Vikan


Vikan - 21.04.1983, Síða 30

Vikan - 21.04.1983, Síða 30
■H J-. ■ ; ■H Hnífsoddurinn þrýsti fastar. „Þú ert aö reyna að rugla mig.” „Nei, það er ég ekki. Ég er að reyna að gera þetta ljósara. Þú hlýtur að líta á þetta frá þínu sjón- armiði, Adrian. Þú vilt byggja á reynslu og koma henni til lesenda. Reynslu hvers? Minni reynslu, er það ekki? Einskis annars. Og ef ég er ekki hér til að hjálpa þér að koma þessu í orð. . . Faröu var- lega. Ef þú stingur ertu búinn að brjóta allar brýr að baki þér.” „Mér er alveg sama.” Röddin var skræk. „Þér er ekki sama um rithöf- undarferilþinn.” „Það er allt á hreinu.” „Ekki allt. Eg þarf að skrifa meira til að fullkomna atburða- rásina. Og það er aðalkaflinn. Þú hefur ekki efni á aö kasta til hans höndunum. Þú hlýtur að sjá það.” Hann stakk tveimur fingrum á lausu hendinni upp í sig. „Eg kemst af.” Neglurnar strukust viö tennurnar. „Eg hef nógan efni- við.” „En þú hefur sett takmarkið hærra en bara aö komast af, er þaðekki, Adrian?” „Eg held mínu striki.” „Auðvitað gerir þú það. Þú hef- ur þetta allt í hendi þér og þú ert allt of nálægt lokasigrinum til aö taka nokkra áhættu núna. Ertu ekki sammála því?” Hann nagaöi hnúana. „Þaö voru engin vandræði með hana.” „Hverja? Frú Dunremo niðri?” „Niðri?” Hann varð sljór í aug- unum. Hnífsoddurinn boraðist lengra inn í hörundið. „Kannski áttu viö einhverja aöra. Var hún lík mér, Adrian? Var þaö einhver sem. . . Fótatak glumdi frá stiganum. 18. KAFLI Lófinn var rakur. Hann var eins og blautt gúmmí við munninn á henni. Hana langaði til að skyrpa honum frá sér. Höfuðið þrýstist niður í sófabakið. Hana verkjaði í hrygginn. Andardrátturinn var óreglulegur. „Þeir eru snemma á ferð,” sagði hann. Hún reyndi að hrista höfuðið.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.