Vikan


Vikan - 01.08.1985, Blaðsíða 35

Vikan - 01.08.1985, Blaðsíða 35
~Draumar Laddi dvergur Kæri draumráðandil Þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa til þtn og ég vona að þú getir ráðið þennan draum. Mig dreymdi að ég væri í skólanum (en ég er hættur í honum), væri staddur fyrir utan með fyrrverandi skóla- félögum. Okkur dettur t hug að heimsækja strák sem er núna dáinn. Við löbbuð- um einhvern stíg meðfram húsum sem ég kannaðist ekki við. Allt í einu erum við staddir fyrir utan kirkju- garð sem ég kannast heldur ekki við en í sáluhliðinu er kista sveipuð íslenska fán- anum. Síðan er strákurinn (sem nú er dáinn) kominn þarna og hann er í stnum bestu fótum. En ég tók Itka eftir öðrum sem var eins og Laddi í hlutverki sínu í Hryllingsbúðinni. Síðan erum við allt í einu í stof- unni heima hjá mér. Þar er hellingur af fólki og mig minnir að það hafi venð læti. Svo vorum við inni á gangi og þessi Laddi var orðinn eins og dvergur og hoppaði eins og trylltur væri. Eg var víst hræddur við hann en þá kom strákurinn og lamdi þenn- an Ladda í ennið og hann rotaðist eða eitthvað því hann lá allt í einu uppi á kommóðu. Eg fer inn í her- bergið og sný mér við en þá kemur strákurinn. Þegar hann er kominn í dyrnar vakna ég. Kærar kveðjur, Bjössi. Kæri Bjössi! Oft er ástæða til þess að fólk dreymir látna vini að andlátið hefur verið svip- legt. Það hefur kannski raskað venjubundnu lífi dreymandans og því er ósköp eðlilegt að það hafi áhrif á drauma hans. Á hinn bóginn eru í þessum draumi nokkur tákn sem kann að vera hægt að ráða samkvæmt hefðbundnum aðferðum draumspekinnar. í fyrsta lagi er það talið vera fyrir góðu að dreyma dverg. Það ræðst þó ævin- lega nokkuð af samband- inu en þarna virðist líka vera fólgin nokkur aðvörun til þín. Þegar kirkjugarður- inn, sáluhliðið og veislan eru síðan tekin sameigin- lega virðist hægt að fá ofur- lítið samhengi í ráðning- una. Þú munt að öllum lík- indum verða fyrir einhverju happi á næstunni, þótt ekki sé alveg víst að það sé bundið efnislegum verð- mætum. En til þess að þér auðnist að njóta þessa til fullnustu þarftu að taka sérstakan vara á þeim sem þú umgengst og eyða ekki tímanum í sukk og slark með félögunum. í draumnum er aðvörun um að trúa ekki öllu sem þér er sagt og láta ekki söguburð spilla fyrir tengslum þínum við annað fólk. Ótryggur kærasti Kæri draumráðandi. Ég hef aldrei skrifað þér áður en viltu ráða þennan draum fyrir mig ? Mig hefur alltaf dreymt um sömu manneskjurnar en þessi er alveg einstakur. Mig dreymdi að ég væri í partíi og systir mín, unn- usti og svo einhver mann- eskja en ég sá ekki andlitið á þessari manneskju. Jæja, við skulum kalla þessa manneskju X. X sagði við kærasta minn að hann ætti að velja á milli mín og systur minnar. Hann valdi systur mína. Þau fóru svo saman inn á klósett og sögðu við mig að ég mætti ekki koma með svo ég stóð bara kyrr en allt í einu stóð ég við hlið þeirra og þá voru þau ber og fóru í baðið og hófu samfarir í baðinu. Það var eins og þau vissu ekki af mér en allt í einu sagði hún systir mín mér að fara fram. Eg fór ekkert og þau hófu leikinn aftur og þá fór ég að grenja. Þá spurði systir mín mig hvort mér fyndist þetta ekki gott en ég kvað svo ekki vera. Þá vaknaði ég. Eg vona aðþú getir ráðið úr þessu fyrir mig og skiljir skrift mína. Með fyrirfram þökk. 4- P.S. Einu sinni dreymdi mig að kærasti minn kæmi til mín og segði: Eg elska þig. Hann hefur aldrei sagt þetta við mig. Fyrst er rétt að taka fram að líklegast eru þessir draumar sprottnir af áhyggjum þínum út af kærastanum og löngun til að hann segi þér að hann elski þig. Drauminn sem þú skrifar má líka vel ráða og þá er ráðningin á þessa leið: Draumurinn merkir mikil tilfinningaátök hjá þér og að þú eigir fram undan erfitt tímabil í fjöl- skyldumálum þar sem sam- komulagið verður ekki sér- lega gott við aðra í fjöl- skyldunni. Þó vill það þér til happs að fara að gráta í draumnum því það er mesta heillatákn svo allt ætti þetta að taka enda hjá þér. í sjálfu sér er það merk- ingarlaust sem kærastinn segir við þig í hinum draumnum. Sumir segja að ástarjátningar, kossar og önnur vinsamleg teikn merki hið gagnstæða ef ást- vinur á í hlut og ef hann er vondur og lætur leiðinlega sé það fyrir góðu svo þú skalt hafa það í huga þó draumráðandi ítreki að þú eigir sjálf mestan hlut að þessum draumum með áhyggjum þínum og ósk- hyggju. Ef þú ert mjög miður þín í draumum þínum og þeir eru farnir að valda þér verulegum erfið- leikum og áhyggjum væri stórsnjallt hjá þér að reyna að komast í samband við einhvern skilningsríkan sál- fræðing í Reykjavík en auð- vitað alls ekki nema þetta sé að verða þér reglulega erfitt. Að fara til sálfræðings þýðir alls ekki að þú sért eitthvað veik á sálinni; fæstir hafa rænu á því nema þeir séu mjög skyn- samir og vilji sjálfum sér vel. 31. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.