Vikan


Vikan - 23.08.1984, Qupperneq 6

Vikan - 23.08.1984, Qupperneq 6
Tískufatnaðurinn er það sem fyrst og fremst kom nafninu Cardin á framfæri. Núna má finna það á flestum hlutum sem hönnun tengjast en ennþá eru fötin veigamikill þáttur í framleióslunni. Það er ekki bara aó á skrifstofunni standi stólar hannaðir af forstjóranum, þotan ber þess glögg merki líka. Hraðskreiðir hlutir hafa löngum heillað Cardin og meðal handaverka hans eru bílar. Fróðleikskorn um Cardin: 1922 - Fæddur í Feneyjum, flutt- ist til Frakklands tveimur árum síðar. Fer í klæðskeranám fjórtán ára og lærir endurskoðun í kvöld- skóla. 1945 - Atvinnutækifæri tengt tísku í fyrsta skipti, hjá Paquin. Næst kemur vinna fyrir Dior. 1950 - Tískuhús hans sjálfs í burðarliðnum - Richepanse - leikbúningar gerðir fyrir leikhús. 1953 - Fyrsta tískusýningin á kvenfötum - kúlukjólarnir „des robes bulles" ná heimsathygli. 1960 - Kynnt fyrsta karlmanna- tískan. Fyrir og eftir kemur opn- un verslana fyrir karla, konur og börn. 1970 - Opnað Espace Cardin, höllin í Champs Elyséesgörðun um. Þar eru meðal annars kvik- myndasalir, veitingasalur og leik- hús. Það síðastnefnda er stund- um kallað óskabarn Cardins. 1979-1984 - Maxim's veitinga- hús og búðir opnuð í helstu stór- borgum heimsins, bæði austan hafs og vestan. Til dæmis var Maxim's í Peking opnaður í september árið 1983. „Hversu miklu stærra eöa minna en Frakkland, hvað ertu lengi aö fljúga þvert yfir?” Vanur samningamaöur lætur ekki snúa svo auðveldlega á sig svo eina leiðin er að játa að svarið verði bara að koma síðar. Hann verður samt undrandi á þeirri staðreynd að Island skuli svo miklu stærra en Danmörk. En hlutverk eru þama eitthvað farin að snúast viö — það var ég sem ætlaði að taka viðtal við hann en ekki öfugt. Skokkið er einfaldlega tíska „Hvað ég geri í frístundum? Held áfram að vinna við það sem ég hef áhuga á. Vinnan er mitt áhugamál. Stunda engar íþróttir enda er skokkið bara tíska. Hins vegar mætti lyftan í húsinu héma missa sig fyrir mér, nota hana aldrei. Hleyp upp og niður stigana oft á dag, það er mín líkamsrækt og dugar vel. Sérðu bara mig — á mínum aldri — fjallhress. Og líttu svo á þessa veiklulegu ungu menn sem með mér eru. Þeir stunda líkamsræktina af mikilli sam- viskusemi, hendast af staö í fína hlaupabúningnum sínum eftir að vinnu er lokið, skokka þangað til tungan lafir út úr þeim og dragast heim í gufubaðið. Um morguninn ganga þeir svo út að bílnum sínum og aka í vinnuna — flýgur ekki í hug að ganga frekar eins og ég geri. Héma inni nota þeir svo lyftuna á milli hæða; hug- kvæmist ekki að nota fætuma. Þetta er hreinræktað tískufyrir- brigði og svo uppskera þeir alls kyns meiðsli af hlaupum og hjálpartólum.” Hann brosir kvikindislega til samstarfsmannanna sem sumir roðna örlitið og mikið má þakka fyrir að hann veit ekki um síðasta afrakstur minnar likamsræktar — fimm mínútna hjólreiðaferðar sem endaði í rófubroti. „Þetta er tímaeyðsla sem er í tísku og talsvert gáfulegra aö gera eitthvað nytsamlegra — skapa nýja hluti og láta hugann vinna. Ég hef aldrei haft þolinmæði til að dútla í golfi eöa liggja í sólbaði.” Vinnan er mín hvíld „Það er engin þörf á því að hafa eilífar áhyggjur af því hvemig fara eigi að því að ná góðri hvíld. Ef þreytan segir til sín er ágætt ráð að skipta um verkefni, snúa huganum að einhverju alveg nýju. Mestu skiptir að gera hlutina vel og fullvissan um að svo hafi veriö veitir meiri fullnægju og hugarró en allt annað. Héðan fer ekkert á markað án þess að ég hafi sjálfur orðið ánægður með það, unnið að því á einhvem hátt. Hins vegar N 6 Vikan 34. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.