Vikan


Vikan - 21.04.1983, Side 31

Vikan - 21.04.1983, Side 31
I FRAMHALDSSAGA ! LEIKSOPPUR HÖFUNDUR: MARTIN RUSSELL TE/KNING: SIGRÚN HARÐARDÓTTIR Fótatakiö heyrðist af pallinum og nálgaðist dyrnar. „Þeir sögðu eftir níu,” hvíslaöi hann. Hann slakaði á hnífnum, lyfti honum upp. Hún leit biðjandi til hans. Fótatakið hélt áfram upp. Hnífurinn titraöi í hendi hans. Uppi varð allt hljótt. Hann losaði höndina frá munni hennar og hún greip andann á lofti. „Þetta er hann,” sagði Adrian. „Hann er kominn aftur. ” Hann varð aftur öruggur í rödd- inni og brosti til hennar. Hnífurinn fór aftur á sinn stað. „Þú skalt ekki hljóða. Eg gæti misst stjóm á hnífnum.” „Eg mun ekki hljóöa. En þetta breytir atburöarásinni svolítið. Nú vitum við að hann er kominn. Gætum við ekki. . .” „Hann hefur þjónað sínum til- gangi. Viö þurfum ekki á honum aðhaldalengur.” „Hann gæti grunaö eitthvað. ” „Hvað um það? Það skiptir ekki máli. Núna hef ég allt í hendi mér og get haldið áfram þar sem frá var horfið. „Heldurðu að þú getir gengiö frábókinni einn?” „Egveitég getþað.” „Hvers vegna gerðir þú þaö þá ekki síðast?” Hann sagði ekkert, horfði á hana án þess að sjá hana og brosið stirðnaði á vörum hans. „Þú hafðir tækifærið. Fyrst hún átti að byggjast á eigin reynslu. Metsölubók! Þú varst meira aö segja búinn að gefa henni nafn. ’ ’ „Nafn?” „Þú ætlaðir að nota hennar nafn, var þaö ekki? Cecily Smith. Þaðsegir sig sjálft.” Hann stakk fingrunum aftur í munninn. „Nema bókin er óskrifuð enn, er ekki svo, Adrian? Þér hefur ekki tekist að koma henni saman. ” Þrýstingurinn minnkaði örlítiö á háls hennar og herðar. Hún var grafkyrr og röddin var stöðug. „Vegna þess að þú þarft sam- starfsmann. Það er viðurkennd aðferð. Einhvem til að safna sam- an efni en þú sérð um stílinn. Þarna gæti ég orðið til hjálpar. Eg er þegar búin að leggja nokkuö til ,og munar ekki um aö koma með svolítið í viöbót. Því ekki það? ” Hún gat ekki séö hnífinn nema snúa höfðinu. Hún vissi óljóst af honum fyrir neöan eyraö. „Það gæti verið hagstætt. Ein- stakt framlag til bókmennta — og þú þyrftir ekki einu sinni að leggja mikið að þér. Þú ert þegar búinn með það erfiðasta. Þaö sem þú þarfnast núna er aöstoð einhvers sem unnið getur handavinnuna. Allir frægustu rithöfundar hafa slíka aðstoð. Ef þú hefðir haft það áöur hefði sannleikurinn um Cecily Smith veriö núna í öllum bókabúðum. Allir muna eftir henni. Allir hafa áhuga. En aðeins einn maður í heiminum veit. Að- eins hann getur gefið út réttu frá- sögnina. Eðlilega. Það eina sem strandar á er aö fá smáaðstoð. . .” Hægt og ákveðið mundaði Adrian hnífinn og beindi honum að hálsi hennar. „Þú ert orðin málgefin. Eg þoli ekki málgefið kvenfólk. Það fer í taugamar á mér. Þegar stúlkur tala án afláts heyri ég hávaöa inni í höfðinu á mér. Ekki ímyndaðan hávaða eins og þú. Og það er sárt, skal ég segjaþér.” „Eg kann ráö við því. Eg á pillur í töskunni minni, Adrian. Viltu ná í þær fyrir mig? Þaö er á. . .” „Þegiðu. Hér er það ég sem tala. Skilur það enginn? Þarf ég alltaf að kenna fólki? Vertu kyrr, elskan. Ekki hreyfa þig. Þetta á aö ganga hljóðlaust fyrir sig. Mér leiðist ef þær stimpast við. Liggðu kyrr. Liggðu kyrr. Fínt. Eg ætla. . .ætla...” Hávaöinn að ofan var eins og ketilsprenging. Hann hikaði með hnífinn á lofti og lagið geigaði. Lindy sagði: „Eg held ég fari og athugi hvað gengur á.” Hún smeygði sér til hliðar og lenti á gólfinu. Fæti var brugðið fyrir hana og hún læsti tönnunum í kálfann. Hún heyrði öskur fyrir of- an sig og sló í blindni eitthvað sem lét undan við höggið. Hún kastaði sér aftur á bak og sá um leið hníf- inn þjóta framhjá sér og standa titrandi í borðplötunni. Hún dróst á fætur. Hann náði hnífnum og réðst að henni en flæktist með fótinn í fald- inn á sloppnum og missti jafnvæg- ið. Hún skaust undan til hægri en féll um púða og datt á ofninn. Aft- ur lagði hann til atlögu, gapandi. Hún komst undan og reyndi að komast að svefnherbergisdyrun- um. Hann sá þaö fyrir og kom í veg fyrir það og hún stefndi þá á eldhúsdyrnar en sófinn var í veg- inum og hann varð aftur á undan. Hún stoppaði við gluggann og reyndi að æpa en kom engu hljóði upp. Hann nálgaðist hana í rykkjum, hélt báðum höndum um hnífinn og otaði honum á undan sér. Augun voru starandi. Fætur hennar voru sem límdir við teppiö. Hún tók upp teborðið á einni löppinni og kast- aði því í gluggann, sem brotnaði með hávaða. Hann kom nær. Hún beygði til vinstri, hrasaði og datt á grúfu í alla hrúguna. Hún reyndi að standa á fætur en hann setti fótinn á bakiö á henni og hún fann aö all- ur máttur var úr henni dreginn. Hrjúft teppiö var við vanga hennar. „Liggöu kyrr, elskan.” Það korraði í honum. „Vertu alveg máttlaus. Þú verður aö vera ró- leg.” Hann tók í upphandlegg hennar og sneri henni við. „Þetta er betra.” Hann slefaöi. Hann leit niður á hana og mundaði hnífinn. „Þetta er ágætt. Þetta er ein- mitt. ..” Dyrabjallan hringdi og hann þagnaði, leit siðan upp og yggldi sig. Hún sneri höfðinu en fékk þá hönd hans upp í sig og beit fast. Hann rak upp skerandi óp og hún losnaði um leið, greip í sófann, vó sig upp og dróst í áttina aö birt- unni. Þaö var hringt látlaust og samfellt. Hún fann fyrir glugga- syllunni við lærin. Hann nálgaðist hana en hlífði særðu hendinni. Hún greip í gluggakarminn, vó sig upp og hárið straukst við gler- brotin fyrir ofan hana um leið og hún stökk. 19. KAFLI „Þeir sögðu að ég mætti koma með.” Hún heyrði orðin eins og þrumur í fjarska. Sjúkraliðinn, sem var aö huga að vinstra hné hennar, virt- ist ekki kippa sér upp við atburð- inn. Hann var með allan hugann við umbúðirnar og leit upp aðeins augnablik. „Sestu niður. Við erum að leggja af stað. ” „Hvernig lítur þetta út?” Okunni maðurinn settist aftast í vagninn. Með því aö horfa niður með nefinu gat hún séð herðar hans og höfuð. Hann horfði á hnéð á henni. „Það er allt í lagi með hana,” sagði sjúkraliðinn og klippti á um- búöirnar. „Mjögsárt?” „Viö gáfum henni sprautu. Hún er dofin. Ert þú ættingi?” „Nei, ég bý í íbúðinni fyrir ofan hana. Þetta er ekki brotni fótur- inn, erþað?” „Nei, það er hinn. Það var gler- brot í þessum. Eg var að ná því út.” „Hún var heppin að lenda á grasi. Er hún sködduö á höndun- um?” „Önnur er verri en hin.” Sjúkra- liöinn fór að vefja saman sára- bindunum. „Eftir því sem mér skilst hefur hún sloppiö vel. Hann ergeggjaður, er þaöekki?” „Svolítið,” sagöi maðurinn þurrlega. Nú horfði hann framan í hana. „Einn lögregluþjónninn sagði aö þeir héldu að hann hefði líka stungiö aðra stúlku, Cecily Smith, í fyrra, manstu eftir því?” „Eg bjó hér ekki þá en ég man eftir að hafa lesið um það. Mig hefði aldrei grunað aö svona gæti komið fyrir í Ralph Court. ’ ’ „Hún var ekki svona heppin, sú gamla á neöri hæðinni, að ég minnist ekki á hundinn. Róleg, vinan. Þú ert í öruggum höndum núna.” Sjúkraliðinn skorðaði sig af um leið og bíllinn jók hraðann. „Þú ert þá ekki búinn að búa þarna lengi?” „Nokkra mánuði,” svaraði hinn maðurinn, „og reyndar hef ég dvalið erlendis síðustu fjóra mán- uðina. Kom heim snemma í morg- 16. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.