Vikan


Vikan - 04.07.1985, Síða 33

Vikan - 04.07.1985, Síða 33
Hún benti niður að bílastæðinu. „Landróverinn er aö fara.” Hún tók undir höndina á honum og reyndi að drösla honum á fætur. „Rólegan æsing, ég hef getað þetta sjálf ur hingað til. ” „Fljótur þá, helvítis roluskapur er þetta. Svo áttu eftir aö skakk- lappast niður alla brekkuna.” Hún togaöi og tosaði. „Þú ert bara fyrir mér, viltu lofa mér að standa upp.” Hann var óþolinmóður. „Fyrirgefðu, ég er bara svo hrædd um að verða skilin eftir.” „Er ekki allt í lagi, þú getur verið hérínótt.” „Hér í þessum kofa! Hér er ekkert f jör, ekkert fólk, bara þú. ” Nú hefði hún getað komið honum úr jafnvægi, en hún tók ekki eftir því og hann vissi hvað hún átti við og lét ekki bera á neinu. Þau voru komin niður í miðja brekku. „Ég ætla að hlaupa til þeirra og segjaþeimaöbíða.” „Þau bíða örugglega.” „Já, allt í lagi, en flýttu þér, ég vildi að ég gæti borið þig.” Hann hló. „Það gæti verið skemmtileg sjón.”Húnhló líka. „Er ekki til eitthvað annað en þessar hækjur? Eru ekki til einhverjir spottar sem hægt væri að setja í fæturna, svo gætirðu bara togað í, þú veist, annan fótinn fram fyrir hinn?” „Asni ertu. Fætumir bera mig ekki, þeir lofta mér ekki, ég er meðspelkur.” „0, nei, auðvitað ekki.” Of fljót- fær einu sinni enn. Þau biðu auðvitað. Hækjurnar urðu að vera á toppnum. Hún sat aftur í. Hann frammí. „Því ertu svona kát, elsku systir,” hvíslaði Kiddi í eyrað á henni. „Það er svo gaman. Finnst þér þaðekki?” „Jú, jú.”Hann glotti. „Ætlarðu ekki að spila á eftir.” „Jú, ef allir eru hressir.” „Ég er hress.” „Þá spila ég fyrir þig.” Hún andvarpaði. Þetta var eitthvaö svo gaman, allir voru svo góðir og skemmtilegir. Hún líka. Hún rétti honum hækjurnar, beiö eftir honum meðan hann klöngraðist upp tröppurnar, hljóp og náði í stól fyrir hann, blandaði i glas og rétti honum öskubakka. „Af hverju ertu að stjana svona við mig? Égredda mér sjálfur.” „Þú ert bara svo lengi að öllu.” Hún söng sig hása. Kiddi spilaöi og allir sungu. Hún náði sér í kodda og lagðist á gólfið. Kiddi spilaði eitthvað frumsamið sem enginn skildi, enginn nennti aö skilja. Hún rumskaði þegar Kiddi var að bera hana inn í rúm. „Hvarer Kári?” „Farinn. Palli keyrðihann.” „Hvert, í kofann?” Hún var syfjuð. „Eg reikna með því. ” „Af hverju ætli hann vilji vera þar?” „Kannski vill hann vera í friði.” „Heldurðu það?” Hún nennti þessu ekki, var syfjuð og þreytt. Reyndi ekkert að hjálpa Kidda þegar hann klæddi hana úr fötunum. Kúrði undir sænginni og sofnaði. Það liðu nokkrir dagar og hún hugsaði, hugsaði svo mikið að stundum brakaði í höfðrnu. Það var vont svo hún fann ástæðu til að fara, fara og forvitnast. Hún pass- aði sig á að vera komin meö slatta af berjum í fötuna þegar hún áræddi að fara heim að kofanum. „Halló, ég hélt að þú ætlaðir ekki að koma.” Hann stóð í dyrunum. „Ha, hvað?” „Ég er búinn að vera að fylgjast meö þér í næstum klukkutíma, sá þegar þú komst.” „0, var það?” Hún sneri sér undan, fannst eins og heimskan skini af sér. Varóörugg.” „Ég varaðtína ber.” „Já. Það eru miklu fallegri ber í brekkunni hérna hinum megin viö hæðina.” Hún rak upp stóraugu. „Fórst þú þangað?” „Já, ég var þar í gær. En ég nennti ekki að tína neitt. Var ekki með ílát.” „Ég ætti kannski að fara þang- aö. Seinna.” „Já, seinna. Nú ætla ég aö gefa þér kaffi.” Hún settist við gamalt tréborð, á tréstól sem brakaði í. „Þetta lítur öðruvísi út í dags- birtu.” Hann rétti henni kaffi. „Mjólk?” „Já, takk.” „Sykur, nei, annars, þú ert nógu sæt.” Hún brosti eins og fífl. Gull- hamrar? Líklega. Henni haföi aldrei dottið í hug að hún væri sæt. Það sem var sætt, virkilega sætt, var væmiö. Hún vildi ekki vera væmin. „Þaö var allt svo skuggalegt hérna. . . og hrörlegt, en ekki núna.” Hún saup á kaffinu. Hann settist á móti henni og saup á sínu kaffi. „Hvað ertu að gera hér, aleinn í þessumkofa?” „Teikna og mála.” „Geturðu það?” Asni. Algjör asni. „Ég hef þó hendurnar heilar,” hvæsti hann. Svo var eins og hann sæi eftir því að hafa hvæst. „Ég skal sýna þér, þá geturðu dæmt sjálf.” Hún vildi sjá strax svo hann fór með henni inn í hitt herbergið. Það var eins og verönd, gler á þrjár hliðar, fullt af drasli og myndum. Hún skoðaði þegjandi, hann út- skýrði ekki neitt. Myndirnar voru góðar. Henni fannst þær tala til sín, ekki orðum heldur tilfinningu. Beint í hjartaö, þaö var eins og hjartað slægi örar og fastar. Hvað átti hún að segja? Hún varð aö láta hann vita að henni líkuöu myndirnar, en hvernig? Hún vildi ekki vera tilgerðarleg, vildi bara að hann vissi hvaö henni raunverulega fannst. „Þær eru góðar.” Búið. Röddin vildi ekki segja meira. „Mikið er ég feginn að þér skuli finnast þaö.” Hún heyröi að honum létti. Gat það virkilega skipt máli hvernig henni líkuðu myndirnar. Hún fór hjá sér. „Komum og klárum kaffið okkar.” „Já.” Hann elti hana inn. „Hvar sefurðu? Sefuröu ekki hér?” „Jú, þarna.” Hann benti eitthvað upp. Hún sá mjóan stiga og eins og lítið háaloft. „Þarna. Hvernig kemstu?” „Eg klifra, á höndunum.” Hann brosti. „En niður aftur, varla stekkurðu. Klifraröu líka niður?” „Nei, þá renni ég mér á rörinu þarna.” Hún gat ekki annað en hlegið. „En sniðugt. Æöislegt. Má ég prufa?” „Já, gjörðu svo vel.” Hún prílaði upp. Það var rétt hægt að skríða á fjórum fótum þarna, þaö var svo lágt til lofts. Hvernig skyldi hann fara aö því? Hún vildi ekki ergja hann meö fleiri heimskulegum spurningum. Kannski velti hann sér bara. Rúmiö var bara dýna á gólfinu svo það hlaut að vera einfaldasta leiðin. „Eg sé bílinn út um litla glugg- ann hérna.” Hún kallaði. „Skepna! Hérna hefur þú þá legið og glápt á mig tína ber og góna á kofann þinn.” Hún renndi sér niöur rörið eins og slökkviliösmaður í bíó og skrækti eins og spápíka. „Frábært. Krakkarnir hans Kidda þyrftu að komast í þetta.” „Uff, ég vona að þú farir ekki aö drösla þeim hingað.” Hún hló, líka þegar hún sá að hann meinti þetta. Hann kærði sig ekkert um krakku, síst af öllu krakkana hans Kidda, það gerðu fáir. En henni fannst þeirfrábærir. „Þau eru bara hress og heilbrigöbörn.” Höfundurinn: Jónína Sigurjóns■ dóttir Jónína er 24 ára húsmódir í Gardabce, hárskeri ad mennt. Þegar þetta birtist er hún í sumarstarfi við Blönduvirkjun. Enn sem komió er hafa sög- ur hennar hvergi birst annars stadar en í Vikunni. Fyrsta sagan var ein þeirra sem teknar voru til birtingar í smásögukeppni Vikunnar I9S0. Z7. tbl. Víkan JJ

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.