Vikan


Vikan - 04.07.1985, Page 36

Vikan - 04.07.1985, Page 36
„Hvert? Úr kofanum?”Hún var æst. „Hættirðuþáaðmála?” „Nei, ekki alveg, ég kem á dag- inn. Það er orðið svo kalt á nótt- unni.” „Þá hittumst við bara einhvern daginn.” „Já.” „Ég verö að fara upp og hjálpa Maríu. Hvenær viltu fara? ” „Bara sem fyrst. Ég á eftir að pakka öllum myndunum í dag. ” Hún fór með bakka meö mat niður til hans. „Kiddi ætlar að keyra þig, hann þarf að fara eitthvaö í leiðinni. ’ ’ Aumingjalegt, vandræðaleg kveðjustund. „Eigum viö að hittast á mið- vikudaginn?” „Já, fínt.” Kidda var ekkert um þetta. Sagöist vona að pillurnar kæmu ekki of seint. Fékk morðaugnaráð í staöinn sem þaggaði niður í hon- um. Hún fékk lánaðan bílinn fyrir náöog miskunn. „Ekki vera svona á móti mér, Kiddi. Viðhvaðertu hræddur?” „Um þig.” Elsku stóri bróðir. „Kiddi.” Röddin var dálítið hás. „Ég er ástfangin.” „Ég veit það. Þess vegna er ég hræddur.” Hann sneri sér við og fór. „Reyndu aö vera komin fyrir myrkur.” Það var notalegt að vita að einhver var hræddur um mann. Einhverjum var ekki sama. Ein- hver vildi vel. Það var grár hestur bundinn viö staur fyrir utan kofann, gamall og þreyttur. Hún klappaði honum. Honum var alveg sama, hreyfðist ekki. „Hvernig líst þér á hrossið mitt?” „Ég veit það ekki. Hann hefur ekkert sýnt mér nema útlitiö. ” „Hann er orðinn gamall, greyið. Eg fékk hann þegar ég var fimm ára.” Hann klappaði hestinum. Blíö- lega. „Ég vildi að ég væri hesturinn.” „Ha, af hverju?” „Þú ert svo góður við hann.” Hann brosti, rétti höndina til henn- ar. „Ég er líka góður við þig.” Hún vafði handleggjunum utan um hálsinn á honum og hjúfraði sig að honum. „Viltu ekki fella mig um koll,” sagði hann glettinn. Hún losaöi takið og fór inn. Það var allt svo tómlegt. „Af hverju er svona tómlegt? Það er ekkert farið, er það? ” „Égtóktil.” „0.” Hún settist á trékollinn sem brakaöi í, vissi ekkert hvern- ig hún átti aö koma sér að næsta þætti, vissi að hann var ráðvilltur líka. „Viltu bjór?” spurði hann. „Bjór. Alvörubjór?” „Já.” Hann náði í tvær dósir. „Áttu eitthvað af þessu?” „Eigum við ekki að hafa meö okkur upp?” Þá vissi hann að hún hafði eitthvað en hvort hann yröi hrifinn, það var annað mál. „Sko, sjáðu til. Ég get ekki tekið pilluna fyrr en ég er nýbúin á túr og af því að ég er ekki nýbúin á túr þá virkar það ekki svo. . . hún náði í litla pakka í vasann. . . Kiddi bróðir var svo hugulsamur að kaupa þetta handa okkur.” Þetta síðasta sagöi hún dálítiö tilgerðar- lega. „Er þér ekki alveg sama?” „Jú, jú.” Hann var dálítið aula- legur, henni fannst þaö skemmti- legt. Þá var hún öruggari. „Ég ætla upp á undan.” Hann lét hækjurnar frá sér við stigann. „Þú mátt ekki koma fyrr en ég kallaáþig.” „Af hverju ekki? Æ, já, þú ert svo feiminn.” Hann var eldsnögg- ur upp. Svo leið góð stund. Hún heyrði hann vesenast eitthvað. Þambaði bjórinn. „Komdu núna.” Hún fór upp. Það var hrúga á gólfinu, fötin hans efst, örugglega af ásettu ráöi. Hún lagöist viö hliðina á hon- um, flýtti sér úr fötunum og undir sængina. Húnfóraðgráta. „Hvað er að? Af hverju ertu að gráta?” „Ég er ekki að gráta,” kjökraði hún. „Jú, víst. Meö tárum og hor og öllu. Komdu, ekki snúa baki í mig.” Hún sneri sér við. Hann þrýsti henni að sér. Hún grét meira. „Ég vona að ég hafi ekki gert neitt,” tautaði hann. „Nei, nei,” næstum hrópaði hún, „ekkiþú. . .” „Heldur hver, þú?” „Nei.” Hún saug upp í nefið. „Enginn. Þetta var bara frábært. Takk.” „Takk. Fyrir hvaö?” Hann skildi ekkert. „Fyrir svo margt, fyrir allt.” „Hvað meinaröu eiginlega?” Svo stífnaði hann. „Ertu að kveðja mig?” „Nei,” nærri hrópaði hún, tók sér taki til aö hætta að grenja. „Sko, ég hélt. . hélt að ég hefði aldrei geö til að lifa meö karl- manni oftar. Svo komst þú eða ég kom eða þannig. Og þú varst svo góður við mig og mig langar svo að vera góö við þig og. . . æ, hvemig á ég að segja þetta. . .? Svo ertu svona frábær, getur miklu meira en ég hélt og gerir allt fyrir mig. . .” Hún titraði. Skalf. Hann breiddi betur yfir hana, þrýsti henni fastar að sér. „Ég sagði þér að ég væri ekki al- gjör aumingi.” Röddin var rám. „Nei, þú ert sko enginn aum- ingi, þú getur allt. Allt. Og mér þykir vænt um þig, þig allan. Líka þessar asnalegu lappir þínar. Æ, hættum þessari vitleysu, fáum okkur bjór.” Hún reis upp við olnboga og teygði sig í bjórdós. „Mér þykir líka vænt um þig.” Röddin var ennþá rám. „Fáðu þér líka bjór.” Svo þurfti hún að fara. Það var aö koma myrkur. „Á ég aö koma á laugardag- inn?” „Já.” „Kemur þú á hestinum?” Hún klappaði hestinum. Hann hnusaði af henni. „Honum líst vel á þig.” „Heldurðu það?” „Langar þig á bak?” „Kannski á laugardaginn. Ég verð aö fara núna.” Það var erfitt að fara. Einmanalegt. Samt ekki einmanalegt. Fólk er ekki ein- mana með fallegar hugsanir. „María. Má ég ekki fara núna?” „0, jú, góða, farðu. Þú getur hvort sem er ekki gert neitt al- mennilega.” „Má ég fá köku og gos með mér?” „Já, en skildu samt eitthvað eft- ir handa krökkunum.” Hún pakk- aði kökunni vel inn og skoröaði hana á gólfinu í bílnum, keyrði hægt og varlega, var spennt og hugsaöi svo mikið, raðaði niöur því sem hún ætlaði að segja fyrst og segja svo og svo. Hún var að fara og þurfti að segja svo margt áður. Mamma var að bjóða henni með til London á sýningu. Hún hafði svo sem engan áhuga á sýn- ingunni, bara gaman að fara meö, fara eitthvaö, ferðast. Og vera pínulítið með mömmu. Mamma var ágæt, alltaf hress, alltaf í góöu skapi. Kannski ekki alltaf en aldrei í mjög vondu skapi. Mamma vissi svo margt, kunni svo margt, hafði frá svo mörgu að segja — þegar hún hafði tíma til þess. Kofinn var læstur. Engin hófa- för eða hrossaskítur við staurinn. Hún settist á fötu fyrir utan dyrn- ar og beið. Og beið. Var kalt. Lík- lega var dálítið frost. Gekk um. Verst að hafa ekki klukku. Var örugglega búin að bíða í meira en hálftíma. Klukkutíma. Fór í bílinn og náði í úlpu af Kidda. Meö fjósa- lykt. Kannski ætti hún að fara heim aftur og koma seinna. And- skotans, hann hlýtur að fara að koma. Ef hún færi upp á hæðina sæi hún hann. Kannski myndi hann sjá hana og flýta sér. Það var erfitt að hreyfa sig í þessari stóru úlpu. Hún fann laut í skjóli og settist þar, hafði gott útsýni yfir leiðina sem hann myndi koma. Sá súrheysturninn á bæn- um þar sem hann átti heima. Mikið var friðsælt þarna. Heyrðist ekkert. Bara aðeins í fossinum. Ekki fuglar einu sinni. Farnir til heitu landanna. Henni var kalt þegar hún vaknaði, komin meiri gola og hún skalf. Brá. Hljóp niður brekkuna að kofanum, allt læst. Nei, hann 36 Víkan 27. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.