Vikan


Vikan - 04.07.1985, Qupperneq 14

Vikan - 04.07.1985, Qupperneq 14
Reynir það ekki mikið á fjölskyldulifið að starfa með danshljómsveitum? Jú, það getur verið mjög erfitt þvi maður vinnur mikið á kvöldin og um helgar og svo er oft verið að sulla með áfengi. Ég hefði sjálfsagt getað orðið alkóhólisti ef ekki hefðu gilt ákveðnar reglur hjá Ingimar Eydal, sem sagt að vera ekkert að blanda saman áfengi og vinnu. Ég hef aldrei verið alkóhólisti en á sinum tima notaði ég áfengi likt og svo margir aðrir og þá datt rr.aður i það svona stöku sinnum. Nýtt líf Hvers vegna lá leiðin til Vestmanna- eyja? Ég er tvikvæntur og á þessum tíma var ég að hefja búskap með seinni konu minni, Margreti Scheving, en hún er frá Vestmannaeyjum, hafði komið í land í gosinu '73. Þetta var um það leyti sem fólk var almennt að flytjast til Eyja eftir gos. Við gátum fengið húsnæði hjá tengdaföður minum. Hann bjó hjá okkur úti í Eyjum og studdi okkur og við studdum hann. Það var mikið að gerast i Eyjum og afskaplega spennandi að vinna við uppbygginguna. Ég fékk vinnu hjá Rafveitu Vestmannaeyja þar sem verið var að endurnýja veitukerfið að miklum hluta. Eftir að við komum til Eyja ákvað ég að hætta að reykja og tókst það án þess að hafa mikið fyrir þvi. Ég var búinn að reykja frá þvi ég var 15 eða 16 ára. Ég hafði oft áður reynt að hætta en aldrei tekist þótt ég vissi að það væri óhollt fyrir heilsuna og hálsinn. En við ákváðum þetta bæði, hjónin, og stóðum við það. Siðan ákváðum við að hætta allri áfengisneyslu og söknuðum þess ekki. Þá lagði ég einnig hljómsveitarstörfin á hilluna þvi mig langaði til þess að lifa eðlilegu fjölskyldulifi. Það má segja að við höfum gert upp við okkar fyrra líf og byrjað nýtt þegar við komum til Vestmannaeyja. Við sögðum skilið við tómleikann og tilgangsleysið sem okkur fannst lif okkar og skemmtanir einkennast af og gerir svo viða og tókum upp aðra lifs- hætti. Við gerðum suma hluti upp við okkur og tókum ákveðin skref i nýja átt. Eitt þeirra skrefa var gifting okkar árið eftir að við komum til Eyja. Við vorum ákveðin og sammála í því að gera þetta af dýpstu alvöru. Við vildum gifta okkur i kirkju og staðfesta þennan sáttmála fyrir altari Guðs. Greta gaf mér Bibliu á brúðkaups- daginn okkar og hún hefur orðið mér til mikillar blessunar, það er á hennar grundvelli sem við byggjum hjónaband okkar. Það leiddi svo til þess að við fórum að sækjast eftir að heyra flutt Guðsorð og leið okkar lá æ oftar i kirkjuna okkar, sem er Landakirkja i Vestmannaeyjum. Siðan kynntumst við hópi ungmenna frá Reykjavik sem kallar sig Ungt fólk með hlutverk, en það er fólk sem tileinkar líf sitt trúnni á Guð og var með trúboð. Við vorum þá tilbúin til þess að taka á móti boðskap um frelsun fyrir trúna á Jesú Krist og að trúin á hann ætti að vera rikjandi þáttur i lifi okkar — eitthvað sem héti persónulegt samfélag við Guð. Það var okkur nýtt. Allt gerðist þetta innan íslensku þjóðkirkjunnar. Þar er fólk að frelsast nú eins og alltaf og alls staðar þar sem orð Guðs er boðað. Guðfræðinám og fjárhagsraunir Hvernig upplifa menn slika trúarsann- færingu? Við lesum það i Bibliunni að Guð elski okkur synduga menn og vilji frelsa okkur frá syndinni og sætta okkur við sig. Svipað og lærisveinarnir yfirgáfu allt og fylgdu Jesú, þegar hann kallaði á þá, segjum við já við honum. Siðan er það hlutverk okkar að boða það sem Jesús boðar. Og síðan ákveður þú að gerast prestur? Við erum öll prestar og sá prest- dómur er fólginn í þvi að við biðjum hvert fyrir öðru. Ég vann töluvert í kirkjunni i Vestmannaeyjum og þar fann ég sterka löngun vaxa innra með mér til þess að helga lif mitt þjónustu við Guð innan íslensku þjóðkirkjunnar. Þá ákvað ég að leggja út i guðfræðinám og stefna að þvi að verða prestur. Árið 1981 komum við til Reykjavíkur. Ég settist i öldungadeild en lauk ekki stúdentsprófi. Ég fékk undanþágu, háða vissum skilyrðum, til þess að setjast i guðfræðideildina haustið '82. Það er ákaflega erfitt fyrir fólk að stoppa allt i einu í vinnu og fara í nám, sérstaklega ef það á húsnæði annars staðar á landinu. Námslánakerfið er mjög gott fyrir ungt fólk á venjulegri leið úr menntaskóla i háskóla til dæmis, fyrir fólk sem ekki stendur i neinum fjár- hagslegum skuldbindingum. Náms- lánin gera þvi kleift að lifa lifi sem er ekkert verra en venjulegs launafólks i þjóðfélaginu. En fyrsta árið í háskólanum var mjög erfitt. Greta, konan min, var sjúklingur þann vetur og ég varð að hætta að vinna vegna námsins. En vegna þess hvað við höfðum haft i tekjur árið áður fengum við ekki nema brot af námslánunum og máttum lifa af því allan veturinn, en ég hafði fengið þá hjá sjóðnum til þess að dreifa láninu jafnt yfir veturinn i stað þess að fá ekkert fyrstu 2 — 3 mánuðina og siðan fullt lán. Það bjargaði okkur að við bjuggum við lága húsaleigu en ég mundi ekki vilja nokkrum að þurfa að framfleyta fjölskyldu á þessu. Þetta bjargaðist samt allt með Drottins hjálp og góðra vina og ættingja. Veturinn eftir vonuðumst við til að geta komist á full námslán. En um sumarið fór fram mikil viðgerð á húsinu okkar úti i Eyjum og við unnum bæði baki brotnu. Þá duttum við alveg út úr námslánakerfinu — höfðum allt of miklar tekjur! Datt þá í hug að koma tónlistinni á framfæri Ég hafði alltaf verið að semja lög og texta og þá datt mér i hug og fékk mikla hvatningu til þess að gefa eitthvað af þessu út. Ég fór að vinna að hug- myndinni vorið 1983 og gaf út kassettu um sumarið með fjórtán lögum. Þetta eru bæði lög sem ég átti í fórum mínum og erlend lög. Kassettuna kallaði ég Leiðina til lífsins og þar er Jesús í miðdepli. Ég seldi þessa kassettu víða og gekk meðal annars með hana í hús og seldi og það gekk nokkuð vel. Undanfarið hef ég verið að vinna að plötu með nýjum lögum. Hún var tekin upp í april og mai og er rétt ókomin út (þegar viðtalið var tekið). Ég gef plötuna sjálfur út og dreifi henni. Það er mjög þroskandi að standa í öllu þessu sjálfur þvi að það er miklu meiri hætta á að maður staðni ella. Platan heitir Föðurást, lögin eru eftir mig og Gretu og textarnir flestir eftir mig. Temað er kærleikurinn, til okkar frá guði og milli okkar mannanna. Ég tel mjög mikilvægt að trúin verði aftur inntak i lifi fólks. Trúin gerir menn sátta við aðra menn og við sjálfa sig og vinnur gegn beiskjunni sem er svo ríkjandi i þjóðfélaginu. Menn eru eigin- gjarnir gagnvart náunganum og komist þeir sem eru órétti beittir í aðstöðu þeirra sem þeim finnst óréttlátir sýna þeir sams konar eigingirni. Kærleikur Guðs sýnir okkur hvað við erum brot- hætt. Ef við tökum á móti honum leiðir það til meiri jöfnuðar og biturleikinn hverfur. Lífsflótti? En getur trúin ekki veriö lífsflótti? Hún getur verið það ef þröng boðorð eru notuð til þess að skapa þrönga lífs- stefnu, en frasinn um að trúin sé ópíum fólksins er útþvældur. Trúin er mér styrkur til þess að horfast í augu við lífið, takast á við erfiðleikana og sigrast á þeim. Trúin getur verið mönnum hornsteinn til að standa á, til þess að geta vegið og metið. Trúaður maður getur aðhyllst hvaða stjórnmálastefnu sem er svo fremi að hún striði ekki gegn lögum Guðs. ,,Framar ber að hlýða guði en mönnum.'' Trúaður maður hefur styrk af trú sinni til þess að geta lifað í nútimaþjóðfélagi. Hann getur staðið gegn kreddum og spillingu sem alls staðar getur komið fram, lika i kirkjunni. En þá er það maðurinn sem hefur tekið völdin umfram það sem Guð aetlar honum, maðurinn getur alltaf tekið yfir. Mannhyggjan, sem hefur ríkt á undanförnum árum, er á undanhaldi. Kristindómurinn á vaxandi fylgi að fagna, sérstaklega meðal þjóða i Afríku, Asiu og Suður-Ameriku, en ekki eins í Evrópu. Svo er nú komið að menn eru farnir að senda trúboða til baka frá áðurnefndum svæðum til Evrópu. Flestir láta skíra börn sin og ferma en að mörgu leyti er það frekar eins og menningarstraumur (menningarlegt atriði) heldur en af trúarvissu eins og áður var. Það vantar orðið viðmiðun við Guðslög eða Guðs vilja. Skoðanakönnunin fræga leiddi það i Ijós að islendingar eru ein trúaðasta þjóð i heimi en siðan kom i Ijós að það er ekki Jesús Kristur sem þeir trúa á heldur hafa þeir einhverja óljósa og mjög loðna hugmynd um einhvern (alheims) kraft. Samt vilja íslendingar hafa trú sína bundna þjóðkirkjunni. Það þarf aðeins að beina þessari óljósu trúarvitund i réttan farveg. Er þá eitthvað að trúaruppfræðslunni i skólum og kirkjum? Já, það er margt að en það er ötullega unnið að því að lagfæra það. Kirkjan á allt gott skilið. Hún er horn- steinn trúarinnar og starfar í ýmsum myndum. Þjóðkirkjan og ýmsir trúarhópar til hliðar eru allir á sama meiði en það er auðvelt að skiljast frá og fara að lifa á þekkingunni — þá verður kirkjan stofnun og ekkert annað. Guðfræðin er mikill þekkingarbrunnur um allt sem lýtur að trú og trúar- brögðum, en án trúar og trúar- samfélags við Guð getur hún leitt menn út í ógöngur. Guðfræðin má aldrei koma í stað Guðs, henni er ætlað að vera i þjónustu trúarinnar. Er trúaður maður alltaf jafn- sannfærður i sinni trú? Nei, þetta er eilíf barátta. Einn daginn er hún í hámarki og þann næsta i lág- marki. Það koma efasemdatímabil og erfiðleikar í lifi trúaðra alveg eins og annarra en trúaður maður getur leitað styrks i trúnni. Menn upplifa ef til vill trúarþörfina sterkar í mótlætinu en þegar allt gengur vel. En er trúin þá ekki bara eitthvað sem menn sækja sár huggun í þogar illa gengur og hugsa siðan ekkert um? Trúin er ekki bara eitthvað. Trúin er einmitt sterkasta huggun sem hægt er að fá. Heilagur andi er huggarinn og hjálparinn mikli, sendur fyrir Jesú Krist. Kærleikur Guðs stendur alltaf til boða. Sá sem á trú á fyrirheit um huggun og hjálp. Hver og einn á visa hjálp hjá Guði — það er stórkostleg vissa. Trúin og hörmungar heimsins Hvernig svara trúaðir menn því ef spurt er: hvernig lætur Guð allar hörm- ungar heimsins viðgangast, til dæmis hungursneyðina í Afriku? Svarið er ekki einfalt — en mikið af hörmungum heimsins er manninum að kenna. Það er til nægur matur annars staðar i heiminum fyrir alla. Kirkjan vinnur ötult hjálparstarf í anda kær- leikans — flestar hjálparstofnanir eru að meira eða minna leyti tengdar kirkjunni og það er eins hægt að spyrja hvernig ástandið væri ef kirkjunnar nyti ekki við? Trúin kallar menn til sanngirni og ábyrgðar og ef menn heyja til dæmis kjarabaráttu af sanngirni og ábyrgð og geta búist við sanngirni og ábyrgð þá væri ástandið ekki eins og það er i dag þar sem allt önnur lögmál ríkja. Launþegar keppa að einhverjum lífsstil og atvinnurekendurnir vilja ekki gefa eftir hagnaðarvonina. Ef hin kristna hugsjón væri rikjandi væri sjálfkrafa 14 Vikan 27. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.