Vikan


Vikan - 01.08.1985, Blaðsíða 5

Vikan - 01.08.1985, Blaðsíða 5
Þetta hljómar dálítið eins og Vesturbæingur sé á ferð enda reynist það rétt. „Ég er mikill Vesturbæingur. Bjó eitt ár í Hátúni, mér fannst verra loft þar. Og flutti aftur í Vesturbæinn.” Jón Ólafsson í gólfinu Það er ekki létt verk að knýja fram játningar um vandræðaleg atvik í starfi tæknimanns. „Það er varla að dagskrár- gerðarmenn guggni í upptöku, hins vegar man ég eftir einum sem mætti í viðtal en gafst upp og hljóp út. Það kemur helst fyrir að menn fái heiftarleg hlátursköst og ekkert athugavert við að leyfa því að fljóta með í dagskránni. Ég man eftir því í einum þættinum að Hemmi Gunn. og Jóhannes Eðvaldsson voru mættir og þeir máttu ekki líta hvor á annan, þá skelltu þeir upp úr. Og Jón Ölafs- son var alveg eins slæmur, mátti ekki líta á Hemma og þá fór hann að hlæja og endaði í gólfinu, kom Blómastofa Friðfinns er eitt af þeim fyrirtækjum sem kennd eru við eigendur sína og næstum hver íslendingur þekkir. „Ég byrjaði með fyrirtækið 1968 og var þá einn skríðandi í áttina til mín, lá hrein- legaíhláturskasti.” „Bein" útsending úr sund- laug Seltjarnarness „Það getur líka verið skemmti- legt aö lenda í uppátækjum eins og þegar við Gísli Sveinn Loftsson sendum heilan þátt út þar sem viö sögðumst vera í sundlaug Seltjamamess. Það vom ótrúlega margir sem trúðu þessu. En auð- vitað var þetta bara bein útsend- ing úr stúdíói á RÁS 2 og við notuðum effekta til að virðast vera í sundlauginni. Við urðum eiginlega að koma upp um okkur í lokin, það var það mikið um að okkur væri trúað. Annaðhvort verður maður líka að leika leikinn til enda eða sleppa þessu.” Eru tæknimenn kannski stundum í því að reyna að fá dag- skrárgerðarfólk til aö hlæja, eins og mann grunar nú stundum þegar maöur hlustar á RÁS 2? „Já, já,. . . en það er ekki hægt að hrekkja hvern sem er.” hérna. Núna vinna hjá mér níu stúlkur á vöktum. Húsnæðið hefur stækkað um helming en er samt ennþá notalega lítið þannig að maður heldur þessu persónulega andrúmslofti sem mér finnst skipta svo miklu máli. Ég gæti ekki hugsað mér að stækka við mig eða setja á stofn útibú, þá er ég hræddur um að sambandið viö viðskiptavinina yrði fjarlægara. Erlendis hef ég séð mjög litlar búðir sem eru með mjög mikla sölu. Einni man ég eftir í Altona/Hamborg sem var svona þriðjungur af minni búð en hafði rosalega umsetningu. Ég á marga góða viðskiptavini, til dæmis fyr- irtæki hér í kring sem hafa haldið sambandinu frá því ég byrjaði. ís- lendingar eru vandlátir viðskipta- vinir og myndu ekki sætta sig við sumt sem selt er erlendis. En ís- lensk blóm eru góö og alltaf fersk því þaukoma daglega.” Blóm í torgsölu Friðfinnur lærði blómaskreyt- ingar í Þýskalandi og Bretlandi. „Ég ætlaði fyrst til Englands. Áhuginn vaknaði þegar ég hafði unnið hjá Bóasi bróður mínum í Alaska (nú í Blómahöllinni) en hann byrjaði 14 ára gamall að selja blóm í torgsölu með föður okkar en lærði seinna blóma- skreytingar í Danmörku. Ég1 komst í fyrstu ekki að í Englandi en fór þess í stað til Þýskalands. Þaö er gott að læra hjá Þjóð- verjum, þeir eru mjög nákvæmir, ekki með neinar reddingar og vinna svo hratt og örugglega að það tekur tíma að ná þeim. Og það gat komið fyrir að maður var látinn gera sömu skreytinguna þrisvar áður en þeir voru ánægðir.” Skreytti fyrir Önnu prinsessu „I Englandi var verklagið allt öðruvísi. Þar var ég hjá Mawes Stevens sem er eina fyrirtækið sem hefur leyfi til að skreyta fyrir konungsfjölskylduna. Það er sér- stakt fólk í því, ekki verið að hleypa hverjum sem er í það. Það vakti þannig nokkra athygli þegar ég fékk eitt sinn að útbúa blóma- körfu fyrir Önnu prinsessu. Ég man nú ekki nákvæmlega hvernig karfan var, en þó man ég að rauð- ar rósir voru uppistaðan. Eng- lendingar eru mjög formfastir og íhaldssamir í skreytingum.” Vildu engin strá „Fyrirtækið er deildaskipt og ein deildin sér um að setja upp skreytingar í fyrirtækjunum í City of London á hverjum mánudegi, sem síðan eru endurnýjaöar seinna í vikunni. Yfirmaður þessarar deildar hafði lært Ike- Ban skreytingar í Japan og eitt sinn, er ég var í þessum skreyting- um, ákvaö hún að setja okkur tvo, sem unnum í þeim, í annað og fara sjálf í fyrirtækin. Hún skreytti með þessari japönsku að- ferð sem oft byggist í kringum eitt blóm, strá og svoleiðis, en upp úr hádegi var síminn orðinn rauðgló- andi og allt vitlaust í fyrirtækjun- um, þeir báðu um manninn sem skreytti venjulega fyrir þá og sögðu að það hefði einhver sem ekkert kynni verið sendur í þetta. Þetta varð hið mesta mál og ég fór ekki að laga þetta fyrr en hún bað mig um það sjálf. Það var ekki laust við að sumir í fyrirtækinu hefðu gaman af þessu því að þessi yfirmaður var strangur og hún var ekkert mjög vel liðin.” Kjöt, málverk og blóm Friðfinnur hefur fengist við ým- is önnur störf um ævina og meöal annars verslað með kjöt hjá Sláturfélaginu, veriö í málverka- uppboðum og -sölu með föður sínum, Kristjáni Fr. Guðmunds- syni. „Mér líkaði vel í kjötverslun- inni en langaði að breyta til og þess vegna gerðist ég málverka- sali. Ég hef áhuga á því sem fall- egt er, blómum og myndum. En númer eitt hjá mér er fjölskyldan, ég á sex dætur og ég reyni að eyða sem mestum tíma meö fjölskyld- unni. Svo hef ég mikinn áhuga á skíðaíþróttinni, var með í fyrstu ferðinni sem farin var í Kerlingar- fjöll. Það var söguleg ferð og hef- ur oft verið rifjuð upp á góöum stundum. Svo hef ég áhuga á leik- fimi og íþróttum sem ég stunda í hóp hjá vini mínum, Valdimar Örnólfssyni. En af áhugamálun- um koma blómin sennilega númer eitt, sérstaklega skreytingarnar.” Blómaeltingaleikur um fjögur lönd „Það er ánægjulegt að hitta fólk á stóru stundunum í lífi þess. I kringum brúökaup _ og_ af- mæli er mikil gleði en það er líka gott að geta gert eitthvaö fyrir fólk á sorgarstundum. Það er svo þakklátt og blómin geta gert mik- ið fyrir það á þeim stundum. Fólk hefur oft ákveðnar óskir í sambandi við blóm, sumir velja þau eftir lyktinni, aðrir vilja blóm sem erfitt er að ná í og eitt sinn varð ég að hringja til Danmerkur, Þýskalands, Hollands og Luxem- burg áður en ég fékk blóm sem óskað var eftir. Ég fékk þrjár sendingar vegna þess máls, aðeins ein þeirra var nákvæmlega rétt. Ein brúðurin, sem ég man eftir, gifti sig í íslenskum búningi og vildi bera íslensk blóm og það Friðfinnur í Blómastofu Friðfinns: ,,Blómaskreytingin kostaði andvirði sólar- landaferðar — fyrir okkur fjögur ítvær vikur!" 31. tbl. Vikan 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.