Vikan - 21.04.1983, Page 26
Vöðvarnir hnyklast á þeim — og
þetta eru engir smávöðvar!
Myndirnar voru teknar á nýaf-
stöðnu íslandsmeistaramóti í
vaxtarrækt og það fer vart fram
hjá neinum aö þetta eru ofboðsleg-
ir vöðvar. Hvernig fer þetta fólk
að því að öölast slíkan og þvílíkan
vöxt?
Við báðum Sveinbjörn Guöjohn-
sen aö lýsa fyrir okkur þeim
undirbúningi sem vaxtarræktar-
maður leggur á sig fyrir mót af
þessu tagi. Þess er fyrst að geta að
tíminn til undirbúnings var að
þessu sinni helst til stuttur, aö
mati Sveinbjörns. Hann hafði að-
eins sex mánuði til stefnu.
„Ég fer eftir ákveðnu
æfingaprógrammi,” sagöi Svein-
björn, „en jafnframt treysti ég á
tilfinninguna. Ég er farinn að
þpkkja skrokkinn ofsalega vel og
veit hvenær líkamsþreytan er of
mikil til aö halda stíft viö æfinga-
skrána.”
Sex mánuðum fyrir Islands-
meistaramótið, sem var haldið 12.
mars síðastliðinn, byrjaði Svein-
björn á ströngum æfingum og
nákvæmu mataræði. Hann fór á
fætur klukkan hálfsjö á hverjum
morgni, át hálft kíló af bláberja-
VöðvafjöU
og vaskar
konur
skyri með sykri, hálfan lítra af
mjólk og tvær brauðsneiðar með
smjöri og osti. Auk þess vítamín
og bætiefni af ýmsu tagi.
„Ég er brunafrík, brenni miklu
og verð því fljótt svangur aftur,”
segir Sveinbjörn. Hann æfði á
morgnana á vinnustaönum, Orku-
bót við Grensásveg, og fékk sér
aftur aö boröa um níuleytið. Þá
voru þaö fjórar brauðsneiöai
(alltaf gróft kornbrauö) meö
banönum, einn sopi af lýsi og
Sveinbjörns-blanda: Þeytasaman
tvær hyrnur af kókómjólk, 50
grömm af próteíni og tvo banana.
Hádegismaturinn var venjuleg
kjöt- eöa fiskmáltíð meö ávaxta-
safa. Síðan aftur æfing frá þrjú til
hálfsex og eftir hana hvíldi Svein-
björn og borðaði svo aðalmáltíö
dagsins, aftur kjöt- eða fiskmáltíð
ásamt mjólk. Alla þessa mánuði
sleppti Sveinbjörn algjörlega öllu
grænmeti og ávöxtum en borðaði
hins vegar drjúgt af sykri og
sælgæti.
Síðasta mánuðinn fyrir keppni
breytir Sveinbjörn mataræðinu.
Nú sleppir hann öllu salti úr
öllum mat og hættir að boröa
kvöldmat. Hálfum mánuöi fyrir
keppni sleppir hann svo öllum
sykri, allri fitu og fær sér aöeins
smáslurk af lýsi. Viku fyrir keppn-
ina minnkar hann brauöát og
borðar einungis soðna lifur og
soðna kjúklinga í hádeginu — allt
saltlaust. Hann borðar grænmeti
og ávexti en ekki banana.
Hann vó 93,5 kíló viku fyrir
keppnina en síðustu þrjá dagana
innbyrðir hann engan vökva,
fæðan er alveg þurr og hann er
86,5 kíló þegar keppendur eru
vigtaðir daginn fyrir keppnina.
„Líkaminn þráir viö svo búiö
sykur og vökva,” segir Svein-
björn, „og strax eftir vigtunina fer
ég út í ísbúð og úða í mig einum
lítra af ís. Vöðvarnir sjúga
vökvann í sig um nóttina þannig
að húðin liggur strekkt á þeim að
morgni.” Ennfremur fær hann sér
3 hvítvínsglös til að æöarnar tútni
sem mest. Þá fer Sveinbjörn á
fætur klukkan 6 og keppnisdaginn
étur hann hvers konar mat.
Eftir tveggja til fjögurra tíma
stífar æfingar sex daga vikunnar í
sex mánuöi stendur Sveinbjörn á
sviöinu ásamt félögum sínum í
Landssambandi vaxtarræktar-
manna, en þar er hann formaöur.
Keppendur hafa sturtaö í sig
vökva, makaö á sig olíu yfir
brúnan húðlitinn sem settur er á í
síöustu vikunni.
Allir einbeita sér sem mest þeir
mega að sameiginlegu æfingunum
sem þeir þurfa allir aö kunna skil
á. Jafnframt fara þeir yfir frjálsu
æfingarnar sem hver og einn
hefur sjálfur samið.
„Þetta er mikil sjálfsögun sem
fylgir vaxtarræktinni,” segir
Sveinbjörn. „Hún er allt annað og
meira en líkamsrækt sem margir
stunda í því skyni að líta þokka-
lega út, halda heilsunni og passa í
fötin sín. Vaxtarræktin, eins og
aörar íþróttagreinar, krefst þess
að maður leggi sig allan fram. ”
Stelpurnar allar á fullu við að undir-
búa sviðsframkomuna:
Aðalheiður, Steinunn Agnarsdóttir,
Elín Viðarsdóttir og Alfa.
42 Víkan 16. tbl.