Vikan


Vikan - 21.04.1983, Qupperneq 29

Vikan - 21.04.1983, Qupperneq 29
I að hljóð frá girðingunni. Það var Larsen nágranni minn. — Jæja, hrópaði hann, — ertu að hengja upp eldhús- gardínurnar! — Nei, hrópaði ég til baka, — ég er að mála. — Ertu með olíumálningu? hrópaði hann. — Nei, plastmálningu, hróp- aði ég á móti. — Það er betra að nota olíu- málningu. Larsen kom inn og tók sér stöðu í eldhúsdyrunum. Nokkru seinna kom Jóhann á móti. Ég byrjaði á veggnum fyrir ofan eldavélina. Ég tók eftir því, mér til mikillar gremju, að loftbólur höfðu myndast á veggnum sem ég hafði rétt lokið við. Þýðandi: Anna — Þú hefðir átt að skrapa gömlu málninguna af áður en þú byrjaðir, þetta dettur af þegar það fer að þorna, sagði Siggi á númer átta. Hann er alltaf svo ömurlega gáfaður. Hann stóð ásftnt Larsen, Jóhanni og Lúlla í dyrunum og púaði sparivindil. Hann hefur dálítið sérstakar reykingavenjur og reykir aðeins á sunnudögum. — Hún er dálítið ójöfn, sagði Jóhann. — Það lagast þegar það þorn- ar, sagði ég og bætti svolitlu vatni út í málninguna. Hún var að verða of þykk. Ég hrærði í með öðrum endanum á gardínu- stönginni. Þá var hún orðin of þunn. Ég hellti dálítilli máln- ingu í viðbót í bakkann. — Hún er dálítið ójöfn, sagði Lúlli. — Öjöfn? sagði ég. — Ekki annað? Ég gat vel séð að veggur- inn yfir eldavélinni hafði ekki tekist sem skyldi, en það var vegna þess að ég hafði gleymt að þvo fitulagið af veggnum fyrst. Ég er yfirleitt lítið fyrír að fólk blandi sér í mál sem því kemur ekkert við. Lúlli er þar að auki sá í götunni sem er hvað klaufskast- ur að mála eldhús. Við hinir ger- um alltaf at í honum þegar hann er að mála. Það endar alltaf með því að hann verður bandsjóðandi vitlaus og rekur okkur á dyr! Hann getur ekki tekið gríni. Ég byrjaði á loftinu. Það er venjulega vandasamasti hluti verksins. — Ertu að mála? heyrði ég að áhugasöm rödd sagði í gangin- um. Það var lögreglumaðurinn á númer tvö. Hann hafði verið ein- hvers staðar að fá lánaðan kant- skera og heykvísl. Hann opnaði hliðið ótrauður, kom inn og stillti sér upp við hlið hinna. Auðvitað þurfti hann strax að láta Ijós sitt skína. — Ég byrja alltaf á loftinu, þá gerir ekkert til þó eitthvað leki niður veggina, sagði hann. — Hann ætti að vera með betri pensil, það er ómögulegt þegar þetta er farið að fara úr hárum og þau sitja svo föst í málningunni, sagðijóhann. — Sitja föst! sagði ég og leit hvössum augum á hann. Það var aldeilis völlur á manninum. Málningin rann niður eftir erm- unum I hvert sinn sem ég lyfti pensli. Ég fékk slettu í aug- að. Mig sveið óskaplega. Síðan ýtti ég gardínunni frá mér og hélt áfram að mála. Af eintómri slysni steig ég í skál með rabarbaragraut sem stóð af til- viljun á eldhúsborðinu. Ég hafði gleymt að taka af borðinu. — Þar fauk kvöldmaturinn, sagði Lúlli og hló. Maríanna heyrði og stakk höfðinu I gættina. — Hamingjan sanna! sagði hún og sló sér á lær. — Sjá út- ganginn á þér, maður. Þú ert al- veg búinn að eyðileggja fötin þín í málningu. Þú hefðir nú vel get- að farið I gamlar buxur. — Þetta fer af í þvotti, sagði ég. — Og svo ættir þú ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu hérna. Ég ræð alveg við það einn. Maríönnu óx frekar ásmegin og línurnar í svip hennar hörðn- uðu. — Og fallegu, nýþvegnu gardínurnar mínar. Hvers vegna í ósköpunum léstu þær í máln- ingardolluna? — Ég fékk eitthvað í augað, tautaði ég og dró gardínurnar upp úr fötunni. Þær voru dálítið þvældar að sjá. — Þetta lagast þegar þær þorna, sagði Lúlli með sinni vanalegu aulafyndni. Ég fleygði gardínunum í vaskinn. Því miður hafði aulinn hann Jóhann, sem aldrei getur gert neitt af viti, sett skálina með rabarbaragrautnum þar. — Nú ertu bæði búinn að eyðileggja rabarbaragrautinn og gardínurnar! heyrði ég Maríönnu hrópa. Ég lagði frá mér pensilinn og lét málninguna renna úr erm- inni. Ég var hálfpartinn að verða vitlaus. — Nú skal ég segja þér eitt, sagði ég, — ef ég á að mála þetta eldhús verðurðu að vera svo væn að halda þig frá því og gæta bús og barna í staðinn. Ef þú vilt ekki borða gardí. . . hvaða vit- leysa, rabarbaragrautinn skal ég gera það. — Bara nóg af púðursykri út á, þá fmnurðu áreiðanlega ekki málningarbragðið? sagði Lúlli. Hann þarf alltaf að vera fyndinn, asninn sá. Ég seiidist I pensilinn, dálítið svekktur, og hélt áfram með loft- ið. Málningin rann eftir erminni. Ég var holdvotur niður eftir öllu. að var heldur óskemmtileg til- flnning. Maríanna benti á vegg- inn yfir vaskinum. — Þetta verður þú að gera aftur, sagði hún. Það eru alls staðar loftbólur. — Hann hefði átt að skrapa þetta áður en hann málaði, sagði Siggi. Ég fleygði penslinum í bakkann svo málningin slettist yfir allt eldhúsið. — Aftur! hrópaði ég æfur. . . — Jahá. Ég skal gera þetta allt aftur — þennan vegg — þennan — þennan — og loftið — og gólfíð — og borðið og rabarbara- grautinn og gardínurnar og allt! Ég skal gera þetta allt ef þú vilt bara koma þér inn í stofu, Marí- anna, ágæta frú, og halda þig ut- an við þetta með allar þínar að- fínnslur. Það er engin meining I að maður. . . að hverju ertu að hlæja, Larsen? Segið mér eigin- lega hver er meiningin með að þið komið hingað inn . . í hús ókunnugs manns? Getur maður ekki haft heimili sitt og einkalíf út af fyrir sig án þess að þið kom- ið og farið að blanda ykkur I mál sem kemur ykkur ekki hætishót við og ættuð að láta vera að skipta ykkur af? Segið mér eigin- lega hvað er svona skemmtilegt við að sjá mann vera að mála eld- húsið hjá sér? Larsen, Mortensen og lög- reglumaðurinn og Lúlli og Jó- hann og einhverjir fleiri, sem ég kom ekki fyrir mig, fóru burt. Ég stakk hausnum út um eldhús- gluggann. — Hvað er svona skemmtilegt við að sjá mann vera að mála eld- húsið hjá sér? hrópaði ég á eftir þeim. Ég bætti við að þetta væri þokkaleg samkunda sem gæti ekkert nema staðið og gert ekki annað. — Skemmtilegt? svaraði Lar- sen og brosti aulalega. — Þetta var ekkert skemmtilegt. Ekki I ár. Það var miklu skemmtilegra í fyrra þegar þú rannst til á súr- mjólkurdiskinum og dast niður af eldhúsborðinu með fötuna, pensilinn og bakkann á eftir þér og fékkst fötuna yfír hausinn. 0 16. tbl. Vikan 45 I

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.