Á sjöundu
hæö tók hún eftir gamla mannin-
um sem stýrði lyftunni. Þaö mátti
reyna. „Ertu búinn að vinna
hérna lengi?”
„Hvort ég hef,” svaraöi hann
henni. „Ef þú kallar þrjátíu og sjö
ár langan tíma.”
„Þú hlýtur þá að kannast við
marga læknana.” Díana dró djúpt
að sér andann og varpaði svo fram
stóru spurningunni. „Kannaðistu
einhvern tíma við lækni sem hét
Raymond Brock?”
Gamli maöurinn velti þessu
svolítið fyrir sér. „Raymond
Brock?” Svo rann upp fyrir hon-
um ljós. „Ö, hvort ég man.
Raymond Brock. Hann hefur ekki
sést hérna síðan 1958. Ég man eft-
ir honum því að ég meiddi mig í
hnénu og þurfti að fara á nætur-
vaktir. Það var í vikunni áður en
hann hætti.”
Eins kæruleysislega og henni
var unnt spurði Díana: „Þú veist
þá víst ekki hvert hann fór, er
það?”
Gamli maðurinn yppti öxlum.
„1 fangelsi, það var þangað sem
hann fór. Þetta var meiri háttar
mál. Það voru alls konar blaða-
menn hérna að tala við alla, taka
viðtöl við alla.”
Díana brosti með sjálfri sér.
Adrenalínið flóöi og ótti hennar
var horfinn. Hún var ekki geðveik,
hún hafði á réttu að standa!
Þeir sögðu henni að hún væri að
ímynda sér hitt og þetta og þeim
skjátlaðist — vegna þess að jafn-
vel Allen læknir haföi ekki séð
barnið deyja. Hann hafði látið
þennan Brock fá það. Og Brock
þessi var einhvers konar glæpa-
maður.
Laurie og Jóel fylgdust með
Díönu fara frá sjúkrahúsinu og
þau eltu hana í rúgbrauöinu. Um-
ferðin var lítil og það var auövelt
að fylgjast meö. Laurie var í
aftursætinu og gat varla haldið
aftur af æsingnum þegar hún sá
bráðina ganga svona rétt framhjá
sér. Ganga á þessum fótum.
„Nær! ” hvæsti hún á Jóel.
„Ekki strax,” sagði hann. „Við
náum henni á horninu á Sixth. ”
„Jæja,” sagöi hann svo, „ertu
með þetta á hreinu?” Hann yfirfór
það einu sinni enn fyrir hana, rétt
til að vera viss. „Ég stöðva bílinn
fimm fet fyrir framan hana. Ég
fer út og sprauta úr dósinni fram-
an í hana. Þú opnar að aftan og ég
ýti henni inn. Gasið svæfir hana.
Þú þarft bara að setja yfir hana
teppið.”
„Farðu bara varlega með fót-
legginn,” sagði Laurie.
Framhald í næsta blaði.
ZZ ViKan 16. tU.