Vikan


Vikan - 01.08.1985, Blaðsíða 25

Vikan - 01.08.1985, Blaðsíða 25
Maísstönglar með maribo-osti Tekur 30 mínútur að matreiða og nægir fyrirfjóra. 1 matskaið sykur 1 matskeið sítrónusafi 8 nýir, ferskir maisstönglar sait 4 matskeiðar lint smjör 8 matskeiðar nýr, rifinn maribo- ostur (um 100 grömm). 1 Látið suðuna koma upp á nokkrum lítrum af vatni sem sykri og sítrónusafa hefur verið blandað í. Fjarlægið blöð og þræði af maísnum. Setjið stönglana í sjóðandi vatnið og látið krauma í lokuðum potti í 15 til 20 mínútur. Takið úr pottinum og látiö vatnið renna af, saltið stönglana síðan allt í kring. 2 Smyrjið þykku lagi af smjöri á stönglana og leggið þá saman í eldfast form. 3 Þekið stönglana með rifnum osti og rennið forminu inn undir heitt ofngrillið nógu lengi til aö osturinn taki að bráðna. Stingið maís-prjónum eða tannstönglum í báða enda hvers stönguls áður en þeir eru bomir fram. Ágætt er að bera fram þunnar sneiðar af reyktri skinku með, ennfremur franska brauölengju og jafnvel verkamannavín (rauövín) fyrir þá sem það þola. Maís á uppruna að rekja til Vesturheims. Frumbyggjamir ræktuðu hann og átu löngu áður en landnámið hófst fyrir nokkrum öldum. Mexíkanar ræktuðu maís fyrir að minnsta kosti 8000 árum og enn þann dag í dag byggist fæðuneysla þeirra að stórum hluta á maís. Evrópsku landnemarnir hófu að neyta maíss á sautjándu öld en indíánamir höfðu kennt þeim að rækta hann og matreiða. Maís er núorðið ræktaður í norðurhluta Evrópu, það eru afbrigði sem eru nægilega harðger til að þola lofts- lagið. Samt hefur þetta aldrei orðið nein tískufæða hér um slóðir; helst hefur maís verið notaöur þurrkaður eöa malaður í brauð og grauta. Ameríkumenn framleiða hins vegar nær 120 milljónir tonna af maís ár hvert. Sé ferskur maís ekki fáanlegur má notast við stöngla úr dós. Maískom eru þétt í sér og bragð- mikil og henta í hina fjöl- breyttustu rétti. En hér berum við á borð einfalda og látlausa uppskrift að matreiöslu maís- stöngla: 31. tbl. Vikan 2S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.