Vikan


Vikan - 04.07.1985, Page 35

Vikan - 04.07.1985, Page 35
Hún tók á móti Kára í hvíta kjólnum með slaufu í hárinu og ilmvatnið hennar Maríu. Hann rétti henni pakka. Það lá við að hún fengi móral en var samt glöð. Kyssti hann á kinnina, hætti við að fá móral yfir því þegar hún sá að hann glotti. Það var mynd í pakk- anum, mynd í fallegum litum, gulum, grænum og rauðum, en hún vissi ekki af hverju myndin var. Það skipti engu, hún var falleg. „Hún er falleg,” sagði hún án þess að líta af myndinni. „En hvað?” Hann heyrði aö það vantaði eitthvað aftan við. „Á hún ekki að vera af einhverju. . .? Ég á við, hinar myndimar þínar, þær eru allar af einhverju. . .enhúnerfalleg.” „Jú, jú. Þessi mynd er af þér.” Hann var rólegur og tilbúinn að út- skýra. „Er ég þetta stóra græna þarna.” „Nei, þetta litla bláa þarna.” Það var eins og hann væri að út- skýra fyrir þriggja ára barni. „Af hverju er ég blá? ” „Það er svo fallegur litur.” „En það er kaldur litur. Er ég köld?” „Nei, þessi litur er ekki kaldur. Hann er eins og augun í þér. ’ ’ „Já. Hvaö er ég að gera?” Henni datt í hug að hún væri að tína ber. „Tína ber.” Hann glotti og hún hló — hamingjusöm. Maturinn var frábær hjá Maríu. Og María naut þess að fá hrós. „Eru jól núna, mamma?” spurði Berta litla. „Nei. Ég á afmæli,” sagði hún hlæjandi. Kiddi gaf þeim í glas eftir matinn. Krakkarnir voru sofnaðir og allt var svo friðsælt. Kári var líka sæll á svipinn. Hún sá það. Fann aö honum leiö vel. Svo sagði hann brandara, fyndnar sögur af sjálfum sér. Hann minntist ekkert á fötlunina, bara eins og hann væri ekkert fatlaður. Hún gleymdi því næstum því. Smástund. Hún var aö horfa á hann, hlæja og tala, hugsa um hvað hann væri fallegur, myndarlegur, herða- breiöur og vöðvastæltur. . . Stopp, þá mundi hún þaö. Eins gott að hann las ekki hugsanir. En henni fannst hann fallegur samt. Svo góður. Einhvern tíma las hún eitthvað um að feguröin kæmi innan frá. Nú skildi hún þaö. Hann gæti vel verið ljótur. Hann hafði eiginlega verið ljótur þegar hún sá hann fyrst — þegar hann sá hana fyrst, þegar réttarballið var og hún fór í fýlu eitthvað upp í fjalliö. Hann átti ekki von á henni — eða neinum. Kannski hefur hann bara verið einmana og fúll yfir að geta ekki verið með á ballinu. En hann gat alveg verið meö, bara ekki dansað. Það gat kannski verið næg ástæða fyrir hann til að vera beiskur og illilegur á svipinn þegar einhver ónáðaöi hann í hans eigin píningum. Hún andvarpaöi. „Ertu þreytt?” Hann virtist áhyggjufullur. „Nei, nei. Mér líöur bara vel.” Hann brosti og hún brosti og allir brostu. María fór að sofa. Hún var þreytt, vaknaði alltaf fyrst til aö hafa morgunmat og fannst það meira aö segja gaman. Hún María! Svo fóru Kiddi og Palli inn á skrifstofu að ræða eitthvað, plana eitthvað. Og þau voru tvö ein. Bæði dálítið syfjuð. Og vand- ræðaleg. Hún sneri við plötunni, losaði öskubakka, fór fram meö tóm glös, blandaði meira handa þeim.. .svo settist hún hjá honum, á arminn á stólnum. Hann lét höndina aftur fyrir hana og hélt utan um mittið á henni. „Ég ætti eiginlega aö slökkva ljósin, hafa bara lítinn lampa í einhverju horninu eða kerti.” Þetta átti að vera grín, bara grín. „Er ég svona óhrjálegur? ” „Láttu ekki eins og fífl,” svaraöi hún snöggt. „Ég var að ímynda mér okkur í gamalli bíómynd.” Hann hló bara. „Ég var að stríða þér.” Hún var dálítið fýld en samt fegin að honum hafði ekki sárnað. „Þú ert samt með minnimáttar- kennd. Annars heföi þér ekki dott- ið þettaíhug.” „Já, kannski.” Þetta var eðli- legra. Smávegis pex. Ekki bara rómantík við kertaljós. En ekki eins spennandi. „Vildirðu að ég væri ekki svona fatlaður?” Hún heyröi að þetta var erfiðspurning. „Ég hef ekkert hugsað út í það. . . nei, ætli það, þá hefði ég aldrei kynnst þér.” Hann þrýsti henniaðsér. „Og ég ekki þér.” „Jáhá, hugsaðu þér hverju þú hefðir misst af? Þú hefðir misst af mér.” „Þér finnst töluvert til þín koma.” Hann hélt áfram að stríða. „Þessa stundina, já. Og þér sömuleiðis, mér heyrist þú vera haröánægöur með þessar lappir þínar.” Hún vissi alveg hvaö hún varaðsegja. „Æ, mér er sama — ef þér er sama.” „Mér er skítsama.” Hann kreisti hana meira. Hún hallaöi sér að honum og lét sér líöa vel. Svona vildi hún vera alltaf. Alltaf ? „Geturöu veriö hjá mér í nótt?” Þetta kom á undan hugsuninni. „Hvers vegna?” „Bara, ég tími ekki aö missa þig alveg strax.” „En við þurfum að sofa.” „Já. Það eru tvö rúm niðri hjá mér. Við getum fært þau saman, þá get ég veriö hjá þér í alla nótt. Og þú hjá mér auðvitað. ” „Auðvitaö. Eg veit ekki hvort ég þoli þaö.” „Þolir það? ” Heimskuleg. „Já, að hafa þig svona nálægt mér heila nótt.” Leiðinlegt. „Égþoli þaö.” „Heldurðu það?” Nú var hann sár. „ Já. Ég veit hvað ég á á hættu ef ég þoli það ekki. Vil ekki upplifa þaöaftur.” ,,Æ, æ.” Hann vissi greinilega ekki hvað hann átti að segja. „Þá þoli ég það líka.” Hann var svo góður. Hún varð að hjálpa til. „Nú, ef ekki þá foröa ég mér bara, tek hækjurnar með mér, þá kemstu ekki langt.” „Vertu nú ekki of viss um það.” Hann tók þessu. Guði sé lof. „Ég verö allavega á undan. Svona, komdu nú.” Hún rétti hon- umhækjurnar. „Heldurðu að þú komist hring- stigann? Annars þyrftum viö að faraút. ..” „Jú, auðvitað kemst ég, er ekki handrið?” „Jú.” Hún hélt á annarri hækjunni niður, hann kom á eftir. „Hvað er aö þér manneskja?” Þú ert á svipinn eins og þú búist við að ég detti.” Hún varð vand- ræðaleg. Haföi einmitt veriö tilbúin að grípa. Loks komst hann niöur. „Þarna er klósettiö. Eg ætla að fara upp og segja Kidda að þú ætl- ir aö gista — svo hann sé ekki að bíða.” Kiddi var undrandi og áhyggju- fullur en hafði vit á að þegja. Hún færöi rúmin saman og náði í aukasæng og kodda. „Hvað. . . ætlarðu að sofa í bux- unum?” Hún var undrandi. „Já, ég er svo feiminn.” Þegar hún skildi varöhún hálförg. „Helvítis járnaruslið. Eg vona bara að þú sparkir ekki í mig.” Hann velti sér út í horn, breiddi yfir sig sængina, lét hendurnar undir hnakkann og hló. „Þú ert nú stundum svolítið vit- laus.” „Er ég vitlaus?” Hún rak upp stór augu. „Engar áhyggjur,” flýtti hann sér að segja. „Ég skal ekki sparka.” Henni fannst allt í lagi aö vera vitlaus ef hann var í góðu skapi. Þetta var allt í lagi. Hún þurfti ekkert aö flýja með hækjurnar. Þau kysstust dálítið og þoldu það bæði með góðu, vöknuöu svo stirö, með náladofa. „Kári, ertu vaknaður?” Þaö umlaöi eitthvaö í honum. „Ég ætla aö hringja í lækninn minn í bænum og fá pilluna.” „Já.gerðu það.” „Kiddi fer í bæinn eftir helgi. Eg bið hann að koma með það. Þá get ég komið til þín. Þá fáum viö alvegaðveraífriði. „Ég flyt um helgina.” 27. tbl. Vikan 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.